Viðskipti Glitnir banki hf. eignast meirihluta í Kreditkorti hf. Glitnir banki hf. og Kaupþing banki hf. hafa komist að samkomulagi um viðskipti með hlutabréf í Kreditkorti hf. og Greiðslumiðlun hf. Glitnir hefur aukið hlut sinn í Kreditkorti hf. um 16% og var hluturinn keyptur af Kaupþingi banka. Viðskipti innlent 3.4.2006 11:04 Svenn Dam skipaður forstjóri og varastjórnarformaður Svenn Dam var í gær skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Svenn mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi í Danmörku en jafnframt kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 3.4.2006 10:06 Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag og hefur lokagengi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki mælst hærra í fimm og hálft ár. Viðskipti erlent 3.4.2006 09:58 Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent á fyrsta fjórðungi 2006 þrátt fyrir töluverðar lækkanir síðustu vikur. Greiningardeild KB banka segir í hálf fimm fréttum að sé hækkunin sett í samhengi við lengra tímabil megi sjá að hækkun fjórðungsins er nokkuð yfir meðaltals ársfjórðungshækkun frá upphafi vísitölunnar, sem nemur um 5,9 prósentum. Viðskipti innlent 31.3.2006 17:02 Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Félagið keypti m.a. 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í fyrra. Viðskipti innlent 31.3.2006 16:42 Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum. Viðskipti innlent 31.3.2006 13:09 Hagnaður Samherja hf. 3,1 milljarður króna Hagnaður Samherja hf. nam rétt rúmum 3 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 190 milljónum króna meira en árið 2004. Rekstrartekjur námu tæpum 21,3 milljörðum króna og jukust þær um ríflega 27 prósent frá árinu á undan. Viðskipti innlent 31.3.2006 12:25 Mikil ásókn í erlend verðbréf Mikil sókn hefur verið í erlend verðbréf síðustu mánuði. Í Morgunkorni Glitnis segir að það endurspegli að líkindum væntingar um gengislækkun krónunnar. Í leiðinni hafi sóknin í erlend verðbréf átt þátt í gengislækkun krónunnar undanfarið. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:51 Hagnaður Síldarvinnslunnar 413 milljónir Síldarvinnslan hf. á Neskaupsstað var rekin með 413 milljóna króna hagnaði í síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1,6 milljarðar króna, eða 22 prósent, af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1,1 milljarður og nam handbært fé frá rekstri 1 milljarði króna. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:38 Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað útlánsvexti á íbúðabréfum úr 4,65 prósentum í 4,85 prósent í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Hækkunin tekur gildi á morgun. Viðskipti innlent 31.3.2006 10:20 Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 31.3.2006 09:38 Ísland og ESB semja um tollalækkanir Tollar á ýmsar landbúnaðarvörur verða felldir niður í viðskiptum á milli Íslands og landa Evrópusambandsins (ESB) 1. janúar á næsta ári. Er búist við að samkomulag á milli Íslands og ESB leiði til lægra verðs á innfluttum á landbúnaðarafurðum um leið og það skapar ný sóknarfæri til útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:38 Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:04 Smáralind tapaði 101 milljón króna Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:51 Krónan styrktist Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:40 Aðeins minni síldarkvóti í ár Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þús. tonn í ár. Það er lítil breyting frá árinu 2005, eða lækkun um 2,5 prósent. Til samanburðar var kvótinn árið 2004 128 þús. tonn. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:18 Hætti við yfirtökutilboð í LSE Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hætti í dag við 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð sitt í kauphöll Lundúna, London Stock Exchange (LSE), án nokkurra útskýringa. Ákvörðun Nasdaq að hætta við tilboðið, sem hljóðaði upp á 950 pens á hlut, varð til þess að gengi bréfa í LSE lækkaði um 8,7 prósent í dag. Viðskipti erlent 30.3.2006 10:53 Nýtt met í norsku kauphöllinni Met var slegið í kauphöllinni í Ósló í Noregi í dag þegar vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 400 stig. Vísitalan hækkaði um 1,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, sem er hækkun um 4,37 punkta, og endaði hún í 400,03 stigum. Ástæða hækkunarinnar liggur í hærra gengi Statoil og Norsk Hydro, fjarskiptafyrirtækisins Telenor og DnB NOR, sem er stærsti banki Noregs. Viðskipti erlent 30.3.2006 10:21 Hátt lokagengi í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 106,93 punkta, 0,63 prósent, og endaði í 17.045,34 stigum, sem er hæsta lokagildi vísitölunnar í fimm og hálft ár. Viðskipti erlent 30.3.2006 09:58 Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl. Innlent 30.3.2006 09:03 Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29 Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29 Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:30 Hagnaður Eskju 40 milljónir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:33 Bjartsýni í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru sagðir bjartsýnir um efnahag þjóðarinnar og hefur væntingavísitala neytenda ekki verið hærri í fjögur ár. Búist var við því að væntingavísitalan færi í 102 stig í þessum mánuði. Hækkunin nam hins vegar 4,5 punktum og endaði hún í 107,2 stigum. Í maí árið 2002 mældist væntingavísitalan í Bandaríkjunum 110,3 stig. Viðskipti erlent 29.3.2006 13:47 Ekkert nýtt í gögnum aðjúnkts Ríkisendurskoðun segir í bréfi til formanns fjárlaganefndar að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim gögnum sem stofnunin aflaði sem stutt geti þær ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, dró af þeim gögnum og upplýsingum sem hann hefur undir höndum vegna sölu á hlut ríkisins á Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps. Viðskipti innlent 29.3.2006 12:25 Spá 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi. Viðskipti innlent 29.3.2006 11:57 Hlutabréf lækkuðu í Ísrael Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmlega eitt prósent í Ísrael í dag í kjölfar þess að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, lýsti yfir sigri Kadimaflokksins í þingkosningunum í Ísrael í gær. Viðskipti erlent 29.3.2006 10:42 Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan. Viðskipti innlent 28.3.2006 18:08 Opera Mini í fleiri farsíma Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í gær að það hefði gert fjóra nýja samninga sem gæti tryggt markaðshlutdeild Opera Mini vafrans um allan heim. Viðskipti erlent 28.3.2006 18:08 « ‹ 154 155 156 157 158 159 160 161 162 … 223 ›
Glitnir banki hf. eignast meirihluta í Kreditkorti hf. Glitnir banki hf. og Kaupþing banki hf. hafa komist að samkomulagi um viðskipti með hlutabréf í Kreditkorti hf. og Greiðslumiðlun hf. Glitnir hefur aukið hlut sinn í Kreditkorti hf. um 16% og var hluturinn keyptur af Kaupþingi banka. Viðskipti innlent 3.4.2006 11:04
Svenn Dam skipaður forstjóri og varastjórnarformaður Svenn Dam var í gær skipaður forstjóri og varastjórnarformaður 365 Media Scandinavia A/S. Félagið er í eigu Dagsbrúnar hf. Svenn mun bera ábyrgð á uppbyggingu fjölmiðlastarfsemi í Danmörku en jafnframt kanna ný viðskiptatækifæri á sviði fjölmiðlunar á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 3.4.2006 10:06
Hlutabréf hækkuðu í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag og hefur lokagengi Nikkei-225 hlutabréfavísitölunnar ekki mælst hærra í fimm og hálft ár. Viðskipti erlent 3.4.2006 09:58
Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,5 prósent á fyrsta fjórðungi 2006 þrátt fyrir töluverðar lækkanir síðustu vikur. Greiningardeild KB banka segir í hálf fimm fréttum að sé hækkunin sett í samhengi við lengra tímabil megi sjá að hækkun fjórðungsins er nokkuð yfir meðaltals ársfjórðungshækkun frá upphafi vísitölunnar, sem nemur um 5,9 prósentum. Viðskipti innlent 31.3.2006 17:02
Hagnaður Milestone tæpir 14 milljarðar Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna á síðasta ári. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 17,8 milljörðum króna. Starfsemi félagsins einkenndist af viðamiklum fjárfestingum og breytingum á efnahagsreikningi félagsins. Félagið keypti m.a. 66,6 prósenta hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í fyrra. Viðskipti innlent 31.3.2006 16:42
Hagnaður Smáragarðs tæpar 189 milljónir Hagnaður Smáragarðs ehf. nam 188,8 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er 12,3 milljónum meira en árið 2004. Heildareiginir félagsins námu í lok árs 9.34 milljörðum króna og nam aukning milli ára um 93 prósentum. Viðskipti innlent 31.3.2006 13:09
Hagnaður Samherja hf. 3,1 milljarður króna Hagnaður Samherja hf. nam rétt rúmum 3 milljörðum króna á síðasta ári. Þetta er 190 milljónum króna meira en árið 2004. Rekstrartekjur námu tæpum 21,3 milljörðum króna og jukust þær um ríflega 27 prósent frá árinu á undan. Viðskipti innlent 31.3.2006 12:25
Mikil ásókn í erlend verðbréf Mikil sókn hefur verið í erlend verðbréf síðustu mánuði. Í Morgunkorni Glitnis segir að það endurspegli að líkindum væntingar um gengislækkun krónunnar. Í leiðinni hafi sóknin í erlend verðbréf átt þátt í gengislækkun krónunnar undanfarið. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:51
Hagnaður Síldarvinnslunnar 413 milljónir Síldarvinnslan hf. á Neskaupsstað var rekin með 413 milljóna króna hagnaði í síðasta ári. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 1,6 milljarðar króna, eða 22 prósent, af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri var 1,1 milljarður og nam handbært fé frá rekstri 1 milljarði króna. Viðskipti innlent 31.3.2006 11:38
Íbúðalánasjóður hækkar vexti Íbúðalánasjóður hefur hækkað útlánsvexti á íbúðabréfum úr 4,65 prósentum í 4,85 prósent í kjölfar útboðs á íbúðabréfum. Hækkunin tekur gildi á morgun. Viðskipti innlent 31.3.2006 10:20
Vöruskiptin óhagstæð um 7,2 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 7,2 milljarða króna í febrúar. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæð um 4,8 milljarða. Vörur voru fluttar út fyrir fyrir 14,8 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 22,0 milljarða króna, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Viðskipti innlent 31.3.2006 09:38
Ísland og ESB semja um tollalækkanir Tollar á ýmsar landbúnaðarvörur verða felldir niður í viðskiptum á milli Íslands og landa Evrópusambandsins (ESB) 1. janúar á næsta ári. Er búist við að samkomulag á milli Íslands og ESB leiði til lægra verðs á innfluttum á landbúnaðarafurðum um leið og það skapar ný sóknarfæri til útflutnings íslenskra landbúnaðarafurða. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:38
Mikil viðskipti á skuldabréfamarkaði Viðskipti á skuldabréfamarkaði fóru hratt af stað við opnun markaðarins í morgun en alls hafa átt sér stað viðskipti fyrir rúma 6 milljarða króna um ellefuleytið í morgun. Viðskiptin voru komin í rúma 11 milljarða um klukkustund síðar. Viðskipti innlent 30.3.2006 12:04
Smáralind tapaði 101 milljón króna Smáralind ehf. tapaði 101 milljón króna á síðasta ári samanborið við 43 milljóna króna tap árið áður. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 684 milljónum króna en var 601 milljón árið 2004. Heildartekjur félagsins námu 1.259 milljónum króna og hækkuðu um tæp tíu prósent á milli ára. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:51
Krónan styrktist Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:40
Aðeins minni síldarkvóti í ár Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hlutdeild íslenskra skipa í veiðum á norsk-íslensku síldinni verði 154 þús. tonn í ár. Það er lítil breyting frá árinu 2005, eða lækkun um 2,5 prósent. Til samanburðar var kvótinn árið 2004 128 þús. tonn. Viðskipti innlent 30.3.2006 11:18
Hætti við yfirtökutilboð í LSE Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hætti í dag við 2,4 milljarða punda yfirtökutilboð sitt í kauphöll Lundúna, London Stock Exchange (LSE), án nokkurra útskýringa. Ákvörðun Nasdaq að hætta við tilboðið, sem hljóðaði upp á 950 pens á hlut, varð til þess að gengi bréfa í LSE lækkaði um 8,7 prósent í dag. Viðskipti erlent 30.3.2006 10:53
Nýtt met í norsku kauphöllinni Met var slegið í kauphöllinni í Ósló í Noregi í dag þegar vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 400 stig. Vísitalan hækkaði um 1,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, sem er hækkun um 4,37 punkta, og endaði hún í 400,03 stigum. Ástæða hækkunarinnar liggur í hærra gengi Statoil og Norsk Hydro, fjarskiptafyrirtækisins Telenor og DnB NOR, sem er stærsti banki Noregs. Viðskipti erlent 30.3.2006 10:21
Hátt lokagengi í Japan Gengi hlutabréfa hækkaði í kauphöllinni í Japan í dag. Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 106,93 punkta, 0,63 prósent, og endaði í 17.045,34 stigum, sem er hæsta lokagildi vísitölunnar í fimm og hálft ár. Viðskipti erlent 30.3.2006 09:58
Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl. Innlent 30.3.2006 09:03
Ísland fjórða tæknivæddasta ríki heims Ísland er í fjórða sæti af 115 yfir tæknivæddustu ríki heims samkvæmt lista sem Alþjóða efnahagsráðið (WEF) tók saman, og lækkar um tvö sæti milli ára. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29
Sparisjóður Skagafjarðar selur stofnfé Sparisjóður Skagafjarðar, sem áður nefndist Sparisjóður Hólahrepps, tapaði þrettán milljónum króna á síðasta ári samanborið við sex milljóna króna tap árið áður. Eigið fé sparisjóðsins nam um 42 milljónum í árslok og voru heildareignir 652 milljónir. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:29
Segir Seðlabankann taka mið af rangri vísitölu Í nýlegri greiningu norska bankans Skagen Fondene er vaxtastefna Seðlabanka Íslands gagnrýnd og sögð ýta undir ójafnvægi á fjármálamörkuðum. Óeðlilegt sé að taka mið af verðbólgu með húsnæðisverði. Seðlabankinn, sem í dag birtir ákvörðun um stýrivexti, segir gagnrýnina óréttmæta. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:30
Hagnaður Eskju 40 milljónir Eskja hf á Eskifirði var rekin með 40 milljón króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur félagsins námu 2855 milljónum og lækka nokkuð á milli ára. Rekstrargjöld voru 2152 milljónir og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 703 milljónum sem er um 4% lækkun frá fyrra ári. Viðskipti innlent 29.3.2006 16:33
Bjartsýni í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn eru sagðir bjartsýnir um efnahag þjóðarinnar og hefur væntingavísitala neytenda ekki verið hærri í fjögur ár. Búist var við því að væntingavísitalan færi í 102 stig í þessum mánuði. Hækkunin nam hins vegar 4,5 punktum og endaði hún í 107,2 stigum. Í maí árið 2002 mældist væntingavísitalan í Bandaríkjunum 110,3 stig. Viðskipti erlent 29.3.2006 13:47
Ekkert nýtt í gögnum aðjúnkts Ríkisendurskoðun segir í bréfi til formanns fjárlaganefndar að ekkert nýtt hafi komið fram í þeim gögnum sem stofnunin aflaði sem stutt geti þær ályktanir sem Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, dró af þeim gögnum og upplýsingum sem hann hefur undir höndum vegna sölu á hlut ríkisins á Búnaðarbankanum til svonefnds S-hóps. Viðskipti innlent 29.3.2006 12:25
Spá 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun sína í fyrramálið auk þess sem verðbólguspá verður birt. Greiningardeildir bankanna búast almennt við 0,5 prósenta hækkun stýrivaxta. Verði það raunin verða stýrivextir 11,25 prósent hér á landi. Viðskipti innlent 29.3.2006 11:57
Hlutabréf lækkuðu í Ísrael Gengi hlutabréfa lækkaði um rúmlega eitt prósent í Ísrael í dag í kjölfar þess að Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra landsins, lýsti yfir sigri Kadimaflokksins í þingkosningunum í Ísrael í gær. Viðskipti erlent 29.3.2006 10:42
Hagnaður Sorpu 54,7 milljónir Hagnaður Sorpu b.s. namk 54,7 milljónum króna á síðasta ári en var 53,9 milljónir árið 2004. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 166,2 milljónum króna á tímabilinu en var 148,3 milljónir árið á undan. Viðskipti innlent 28.3.2006 18:08
Opera Mini í fleiri farsíma Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software greindi frá því í gær að það hefði gert fjóra nýja samninga sem gæti tryggt markaðshlutdeild Opera Mini vafrans um allan heim. Viðskipti erlent 28.3.2006 18:08