Erlendar Atletico Madrid - Deportivo í beinni Leikur Atletico Madrid og Deportivo verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn nú klukkan 21 í kvöld, en síðar um nóttina verður bardagi Arturo Gatti og hins danska Thomas Damgaard í beinni útsendingu á stöðinni. Sport 28.1.2006 20:29 Arsenal úr leik Arsenal féll úr bikarkeppni í annað skipti á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Bolton á Reebok-Stadium í enska bikarnum. Það var Stelios Giannakopoulos sem skoraði sigurmark heimamanna á 83. mínútu. Arsene Wenger tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í leiknum og virðist vera með hugann við eitthvað annað en að vinna enska bikarinn í ár. Sport 28.1.2006 19:45 Egyptar unnu A-riðilinn Egyptar tryggðu sér í dag sigur í A-riðli Afríkukeppninnar í knattspyrnu þegar liðið vann góðan sigur á Fílabeinsströndinni 3-1. Marokkó gerði markalaust jafntefli við Líbíu og því eru Marokkómenn fallnir úr keppni. Þetta þýðir að Egyptaland og Fílabeinsströndin komast áfram upp úr riðlinum. Sport 28.1.2006 19:35 Við vörðumst eins og skólastrákar Mick McCarthy, stjóri Sunderland, var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í dag þegar liðið féll úr enska bikarnum eftir 2-1 tap fyrir 1. deildarliði Brentford. "Við vörðumst eins og skólastrákar og leyfðum þeim að stríða okkur allt of mikið. Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag, eigum við ekki von á góðu það sem eftir lifir tímabils," sagði McCarthy fúll. Sport 28.1.2006 19:30 Manchester City að kaupa Samaras Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City er nú við það að ganga frá kaupum á gríska sóknarmanninum Georgios Samaras frá hollenska liðinu Heerenveen fyrir um 6 milljónir punda og á leikmaðurinn aðeins eftir að standast læknisskoðun hjá félaginu á morgun svo hægt sé að ganga frá málinu. Sport 28.1.2006 19:26 Hentar okkur illa að spila við Íslendinga Ulrik Wibek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, sagði í samtali við danska blaðið BT í gær að hann væri ekki alveg viss hvort hann ætti að vera svekktur eða ánægður með jafnteflið við íslenska liðið á EM í Sviss í gær. Sport 28.1.2006 17:41 Juventus hefur áhuga á Gallas Luciano Moggi, yfirmaður Juventus, fer ekki leynt með það að ítalska félagið hafi áhuga á að fá William Gallas hjá Chelsea í sínar raðir í sumar, ekki síst í ljósi þess að Jonathan Zebina hefur gefið út að hann vilji fara frá félaginu. "Gallas er leikmaður sem við höfum lengi haft augastað á og Juventus hefur aðeins áhuga á frábærum leikmönnum," sagði Moggi í samtali við bresk blöð. Sport 28.1.2006 16:05 Bolton - Arsenal í beinni á Sýn Lokaleikur dagsins í enska bikarnum er viðureign Bolton og Arsenal, en útsending frá honum hefst nú klukkan 17:20 á Sýn. Á morgun verða svo leikir Wolves - Manchester United og Portsmouth - Liverpool í beinni útsendingu. Sport 28.1.2006 17:12 Jafnt hjá Everton og Chelsea Everton og Chelsea skildu jöfn í enska bikarnum í dag 1-1 á Upton Park. James McFadden kom Everton yfir í fyrri hálfleik, en Frank Lampard jafnaði með laglegu marki í þeim síðari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í liði Chelsea í dag. Sport 28.1.2006 16:57 Spánverjar sigruðu Frakka Spánverjar sigruðu Frakka 29-26 í B-riðli EM í Sviss í dag og eru því komnir áfram í milliriðla. Sigur heimsmeistraranna var í raun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, því liðið náði mest 11 marka forystu í leiknum og hafði undirtökin allan tíman. Sport 28.1.2006 16:48 Everton yfir gegn Chelsea Everton hefur 1-0 forystu gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 15 í enska bikarnum. Það var James McFadden sem skoraði mark Everton í leiknum. Þá hafa Ívar Ingimarsson og félagar í Reading yfir 1-0 gegn úrvalsdeildarliði Birmingham. Sport 28.1.2006 15:50 Liverpool að landa Victor? Úrvalsdeildarlið Liverpool er nú sagt vera nálægt því að landa vængmanninum Victor frá spænska liðinu Deportivo La Curuna. Victor er ekki í hóp liðsins gegn Atletico Madrid um helgina og talið er að hann muni hitta forráðamenn enska liðsins til að ganga frá læknisskoðun og samningi á morgun. Sport 28.1.2006 15:34 Þjóðverjar áfram Landslið Þjóðverja hefur tryggt sér sæti í milliriðlum á Evrópumótinu í Sviss eftir að liðið lagði Slóvakíu 31-26 í fyrsta leik dagsins, en þjóðirnar leika í B-riðli. Nú standa yfir leikir Sviss og Póllands og Spánverja og Frakka. Sport 28.1.2006 15:10 Newcastle lagði Cheltenham Newcastle United er komið áfram í enska bikarnum eftir góðan sigur á Cheltenham 2-0 í enska bikarnum. Þetta var fyrsti leikur dagsins í keppninni, en nú er leikur Everton og Chelsea hafinn í beinni útsendingu á Sýn. Sport 28.1.2006 14:56 Mauresmo sigraði Amelie Mauresmo sigraði í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag, eftir að andstæðingur hennar Justine Henin-Hardenne þurfti að hætta keppni í öðru setti úrslitaleiksins vegna veikinda. Þetta var þriðji andstæðingur Mauresmo sem hætti keppni vegna veikinda eða meiðsla á mótinu. Sport 28.1.2006 14:14 Viggó mjög ánægður Hann var misjafn tóninn í mönnum hjá íslenska landsliðinu í handbolta í kvöld eftir að liðið gerði jafntefli við Dani 28-28 í C-riðli. Stigið þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðla og Viggó Sigurðsson var afar kátur með niðurstöðuna, en Snorri Steinn Guðjónsson var ekki jafn sáttur. Sport 27.1.2006 22:28 Hvað gerir Kobe Bryant? Leikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan 03:30 í nótt, en þetta er fyrsti leikur Lakers síðan Kobe Bryant skoraði 81 stig gegn Toronto fyrir fimm dögum síðan og því aldrei að vita nema kappinn verði í góðu stuði í nótt. Sport 27.1.2006 21:08 Ræð mér ekki af hamingju Framherjinn Robbie Fowler, sem í dag gekk aftur í raðir Liverpool eftir fimm ára fjarveru, segist ekki enn vera búinn að átta sig á því að draumur hans um að spila aftur á Anfield væri nú að rætast. Sport 27.1.2006 21:55 John Mikel Obi fór á kostum hjá Nígeríu Unglingurinn Jan Mikel Obi stal senunni þegar hann kom inná sem varamaður í liði Nígeríu í kvöld og skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigri liðsins á Zimbabwe 2-0 og því nægir liðinu jafntefli gegn Senegal til að komast í átta liða úrslit keppninnar. Þá vann Gana sigur á Senegal í dag 1-0 með marki frá Matthew Amoah. Sport 27.1.2006 21:04 Jafnt hjá Íslendingum og Dönum Íslendingar og Danir gerðu jafntefli 28-28 í leik sínum í C-riðli EM í Sviss í kvöld. Íslenska liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn í síðustu sókn leiksins en það tókst ekki og niðurstaðan því jafntefli. Íslenska liðið hafði frumkvæðið lengst af leik, en getur ef til vill vel við unað með jafnteflið þar sem liðið var án Ólafs Stefánssonar og fékk aðeins eitt mark frá Guðjóni Val Sigurðssyni í kvöld. Sport 27.1.2006 20:47 Ísland yfir í hálfleik Íslendingar hafa yfir 15-14 gegn Dönum í leik þjóðanna sem nú stendur yfir í C-riðli EM í Sviss. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað fimm mörk fyrir íslenska liðið, Arnór Atlason er með fjögur og Sigfús Sigurðsson hefur skorað þrjú. Þá hefur Birkir Ívar varið vel í markinu og er kominn með yfir tíu varin skot í hálfleiknum. Sport 27.1.2006 19:53 Williams ætlar á topp þrjú Frank Williams hefur gefið það út að lið hans, sem nú ekur með Cosworth-vélar í stað BMW, eigi að geta náð á topp þrjú í keppni bifreiðasmiða á komandi tímabili í Formúlu 1. Sport 27.1.2006 18:48 Handtekinn eftir átök á heimili sínu Franski framherjinn Djibril Cisse var handtekinn á heimili sínu í gærkvöldi eftir að konan hans hringdi á lögreglu. Kona hans ákærði hann fyrir ofbeldi, en honum var sleppt með aðvörun. Þetta kemur ekki til með að hjálpa Cisse að halda sæti sínu í liði Liverpool á næstunni, en leikmaðurinn hefur sterkt orðaður við Marseille í heimalandi sínu á síðustu vikum. Sport 27.1.2006 17:58 Serbar lögðu Ungverja Serbar hlutu sín fyrstu stig í C-riðlinum á EM í Sviss í kvöld þegar liðið lagði Ungverja að velli 29-24. Serbar hafa því hlotið tvö stig í riðlinum eins og Íslendingar og Danir, en frændþjóðirnar mætast nú klukkan 19:15. Ungverjar eru á botni riðilsins með ekkert stig og mæta íslenska liðinu á sunnudag. Sport 27.1.2006 18:28 Fowler kominn aftur til Liverpool Framherjinn Robbie Fowler hefur mjög óvænt verið keyptur aftur til Liverpool og verður hjá liðinu í það minnsta út leiktíðina. Fowler hefur leikið með Manchester City á undanförnum árum, en skoraði á sínum tíma 171 mark í 330 leikjum fyrir þá rauðu. Sport 27.1.2006 17:49 Svík ekki Skotland Sir Alex Ferguson sló á létta strengi í dag þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að hann tæki við enska landsliðinu, en hann furðar sig jafnframt á því að vinnubrögð breskra fjölmiðla hafi ekki verið fordæmd í kjölfar þess að Sven-Göran Eriksson var nánast flæmdur úr starfi á dögunum. Sport 27.1.2006 16:54 Indiana - Cleveland í beinni Leikur Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan hálf eitt, en þar á undan verður leikur LA Lakers og Toronto frá því fyrir viku. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, en sá leikur verður sýndur klukkan 23:00. Sport 27.1.2006 16:31 Ólafur verður með á móti Ungverjum Þær fréttir voru að berast úr herbúðum íslenska landsliðsins í Sviss að Ólafur Stefánsson er ekki með brákuð rifbein eins og óttast var og mun hann því verða með á móti Ungverjum í síðasta leik íslenska liðsins í C-riðli á sunnudag. Ólafur er nokkuð þjáður af meiðslunum, en ætlar að reyna allt sem hann getur til að spila. Sport 27.1.2006 15:20 Raikkönen hefur áhyggjur Finnski ökuþórinn Kimi Raikönnen segir að lið McLaren Mercedes verði að láta hendur standa fram úr ermum á næstunni, því hann hafi áhyggjur af vél nýja bílsins sem þegar sé farin að verða liðinu til trafala á fyrstu æfingum tímabilsins. Sport 27.1.2006 14:58 Rodman spilar á Englandi á laugardag Villingurinn Dennis Rodman er ekki búinn að syngja sitt síðasta á körfuboltavellinum og hann hefur nú gert eins leiks samning við enska liðið Brighton Bears og mun spila með liðinu þegar það mætir Guildford Heat á laugardaginn. Sport 27.1.2006 14:52 « ‹ 219 220 221 222 223 224 225 226 227 … 264 ›
Atletico Madrid - Deportivo í beinni Leikur Atletico Madrid og Deportivo verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn nú klukkan 21 í kvöld, en síðar um nóttina verður bardagi Arturo Gatti og hins danska Thomas Damgaard í beinni útsendingu á stöðinni. Sport 28.1.2006 20:29
Arsenal úr leik Arsenal féll úr bikarkeppni í annað skipti á nokkrum dögum í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir Bolton á Reebok-Stadium í enska bikarnum. Það var Stelios Giannakopoulos sem skoraði sigurmark heimamanna á 83. mínútu. Arsene Wenger tefldi ekki fram sínu sterkasta liði í leiknum og virðist vera með hugann við eitthvað annað en að vinna enska bikarinn í ár. Sport 28.1.2006 19:45
Egyptar unnu A-riðilinn Egyptar tryggðu sér í dag sigur í A-riðli Afríkukeppninnar í knattspyrnu þegar liðið vann góðan sigur á Fílabeinsströndinni 3-1. Marokkó gerði markalaust jafntefli við Líbíu og því eru Marokkómenn fallnir úr keppni. Þetta þýðir að Egyptaland og Fílabeinsströndin komast áfram upp úr riðlinum. Sport 28.1.2006 19:35
Við vörðumst eins og skólastrákar Mick McCarthy, stjóri Sunderland, var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í dag þegar liðið féll úr enska bikarnum eftir 2-1 tap fyrir 1. deildarliði Brentford. "Við vörðumst eins og skólastrákar og leyfðum þeim að stríða okkur allt of mikið. Ef við höldum áfram að spila eins og við gerðum í dag, eigum við ekki von á góðu það sem eftir lifir tímabils," sagði McCarthy fúll. Sport 28.1.2006 19:30
Manchester City að kaupa Samaras Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City er nú við það að ganga frá kaupum á gríska sóknarmanninum Georgios Samaras frá hollenska liðinu Heerenveen fyrir um 6 milljónir punda og á leikmaðurinn aðeins eftir að standast læknisskoðun hjá félaginu á morgun svo hægt sé að ganga frá málinu. Sport 28.1.2006 19:26
Hentar okkur illa að spila við Íslendinga Ulrik Wibek, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, sagði í samtali við danska blaðið BT í gær að hann væri ekki alveg viss hvort hann ætti að vera svekktur eða ánægður með jafnteflið við íslenska liðið á EM í Sviss í gær. Sport 28.1.2006 17:41
Juventus hefur áhuga á Gallas Luciano Moggi, yfirmaður Juventus, fer ekki leynt með það að ítalska félagið hafi áhuga á að fá William Gallas hjá Chelsea í sínar raðir í sumar, ekki síst í ljósi þess að Jonathan Zebina hefur gefið út að hann vilji fara frá félaginu. "Gallas er leikmaður sem við höfum lengi haft augastað á og Juventus hefur aðeins áhuga á frábærum leikmönnum," sagði Moggi í samtali við bresk blöð. Sport 28.1.2006 16:05
Bolton - Arsenal í beinni á Sýn Lokaleikur dagsins í enska bikarnum er viðureign Bolton og Arsenal, en útsending frá honum hefst nú klukkan 17:20 á Sýn. Á morgun verða svo leikir Wolves - Manchester United og Portsmouth - Liverpool í beinni útsendingu. Sport 28.1.2006 17:12
Jafnt hjá Everton og Chelsea Everton og Chelsea skildu jöfn í enska bikarnum í dag 1-1 á Upton Park. James McFadden kom Everton yfir í fyrri hálfleik, en Frank Lampard jafnaði með laglegu marki í þeim síðari. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í liði Chelsea í dag. Sport 28.1.2006 16:57
Spánverjar sigruðu Frakka Spánverjar sigruðu Frakka 29-26 í B-riðli EM í Sviss í dag og eru því komnir áfram í milliriðla. Sigur heimsmeistraranna var í raun öruggari en lokatölurnar gefa til kynna, því liðið náði mest 11 marka forystu í leiknum og hafði undirtökin allan tíman. Sport 28.1.2006 16:48
Everton yfir gegn Chelsea Everton hefur 1-0 forystu gegn Chelsea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 15 í enska bikarnum. Það var James McFadden sem skoraði mark Everton í leiknum. Þá hafa Ívar Ingimarsson og félagar í Reading yfir 1-0 gegn úrvalsdeildarliði Birmingham. Sport 28.1.2006 15:50
Liverpool að landa Victor? Úrvalsdeildarlið Liverpool er nú sagt vera nálægt því að landa vængmanninum Victor frá spænska liðinu Deportivo La Curuna. Victor er ekki í hóp liðsins gegn Atletico Madrid um helgina og talið er að hann muni hitta forráðamenn enska liðsins til að ganga frá læknisskoðun og samningi á morgun. Sport 28.1.2006 15:34
Þjóðverjar áfram Landslið Þjóðverja hefur tryggt sér sæti í milliriðlum á Evrópumótinu í Sviss eftir að liðið lagði Slóvakíu 31-26 í fyrsta leik dagsins, en þjóðirnar leika í B-riðli. Nú standa yfir leikir Sviss og Póllands og Spánverja og Frakka. Sport 28.1.2006 15:10
Newcastle lagði Cheltenham Newcastle United er komið áfram í enska bikarnum eftir góðan sigur á Cheltenham 2-0 í enska bikarnum. Þetta var fyrsti leikur dagsins í keppninni, en nú er leikur Everton og Chelsea hafinn í beinni útsendingu á Sýn. Sport 28.1.2006 14:56
Mauresmo sigraði Amelie Mauresmo sigraði í kvennaflokki á opna ástralska meistaramótinu í tennis í dag, eftir að andstæðingur hennar Justine Henin-Hardenne þurfti að hætta keppni í öðru setti úrslitaleiksins vegna veikinda. Þetta var þriðji andstæðingur Mauresmo sem hætti keppni vegna veikinda eða meiðsla á mótinu. Sport 28.1.2006 14:14
Viggó mjög ánægður Hann var misjafn tóninn í mönnum hjá íslenska landsliðinu í handbolta í kvöld eftir að liðið gerði jafntefli við Dani 28-28 í C-riðli. Stigið þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðla og Viggó Sigurðsson var afar kátur með niðurstöðuna, en Snorri Steinn Guðjónsson var ekki jafn sáttur. Sport 27.1.2006 22:28
Hvað gerir Kobe Bryant? Leikur Los Angeles Lakers og Golden State Warriors verður sýndur beint á NBA TV á Digital Ísland klukkan 03:30 í nótt, en þetta er fyrsti leikur Lakers síðan Kobe Bryant skoraði 81 stig gegn Toronto fyrir fimm dögum síðan og því aldrei að vita nema kappinn verði í góðu stuði í nótt. Sport 27.1.2006 21:08
Ræð mér ekki af hamingju Framherjinn Robbie Fowler, sem í dag gekk aftur í raðir Liverpool eftir fimm ára fjarveru, segist ekki enn vera búinn að átta sig á því að draumur hans um að spila aftur á Anfield væri nú að rætast. Sport 27.1.2006 21:55
John Mikel Obi fór á kostum hjá Nígeríu Unglingurinn Jan Mikel Obi stal senunni þegar hann kom inná sem varamaður í liði Nígeríu í kvöld og skoraði eitt mark og lagði upp annað í sigri liðsins á Zimbabwe 2-0 og því nægir liðinu jafntefli gegn Senegal til að komast í átta liða úrslit keppninnar. Þá vann Gana sigur á Senegal í dag 1-0 með marki frá Matthew Amoah. Sport 27.1.2006 21:04
Jafnt hjá Íslendingum og Dönum Íslendingar og Danir gerðu jafntefli 28-28 í leik sínum í C-riðli EM í Sviss í kvöld. Íslenska liðið fékk tækifæri til að gera út um leikinn í síðustu sókn leiksins en það tókst ekki og niðurstaðan því jafntefli. Íslenska liðið hafði frumkvæðið lengst af leik, en getur ef til vill vel við unað með jafnteflið þar sem liðið var án Ólafs Stefánssonar og fékk aðeins eitt mark frá Guðjóni Val Sigurðssyni í kvöld. Sport 27.1.2006 20:47
Ísland yfir í hálfleik Íslendingar hafa yfir 15-14 gegn Dönum í leik þjóðanna sem nú stendur yfir í C-riðli EM í Sviss. Snorri Steinn Guðjónsson hefur skorað fimm mörk fyrir íslenska liðið, Arnór Atlason er með fjögur og Sigfús Sigurðsson hefur skorað þrjú. Þá hefur Birkir Ívar varið vel í markinu og er kominn með yfir tíu varin skot í hálfleiknum. Sport 27.1.2006 19:53
Williams ætlar á topp þrjú Frank Williams hefur gefið það út að lið hans, sem nú ekur með Cosworth-vélar í stað BMW, eigi að geta náð á topp þrjú í keppni bifreiðasmiða á komandi tímabili í Formúlu 1. Sport 27.1.2006 18:48
Handtekinn eftir átök á heimili sínu Franski framherjinn Djibril Cisse var handtekinn á heimili sínu í gærkvöldi eftir að konan hans hringdi á lögreglu. Kona hans ákærði hann fyrir ofbeldi, en honum var sleppt með aðvörun. Þetta kemur ekki til með að hjálpa Cisse að halda sæti sínu í liði Liverpool á næstunni, en leikmaðurinn hefur sterkt orðaður við Marseille í heimalandi sínu á síðustu vikum. Sport 27.1.2006 17:58
Serbar lögðu Ungverja Serbar hlutu sín fyrstu stig í C-riðlinum á EM í Sviss í kvöld þegar liðið lagði Ungverja að velli 29-24. Serbar hafa því hlotið tvö stig í riðlinum eins og Íslendingar og Danir, en frændþjóðirnar mætast nú klukkan 19:15. Ungverjar eru á botni riðilsins með ekkert stig og mæta íslenska liðinu á sunnudag. Sport 27.1.2006 18:28
Fowler kominn aftur til Liverpool Framherjinn Robbie Fowler hefur mjög óvænt verið keyptur aftur til Liverpool og verður hjá liðinu í það minnsta út leiktíðina. Fowler hefur leikið með Manchester City á undanförnum árum, en skoraði á sínum tíma 171 mark í 330 leikjum fyrir þá rauðu. Sport 27.1.2006 17:49
Svík ekki Skotland Sir Alex Ferguson sló á létta strengi í dag þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að hann tæki við enska landsliðinu, en hann furðar sig jafnframt á því að vinnubrögð breskra fjölmiðla hafi ekki verið fordæmd í kjölfar þess að Sven-Göran Eriksson var nánast flæmdur úr starfi á dögunum. Sport 27.1.2006 16:54
Indiana - Cleveland í beinni Leikur Indiana Pacers og Cleveland Cavaliers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í kvöld klukkan hálf eitt, en þar á undan verður leikur LA Lakers og Toronto frá því fyrir viku. Kobe Bryant skoraði 81 stig í leiknum og skráði nafn sitt á spjöld sögunnar, en sá leikur verður sýndur klukkan 23:00. Sport 27.1.2006 16:31
Ólafur verður með á móti Ungverjum Þær fréttir voru að berast úr herbúðum íslenska landsliðsins í Sviss að Ólafur Stefánsson er ekki með brákuð rifbein eins og óttast var og mun hann því verða með á móti Ungverjum í síðasta leik íslenska liðsins í C-riðli á sunnudag. Ólafur er nokkuð þjáður af meiðslunum, en ætlar að reyna allt sem hann getur til að spila. Sport 27.1.2006 15:20
Raikkönen hefur áhyggjur Finnski ökuþórinn Kimi Raikönnen segir að lið McLaren Mercedes verði að láta hendur standa fram úr ermum á næstunni, því hann hafi áhyggjur af vél nýja bílsins sem þegar sé farin að verða liðinu til trafala á fyrstu æfingum tímabilsins. Sport 27.1.2006 14:58
Rodman spilar á Englandi á laugardag Villingurinn Dennis Rodman er ekki búinn að syngja sitt síðasta á körfuboltavellinum og hann hefur nú gert eins leiks samning við enska liðið Brighton Bears og mun spila með liðinu þegar það mætir Guildford Heat á laugardaginn. Sport 27.1.2006 14:52
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent