Íþróttir

Stálheppinn íshokkíleikmaður - sauma þurfti 29 spor til að loka sárinu
Craig Peacock, leikmaður breska íshokkíliðsins Belfast Giants, varð fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn Fife Flyers á laugardaginn. Og er óhætt að segja að Peacock hafi haft heppnina með sér að slasast ekki enn meira miðað við þessar myndir sem hann birti á Twitter.

NHL deilan er enn í hnút
Það eru ekki miklar líkur á því að deila eigenda og leikmannasamtaka í NHL-deildinni í íshokkí leysist á næstu vikum. Forsvarsmenn deildarinnar hafa frestað öllum leikjum sem voru á dagskrá í desember en alls er búið að aflýsa 422 leikjum og 104 leikir voru á dagskrá það sem eftir lifir af þessum mánuði.

Stórkostlegar íþróttamyndir - brot af því besta frá AFP
Að venju var nóg um að vera í íþróttasviðinu víðsvegar um heiminn í síðustu viku. Ljósmyndarar á vegum AFP voru á gríðarlega mörgum viðburðum og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta.

Íris Mist og Róbert fimleikafólk ársins 2012
Stjórn fimleikasambands Íslands hefur valið Írisi Mist Magnúsdóttur úr Gerplu sem fimleikakonu ársins 2012 og Róbert Kristmannsson úr Gerplu sem fimleikamann ársins 2012.

NHL deilan er enn í hnút – keppnistímabilið í uppnámi
Keppnistímabilið í NHL íshokkídeildinni í Norður-Ameríku er enn í uppnámi en 422 leikjum hefur verið aflýst þar sem af er. Eigendur NHL liða og leikmannasamtök hafa enn ekki náð saman í launadeilu og sáttafundur sem fram fór í gær bar ekki árangur.

Matthildur og Jón Margeir íþróttakona og maður ársins hjá ÍF
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Jón Margeir Sverrisson voru í dag útnefnd sem íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 úr röðum fatlaðra. Jón Margeir og Matthildur eiga glæsilegt íþróttaár að baki. Jón Margeir vann til gullverðlauna á ólympíumóti fatlaðra í London og Matthildur komst í átta manna úrslit í langstökki á sama móti. Þetta er í fyrsta sinn sem Matthildur hlýtur þessa nafnbót en þriðja árið í röð hjá Jóni Margeiri.

Fimm bræður í sama leiknum
Stjarnan vann 3-0 sigur á Þrótti úr Neskaupsstað í Mikasadeild karla í blaki í gær en Stjarnan komst með sigrinum í toppsæti deildarinnar. Fimm bræður eru í þessum tveimur liðunum en þetta kemur fram á heimasíðu Blaksambandsins.

Íslenska sveitin úr leik á HM í karate
Íslenska landsliðið í karate féll úr keppni í gær á heimsmeistaramótinu sem fram fer í París í Frakklandi. Ísland keppti í hópkata en sveitina skipa þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Bjóst ekki við að ná svona langt
Aðalheiður Rósa Harðardóttir náði glæsilegum árangri á HM í karate sem nú stendur yfir í París í Frakklandi. Aðalheiður Rósa varð í 9.-16. sæti í kata kvenna en alls var 51 keppandi skráður til leiks.

Aðalheiður Rósa í 9. til 16.sæti á HM í karate
Aðalheiður Rósa Harðardóttir endaði í 9. til 16. sæti á Heimsmeistaramótinu í karate í París en hún keppti í morgun í einstaklingskata kvenna. Aðalheiður Rósa var ein af 51 keppendum í greininni.

Þrjár íslenskar karatekonur á leið á HM í París
Ísland mun eiga þrjá keppendur á Heimsmeistaramótinu í karate sem fer fram 21. til 25.nóvember næstkomandi í París í Frakklandi. Þetta eru þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir en þær urðu saman Norðurlandameistarar í hópkata í apríl síðastliðnum.

Eygló Ósk og Anton Sveinn sundfólk ársins
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Anton Sveinn McKee, bæði úr Ægi, voru í kvöld útnefnd sundkona og -maður ársins af Sundsambandi Íslands.

Pistill frá Sigga Ragga: Hvað færðu fyrir 109 krónur?
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, skrifar pistil inn á heimasíðu sína í dag, www.siggiraggi.is, þar sem hann fer yfir árangur íslensk íþróttafólks miðað við það sem ríkið greiðir í afrekssjóð ÍSÍ.

Vilja tvöfalt lengra bann fyrir fall á lyfjaprófi
Wada, eða Alþjóðlega lyfjaeftirlitsstofnunin, hefur sett stefnu á að tvöfalt lengra bann vegna neyslu ólöglegra lyfja. Hámarksrefsing myndi því í framtíðinni vera fjögur ár í stað tveggja ára í dag.

Ennis vill komast yfir sjö þúsund stigin
Sjöþrautarkonan Jessica Ennis, ein helsta íþróttastjarna Breta, hefur sett sér ný markmið eftir að hún vann gull á Ólympíuleikunum í London í sumar.

Sama fyrirkomulag þrátt fyrir hneykslið
Ekki er gert ráð fyrir því að Alþjóðabadmintonsambandið muni breyta keppnisfyrirkomulagi sínu á Ólympíuleikum þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku íþróttina á leikunum í London í sumar.

Enginn Íslendingur í undanúrslit
Kári Gunnarsson er úr leik í einliðaleik karla á Iceland International-mótinu í badminton. Hann tapaði fyrir Yim Jong Woo frá Suður-Kóreu og tapaði í tveimur lotum, 21-14 og 21-5.

Hef alltaf verið hreinn
Auðunn Jónsson varð á dögunum heimsmeistari í réttstöðulyftu. Hann hlaut því uppreisn æru eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á HM árið 2006. Hann er enn ósáttur við þá niðurstöðu og segist aldrei hafa neytt ólöglegra lyfja.

Kári kominn í átta manna úrslit
Kári Gunnarsson er kominn í átta manna úrslit á Iceland International mótinu í badminton eftir sigur á Park Sung Min sem var raðað inn á mótið í sjöunda sæti. Kári sigraði í hörku leik 14 – 21, 21 – 19 og 21 – 17.

Hjólreiðakappinn Wiggins varð fyrir bíl
Bradley Wiggins, margfaldur Ólympíumeistari og sigurvegari Tour de France, varð í gær fyrir bíl þegar hann var að hjóla nálægt heimili sínu í Lancashire í Bretlandi.

Auðunn heimsmeistari í réttstöðulyftu
Auðunn Jónsson úr Breiðabliki varð í kvöld heimsmeistari í réttstöðulyftu á síðasta degi HM í kraftlyftingum í Púertó Ríkó en hann varð jafnframt áttundi í samanlögðu eftir harða keppni.

Heiðar með gull, silfur og þrjú brons í Gautaborg
Heiðar Benediktsson átti frábæran dag á sterku karatemóti í Svíþjóð og kemur heim með fimm verðlaun. Heiðar vann þá gull, silfur og þrjú brons á Gautaborg Open en um 650 keppendur frá 8 löndum tóku þátt.

Lindsey Vonn má ekki keppa við strákana
Alþjóða skíðasambandið, FIS, hefur hafnað beiðni bestu skíðakonu heims, Lindsey Vonn, um að fá að taka þátt í heimsbikarmóti hjá körlunum. Lindsey Vonn vildi fá að keppa í bruni karla í Lake Louise í Kanada 24. nóvember næstkomandi.

Kristján tók silfrið á opna finnska mótinu
Kristján Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur, tryggði sér í morgun silfurverðlaunin í -81 kílóa flokki á opna finnska meistaramótinu í júdó. Kristján tapaði fyrir heimamanni í úrslitaglímunni.

María setti þrjú ný Íslandsmet á HM
María Guðsteinsdóttir úr Ármanni setti þrjú ný íslandsmet á HM í kraftlyftingum í Puerto Rico í gær en hún er að keppa á sínu sjötta heimsmeistaramóti og endaði í ellefta sæti.

Risarnir meistarar eftir 178 leiki á 213 dögum
San Francisco Giants tryggði sér meistaratitilinn í bandaríska hafnarboltanum í nótt þegar liðið vann fjórða leikinn í röð á móti Detroit Tigers. Giants vann lokaleikinn 4-3 og þar með úrslitaeinvígið 4-0.

Birkir og Hjördís Rósa unnu örugglega
Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar unnu Babolat 4.Stórmót TSÍ á dögunum. Birkir vann einnig tvíliðaleikinn og Hjördís Rósa vann einnig í flokki 16 ára og yngri.

Katrín Tanja Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum
Ármenningurinn Katrín Tanja Davíðsdóttir varð um helgina Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum á Norðurlandamót unglinga sem fór fram í Parkano í Finnlandi. Lilja Lind Helgadóttir fékk ennfremur silfur í sínum flokki. Katrín Tanja hefur náð glæsilegum árangri í krossfit en er farinn á fullt í ólympískar lyftingar með frábærum árangri.

Fékk stjörnur í augun fyrir tveimur árum
Sólveig Ásta Bergsdóttir er ein af Evrópumeisturunum í hópfimleikum sem fengu flotta móttökuathöfn í gær enda allar með gullpening um hálsinn eftir frábæra helgi á Evrópumeistaramótinu í Danmörku þar sem A-lið og unglingalið kvenna unnu bæði gull. Fyrir tveimur árum vann Sólveig brons með unglingaliðinu en hjálpaði nú A-liðinu að verja Evrópumeistaratitilinn.

Fríða Rún: Draumur sem allar stelpur vilja upplifa
Fríða Rún Einarsdóttir og Sif Pálsdóttir voru í viðtali hjá Valtý Birni Valtýssyni í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hann hitti þessa brosandi nýkrýndu Evrópumeistara í hópfimleikum í hófi til heiðurs þeim í dag.