Erlent

Fréttamynd

Enginn friður í Darfúr

Súdönsk yfirvöld segjast undirbúa átök við friðargæslulið SÞ og hvetja Afríkubandalagið til að hverfa frá héraðinu. Friðarhorfur eru ekki góðar, að mati Magneu Marinósdóttur alþjóðastjórnmálafræðings.

Erlent
Fréttamynd

Mannskætt lestarslys í Egyptalandi

Fimm fórust og 30 slösuðust þegar farþegalest og flutningalest lentu saman í Egyptalandi í gærkvöldi. Slysið átti sér stað nærri bænum Shebin al-Qanater, norður af höfuðborginni Kaíró, en aðeins eru tvær vikur síðan tvær lestar lentu saman á svipuðum slóðum. Þá létust 58 manns.

Erlent
Fréttamynd

Kemur fram í sjónvarpsviðtali

Natascha Kampusch, átján ára austurrísk stúlka sem fyrir skemmstu slapp úr klóm mannræningja, sem hafði haft hana í prísund sinni í átta ár, hefur ákveðið að koma fram í sjónvarpsviðtali. Það verður sýnt annað kvöld í austurríska ríkissjónvarpinu.

Erlent
Fréttamynd

Skotinn til bana af samherjum

Einn Kanadamaður fórst í árásum frá herþotum á vegum NATO í Afganistan. Alls hafa fimm Kanadamenn fallið í átökum við talibana síðustu daga.

Erlent
Fréttamynd

Fossmo var alvaldur í söfnuðinum

Sænski presturinn Helge Fossmo hefur viðurkennt að hafa skipulagt morð á eiginkonu sinni í bænum Knutby í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Fossmo viðurkenndi morðið í sjónvarpsviðtali í síðustu viku, að sögn vefútgáfu Expressen.

Erlent
Fréttamynd

Tamílatígrarnir segja eiginlegt stríð hafið

Stjórnarher Srí Lanka hefur tilkynnt að Tamílatígrar hafi verið hraktir frá Sampúr-þorpi, sem liggur sunnan við Trincomalee í norðausturhluta landsins. Sampúr er á yfirráðasvæði Tamílatígra, samkvæmt vopnahléssamningnum frá 2002. Bein árás virðist því vera brot á samningnum, en stjórnarherinn heldur því fram að árásin hafi verið gerð í sjálfsvörn, þar sem Tígrarnir hafi haldið úti linnulausum árásum frá Sampúr.

Erlent
Fréttamynd

Byggja á herteknu svæðunum

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, boðaði í gær stefnubreytingu í málefnum Palestínumanna og herteknu svæðanna. Forsætisráðherrann skýrði frá nýrri áætlun um landnemabyggð á herteknum svæðum Palestínumanna, en þar eru Ísraelar í trássi við alþjóðalög. Stendur nú til að reisa þar ríflega 700 nýjar íbúðir.

Erlent
Fréttamynd

Skopteikningar voru kveikjan

Skopteikningarnar af Múhameð spámanni, sem birtar voru fyrst í Jótlandspóstinum danska í september í fyrra, voru ein helsta kveikjan að tilraun til hryðjuverka í Þýskalandi, þegar nokkrir menn reyndu að sprengja tvær lestir í loft upp í júlí.

Erlent
Fréttamynd

Kiko prinsessa í keisaraskurð

Kiko prinsessa, tengdadóttir Akihitos Japanskeisara, mun eignast þriðja barn sitt með keisaraskurði á morgun, 6. september. Kyn barnsins hefur ekki verið gefið upp, en íhaldsmenn í Japan vona að það sé sveinbarn þar sem það myndi minnka til muna þrýstinginn á að breyta fornum reglum um erfðir krúnunnar.

Erlent
Fréttamynd

Morð á konum verði rannsökuð

Allir stjórnmálaflokkar Svíþjóðar, fyrir utan Umhverfisflokkinn, styðja hugmynd Vinstriflokksins um að sérstök rannsóknarnefnd verði sett á laggirnar sem rannsaki sérstaklega morð á konum og leggi fram tillögur sem dregið gætu úr tíðni þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Sjúkdómar breiðast víðar

Hlýnandi loftslag jarðar­innar veldur því að bakteríur breiðast nú til heimshluta þar sem þeirra hefur lítt orðið vart fyrr. Þetta kom fram í máli Pauls Hunter, bresks prófessors í heilsugæslu, á ráðstefnu í Bretlandi sem BBC fjallaði um.

Erlent
Fréttamynd

Blindur tekinn á bíl í London

Omed Aziz, rúmlega þrítugur Íraki sem missti sjónina í sprengingu í heimalandi sínu, hefur viðurkennt fyrir dómi að hafa ekið bifreið í Bretlandi þann 23. apríl síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Byssumaður myrðir ferðamann í Jórdaníu

Erlendir ferðamenn í Jórdaníu eru felmtri slegnir eftir að byssumaður varð einum ferðamanni að bana og særði fimm þegar skotið var á hóp ferðalanga í höfuðborginni, Amman í dag. Árásamaðurinn var þegar handtekinn en hann lét til skarar skríða fyrir utan hringleikahús sem ferðamenn sækja í hópum á sumri hverju.

Erlent
Fréttamynd

Gíslataka í rússnesku fangelsi

Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð.

Erlent
Fréttamynd

Steve Irwin allur

Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað. Irwin var heimsfrægur fyrir vinsæla dýralífsþætti sína þar sem hann lagði líf sitt oftar en ekki hættu í samskiptum sínum við krókódíla og önnur hættuleg dýr. Steve Irwin var sjónvarpsáhorfendum um allan heim að góðu kunnur. Hann lét sig ekki muna um að fóðra krókódíl með annari hendi og barnið sitt í hinni. Það gerði hann fyrir framan sjónvarpsáhorfendur og hlaut bágt fyrir. Irwin var mikill áhugamaður um náttúruvernd og óþreytandi talsmaður krókódíla. Stundum þótti hann full glæfralegur framkomu við villidýrin. Hann meðhöndlaði krókódíla, hættulegar köngulær og snáka af virðingu en með hæfilegum gáska. Irwin var í dag að kafa við Batt rifið undan ströndu Queensland í norðaustur Ástralíu og var að taka upp sjónvarpsþátt um hættulegustu dýr í heimi. Hann synti of nálægt einni skötunni og hún stakk hann í hjartastað með hala sínum. John Howard forsætisráðherra Ástralíu sagði um Irwin að hann hefði verið einstakur maður og verið hjartfólginn bæði Áströlum og fólki um allan heim. Blóm og kransar streymdu í dag til dýragarðsins í Queensland í Ástralíu til minningar um Steve Irwin. Ökumenn þeyttu bílflautur til heiðurs honum er þeir óku þar hjá. Irwin lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

Erlent
Fréttamynd

Annan semji um lausn gísla

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Ísraela og Líbana hafa þekkst boð sitt um að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Varð það kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Býðst til að semja um lausn hermanna

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur boðist til að reyna að semja um lausn tveggja ísraelskra hermanna sem skæruliðar Hizbollah rændu í júlí. Mannránin urðu kveikjan að átökum Ísraela og Hizbollah-liða í Líbanon.

Erlent
Fréttamynd

Olían lækkar í verði

Verð á hráolíu lækkaði nokkuð í framvirkum samningum í dag og fór niður fyrir 69 bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum. Verðið hefur ekki verið lægra síðastliðnar 10 vikur. Helsta ástæðan eru færri og minni fellibyljir á yfirstandandi tímabili við Bandaríkin og auknar olíubirgðir þar í landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stærsta farþegaflugvél heims í fyrsta farþegaflug

Stærsta farþegaþota heims, af gerðinni Airbus A380, fór í dag í sitt fyrsta farþegaflug með 474 farþega innanborðs. Þar voru starfsmenn Airbus á ferð en þeir höfðu boðið sig fram í ferðina sem er tilraunaflug með farþega. Þotan er tveggja hæða og með fjórum hreyflum.

Erlent
Fréttamynd

Gæsluvarðhald framlengt yfir meintum hryðjuverkamönnum

Dómstóll í Bretlandi hefur framlengt gæSluvarðhald yfir átta breskum múslímum sem grunaðir eru um að hafa ætlaÐ að sprengja flugvélar á leið yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna í loft upp. Verða þeir í gæsluvarðhaldi í að minnsta kosti tvær vikur til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Þokast í viðræðum um lausn hermannsins

Nokkuð hefur þokast í viðræðum ísraelskra stjórnvalda og Hamas-samtakanna um lausn ísraelska hermannsins sem rænt var við landamæri Gaza-svæðisins í júní síðastliðnum. Þetta sagði Ismal Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, á ríkisstjórnarfundi í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Katarar senda lið til Líbanons

Katar varð í dag fyrsta arabaríkið til að senda hermenn til friðargæslu í Líbanon í kjölfar átaka Ísraela og Hizbolla-samtakanna í júlí og ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Risaþotan loksins komin í loftið

A380 risaþota frá samevrópsku flugvélasmiðjunni Airbus fór í loftið frá flugvelli í Toulouse í Frakklandi dag. Þetta var fyrsta tilraunaflug vélarinnar af fjórum í vikunni með áhöfn og farþega innanborðs. Flugið tekur sjö klukkustundir en farþegarnir, sem voru allir starfsmenn Airbus, munu gera prófanir á vélinni, sem er ein þeirra stærstu í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Stunginn í hjartastað

Ástralski "krókódílamaðurinn" Steve Irwin lést við köfun undan ströndum Ástralíu í dag. Skata stakk hann í hjartastað.

Erlent
Fréttamynd

UNICEF og Barcelona vinna saman

UNICEF og spænska knattspyrnufélagið Barcelona, sem Eiður Smári Guðjohnsen leikur með, munu á fimmtudaginn skrifa undir fimm ára samstarfssamning vegna HIV-smitaðra barna og barna sem hafa orðið munaðarlaus vegna alnæmis.

Innlent
Fréttamynd

Breskur ferðamaður drepinn í Amman

Breskur ferðamaður var drepinn af byssumönnum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, í morgun. Sex aðrir ferðamenn særðust í árásinni, og segir Reuters-fréttastofan að þeir séu frá Vesturlöndum, án þess að tilgreina nánar um þjóðerni þeirra. Tildrög árásarinnar er ókunn.

Erlent
Fréttamynd

Annan í Katar

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í gær til Katar til viðræðna við yfirvöld þar í landi, og fyrst og fremst til að ræða átök Ísraelsmanna og Hizbollah-samtakanna.

Innlent