Viðskipti

Fréttamynd

Íbúðalán bankanna ekki meiri síðan í fyrra

Ný íbúðalán bankanna námu um 5,5 milljörðum króna í maí. Á sama tíma lánaði Íbúðalánasjóður 6,0 milljarða krónur til íbúðarkaupa. Útlán bankana hafa aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum og hafa ekki verið meiri síðan í maí í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rígur um tilboð í Stork

Rígur er á milli stærstu hluthafa hollensku samstæðunnar Stork og stjórnenda um framtíð félagsins eftir að fjárfestingafélagið Candover sagðist ætla að leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna. Fáir hluthafar eru sagðir styðja tilboðið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Candover býður í Stork

Breski fjárfestingasjóðurinn Candover hefur gert formlegt yfirtökutilboð upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna, í hollensku samsteypuna Stork. Hollenska félagið LME Holding, sem er í eigu Eyris Invest, Marel og Landsbankans, á 11 prósent í félaginu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hlutabréf gefa ekkert eftir

Hlutabréfamarkaðurinn heldur áfram að hækka en Úrvalsvísitalan náði nýju hámarki í gær í 8.279 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 29,1 prósent og styttist óðfluga í það að hún hafi hækkað tvöfalt meira en allt árið í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiða ekki bónus

Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar ekki að greiða framkvæmdastjórum fyrirtækisins bónus fyrir síðasta ár og undanfarin ár. Ástæðan er dræm sala á nýjum bílum undir merkjum Nissan og samdráttur hjá fyrirtækinu í fyrra, sem er sá fyrsti á sjö árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bretar taka bréf í Eimskip

Hf. Eimskipafélag Íslands greiðir rúma 3,7 milljarða króna fyrir 45 prósenta hlut í Innovate Holdings með útgáfu nýs hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða um 83,1 milljón hluta að nafnverði á genginu 45. Á Eimskip Innovate að fullu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækkanir á kínverskum hlutabréfamarkaði

Gengi CSI-vísitölunnar lækkaði um þrjú prósent í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að seðlabanki landsins sagði nauðsynlegt að hækka stýrivexti til að draga úr verðbólgu, spennu í hagkerfinu og magni peninga í umferð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hunter skoðar yfirtökutilboð í Dobbies

Skoski auðkýfingurinn sir Tom Hunter hefur fengið fjárfestingabankann Rothschild til ráðgjafar um yfirtökutilboð í garðvörukeðjuna Dobbies á móti bresku verslanakeðjunni Tesco. Hunter fer með fjórðung bréfa í keðjunni og getur með því móti komið í veg fyrir yfirtökutilboðið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjárfestingasjóður kaupir Barney's

Fjárfestingafélagið Istithmar hefur keypt bandarísku fataverslunina Barney's í New York fyrir 825 milljónir dala, jafnvirði 51,5 milljarða íslenskra króna. Barney's selur vörur í dýrari kantinum en á dögunum kynnti þar breski auðkýfingurinn Philip Green nýja fatalínu Kate Moss, sem hún hannaði fyrir verslanakeðjuna Topshop.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LSE og kauphöllin á Ítalíu sameinast

Samkomulag hefur náðst um að breska kauphöllin í Lundúnum (LSE) kaupi ítölsku kauphöllina. Kaupverð nemur 1,63 milljörðum evra, um 136 milljörðum íslenskra króna. Markaðsvirði beggja kauphalla nemur rúmum 485,3 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq á norrænu kauphallarsamstæðunni OMX upp á 227,9 milljarða krónur.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stjórnin mælir með tilboði Novator

Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Blackstone hækka um 30 prósent

Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingasjóðnum Blackstone Group hækkaði talsvert í fyrstu viðskiptum með bréf í félaginu i kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í dag. Sjóðurinn seldi hlutabréf fyrir 4,13 milljarða dala, jafnvirði 258 milljarða íslenskra króna, í gær.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Novator hækkar boðið í Actavis

Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Mærsk

Nils Smedegaard Andersen hefur verið ráðinn forstjóri danska skiparisans A.P. Möller-Mærsk, eins stærsta skipafélags í heimi. Hann tekur ivð að Jess Søderberg í byrjun desember næstkomandi. Ráðningin kemur á óvart enda hafðiSøderberg ekki ætlað að hætta fyrr en eftir tvö ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gengi hlutabréfa féll í Kína

Gengi kínversku SCI-vísitölunnar féll um 3,4 prósent í kauphöllinni Sjanghæ í Kína í dag eftir að tvö stór ríkisfyrirtæki þar í landi tilkynntu að þau ætli að selja hlutabréf í næstu viku. Fjárfestar óttast að gjörningurinn lækki verðmæti hlutabréfa.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Føroya Banki hækkaði um 29%

Hlutabréf í Føroya Banka ruku upp 28,6 prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi félagsins í Kauphöllunum á Íslandi og í Kaupmannahöfn. Útboðsgengið var 189 danskar krónur á hlut, fyrstu viðskipti fóru fram á genginu 240 en lokagengið var 243. Velta var töluverð í Kauphöll Íslands eða um 530 milljónir króna í 241 viðskiptum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjensidige fær meiri tíma

Norska fjármálaeftirlitið hefur veitt gagnkvæma tryggingafélaginu Gjensidige þriggja mánaða frest til þess að kaupa sig upp í fimmtungshlut í Storebrand. Gjensidige heldur utan um tæp tíu prósent og er annar stærsti hluthafinn á eftir Kaupþingi sem er með um tuttugu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samfélagsleg ábyrgð eða hvað?

Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, gagnrýnir á heimasíðu sambandsins nýjan samning Landsbankans og Alþjóðahúss. Samningurinn hljóðar upp á tíu milljónir og er sá stærsti sem Alþjóðahúsið hefur gert við einkaaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Emmessís gengur inn í Sól

Sól ehf gekk í gær frá kaupum á Emmessís hf., einu af þekktari vörumerkjum landsins, frá Auðhumlu svf., móðurfélagi Mjólkursamsölunnar. Samkomulag náðist um viðskiptin seint í maí með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, sem nú er lokið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gnúpur þriðji stærsti hluthafinn í Kaupþingi

Fjárfestingafélagið Gnúpur, félag þeirra Kristins Björnssonar, Magnúsar Kristinssonar og Þórðar Más Jóhannessonar, fór yfir fimm prósenta hlut í Kaupþingi í gær. Þetta gerist skömmu eftir að félagið jók hlut sinn í FL Group upp fyrir tuttugu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nikkei ekki hærra í 7 ár

Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei náði í dag 7 ára hámarki. Vísitalan hefur hækkað samfellt síðustu sex daga og er heildarhækkunin tæp 3 prósent. Vísitalan hefur hækkað um sex prósent það sem af er árs, sem þykir ágætt. Til samanburðar hefur Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um 27,78 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útboð í Blackstone hefst í dag

Frumútboð hefst síðdegis í dag á bréfum í bandaríska fjárfestingasjóðum Blackstone Group í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn taki inn á milli 3,87 til 4,14 milljarða bandaríkjadala á sölu bréfanna. Það jafngildir tæpri 241 til 257 milljörðum íslenskra króna. Almenn viðskipti hefjast með bréf í félaginu að lokinni skráningu þess í Kauphöllina í New York á morgun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eining-Iðja semur við Sparisjóð Norðlendinga

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Sigrún Lárusdóttir, skrifstofustjóri og gjaldkeri Einingar-Iðju, og Örn Arnar Óskarsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, skrifuðu í vikunni undir samning um heildarbankaviðskipti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikil hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,6 prósent í maí. Slíkt hækkun hefur ekki sést síðan í maí í fyrra. Hækkun íbúðaverðs frá áramótum nemu 9,6 prósentum. Á sama tíma nam hækkunin hins vegar 5,3 prósentum. Meðal staðgreiðsluverð á fermetra í fjölbýli í Reykjavík hefur hækkað úr 73 þúsund krónum í 239 þúsund krónur á síðustu tíu árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hunter með fjórðung í Dobbies

Skoski auðjöfurinn sir Tom Hunter hefur blásið til sóknar gegn yfirtökutilboði bresku verslanakeðjunnar Tesco í skosku garðvörukeðjuna Dobbies. Hunter er mótfallinn yfirtökutilboðinu og hefur aukið hratt við hlut sinn í keðjunni. Í gær tryggði hann sér fjórðung hlutabréfa í henni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bréf í Føroya Banka hækka um 25 prósent

Føroya Banki var skráður í Kauphöll Íslands og kauphöllina í Danmörku í morgun. Opnunargengi bréfa í bankanum stóð í 220 krónum á hlut. Gengið tók kipp stuttu eftir opnun viðskipta í Kauphöllinni og voru fyrstu viðskipti með bréf í félaginu upp á 240 krónur á hlut, sem er rúmum 25 prósentum yfir útboðsgengi bréfanna í síðustu viku.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Yahoo kaupir íþróttaveitu

Jerry Yang, annar stofnenda bandarísku netveitunnar Yahoo og nýráðinn forstjóri hennar, hefur ekki setið auðum höndum en vefurinn hefur nú keypt íþróttavefinn Rivals.com. Kaupverð er ekki gefið upp.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hörð samkeppni í ódýrum flugferðum

Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, spáir miklum samdrætti í sölu á flugsætum á næstu 12 mánuðum, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Flugfélagið tilkynnti í gær að það ætli að selja þrjár milljónir sæta á jafnvirði 1.200 íslenskra króna. Greiningardeild Landsbankans segir tilboðið svar við mikilli samkeppni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gluggað í bækur Alcan

Orðrómur er uppi um að kanadíski álrisinn Alcan, móðurfélag álversins í Straumsvík, hafi opnað bókhald sitt fyrir náma- og álfélögin BHP Billiton og Rio Tinto, sem sögð eru hafa hug á að gera yfirtökutilboð í félagið. Stjórn Alcan hefur ekki viljað tjá sig um fréttirnar.

Viðskipti erlent