Erlent Finni vann með 89 metra kasti Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki. Erlent 27.8.2006 21:20 Seldi hass með pylsum og gosi Lögreglan í Frederiksværk á Norður-Sjálandi lét til skarar skríða gegn pylsusala á föstudag. Samkvæmt frétt Politiken hafði lögreglan fylgst með pylsuvagni mannsins í nokkurn tíma enda lék grunur á að fleira en pylsur, remúlaði og gos væri á boðstólum. Erlent 27.8.2006 21:20 Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Erlent 28.8.2006 08:12 Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. Erlent 28.8.2006 07:34 Vill ekki sjá foreldrana Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvörtuðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. Erlent 27.8.2006 21:20 Gíslar lausir á Gaza Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar voru í gær látnir lausir úr hálfs mánaðar langri gíslingu herskárra Palestínumanna. Enginn hefur verið handtekinn. Erlent 27.8.2006 21:20 Einn komst af en 49 fórust í flugslysi Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. Erlent 27.8.2006 21:20 Hrint fyrir lest en slapp með skrámur Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Erlent 27.8.2006 21:20 Ortega sigur-stranglegur Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Erlent 25.8.2006 21:38 Murkowski tapar fyrir Palin Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikanaflokknum kusu Söruh Palin, fyrrum borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudagskvöld. Erlent 27.8.2006 21:20 Átökin ekki borgarastríð Bylgja sprengju- og skotárása gekk yfir Írak þvert og endilangt í gær. Að minnsta kosti 51 maður lét lífið í árásunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða til að auka öryggi borgaranna í höfuðborginni Bagdad og áskoranir frá forsætisráðherranum Nouri al-Maliki, sem er sjía-múslimi, um að landar hans úr ólíkum trúarhópum hætti gagnkvæmum árásum. Erlent 27.8.2006 21:20 Skutu nýrri gerð flugskeytis Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir. Erlent 27.8.2006 21:20 Vinstrimaður vann í Chiapas Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna. Erlent 27.8.2006 21:20 Jafnaðarmenn í kjörfylgi Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár. Erlent 27.8.2006 21:20 Horfur á friði í Úganda Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. Erlent 27.8.2006 21:20 Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. Erlent 27.8.2006 19:09 Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. Erlent 27.8.2006 19:11 Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 27.8.2006 18:58 Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. Erlent 27.8.2006 13:25 Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. Erlent 27.8.2006 13:21 Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Erlent 27.8.2006 13:13 Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. Erlent 27.8.2006 10:08 Frelsið kostar 2,5 milljónir Hlynur Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna kókaínsmygls, segist hafa fengið tilboð frá lögfræðingi sínum um að hann geti keypt sér frelsi fyrir tæpar 2,5 milljónir króna. „Það er víst hægt að gera allt í þessu landi með peningum,“ segir Hlynur. „Þetta er ekki óalgengt hér, dómarinn myndi þá skrifa undir plagg sem segði að ég hefði afplánað mína refsingu í fylkinu og ég gæti þá fengið að fara heim.“ Erlent 26.8.2006 22:09 Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran Forseti Írans ætlar ekki að hætta við kjarnorkuáætlunina og segir að engri þjóð standi ógn af íranskri kjarnorku. Ísraelskur þingmaður segir þjóð sína þurfa að bregðast við kjarnorkutilburðum Írana. Erlent 26.8.2006 22:09 Vill 3 milljónir punda í bætur Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum. Erlent 26.8.2006 22:09 Vopn gerð upptæk í borginni Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóðaflugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta handsprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. Erlent 26.8.2006 22:08 Klasasprengjur í íbúðahverfum Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðnum og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Erlent 26.8.2006 22:09 Hjálmhvelfing hrundi í eldi Mikill bruni varð í dómkirkjunni í Pétursborg í gær með þeim afleiðingum að hjálmhvelfing kirkjunnar hrundi í þessari fyrrum höfuðborg Rússlands. Eldurinn kviknaði í miðhvelfingu Kirkju heilagrar þrenningar og hrundi hvelfingin ásamt einni af fjórum minni hvelfingum. Erlent 26.8.2006 22:08 Líbönsk börn snúa aftur til Beirút Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Erlent 26.8.2006 19:19 Óttinn við hryðjuverk í háloftunum eykst Nú berast nær daglega fréttir af því að flugvélum sé beint á aðra lendingarstaði en þeim voru upphaflega ætlaðir vegna þess að ótti um yfirvofandi hryðjuverk hefur vaknað. Yfirleitt hafa farþegar þá í vangá tekið bannaða hluti með sér í handfarangri eða hegðun farþega talin grunsamleg. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum truflaði ferðir sjö flugvéla í Bandaríkjunum bæði í innanlands- og millilandaflugi í gær. Erlent 26.8.2006 19:16 « ‹ 288 289 290 291 292 293 294 295 296 … 334 ›
Finni vann með 89 metra kasti Sjöunda óformlega heimsmeistaramótið í farsímakasti fór fram í Savonlinna í Finnlandi um helgina. Með 89 metra löngu kasti tryggði Finninn Lassi Eteläaho sér heimsmeistaratitilinn í ár. Nýtt heimsmet var sett í kvennaflokki. Erlent 27.8.2006 21:20
Seldi hass með pylsum og gosi Lögreglan í Frederiksværk á Norður-Sjálandi lét til skarar skríða gegn pylsusala á föstudag. Samkvæmt frétt Politiken hafði lögreglan fylgst með pylsuvagni mannsins í nokkurn tíma enda lék grunur á að fleira en pylsur, remúlaði og gos væri á boðstólum. Erlent 27.8.2006 21:20
Engan Íslending sakaði í sprengjuárásum í Tyrklandi Á þriðja tug manna særðust í fjórum sprengjutilræðum í Tyrklandi í gær. Ein sprengjan sprakk í Istanbúl en hinar þrjár á Marmaris, þar af ein um tvö hundruð metra frá einu helsta Íslendingahóteli þar. Um þrjú hundruð Íslendingar eru þar á um fimmtán hótelum. Enginn týndi lífi en nokkrir særðust. Erlent 28.8.2006 08:12
Ernesto - fellibylur eða stormur? Hitabeltisstormurinn Ernesto sem náði fellibylsstyrk um hríð í gær var aftur lækkaður niður í storm í gærkvöldi. Mikill viðbúnaður er samt enn á eyjum í Karíbahafinu, Kúbu, Haítí og Cayman-eyjum, auk þess sem ferðamenn voru í gær fluttir frá Keys-eyjunum undan strönd Flórída. Mikil óvissa er enn í spálíkönum fyrir fellibylinn en enn er ekki útilokað að hann nái vindstyrk fellibyls á ný. Ekki er heldur víst hvert leið hans liggur eftir að hann fer yfir Kúbu fyrripartinn í dag. Erlent 28.8.2006 07:34
Vill ekki sjá foreldrana Austurríska stúlkan sem fannst í síðustu viku eftir að hafa verið í haldi mannræningja í átta og hálft ár, hefur rétt á að vera látin í friði. Þetta sögðu talsmenn austurrísku lögreglunnar í gær, eftir að foreldrar stúlkunnar kvörtuðu yfir því í fjölmiðlaviðtölum að vera meinað að hitta dótturina endurfundnu. Erlent 27.8.2006 21:20
Gíslar lausir á Gaza Tveir fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar voru í gær látnir lausir úr hálfs mánaðar langri gíslingu herskárra Palestínumanna. Enginn hefur verið handtekinn. Erlent 27.8.2006 21:20
Einn komst af en 49 fórust í flugslysi Þota sem var nýlögð af stað til Atlanta frá Blue Grass-flugvelli í Lexington í Kentucky, hrapaði rétt utan við flugbrautina í gær. Einn úr áhöfn vélarinnar komst af, mikið slasaður, en allir aðrir sem í vélinni voru, 49 manns, fórust. Erlent 27.8.2006 21:20
Hrint fyrir lest en slapp með skrámur Tuttugu og sex ára gömlum Íslendingi var hrint fyrir lest á Nørreport-lestarstöðinni í Kaupmannahöfn á laugardagskvöld. Erlent 27.8.2006 21:20
Ortega sigur-stranglegur Leiðtogi sandinista, Daniel Ortega, er líklegastur til sigurs í fyrstu umferð forsetakosninga sem framundan eru í Níkaragva, samkvæmt nýlegri skoðanakönnun. Erlent 25.8.2006 21:38
Murkowski tapar fyrir Palin Ríkisstjóri Alaska, Frank Murkowski, fær ekki að bjóða sig fram til starfans á ný. Flokkssystur- og bræður hans í Repúblikanaflokknum kusu Söruh Palin, fyrrum borgarstýru Wasilla, með 51 prósenti atkvæða á þriðjudagskvöld. Erlent 27.8.2006 21:20
Átökin ekki borgarastríð Bylgja sprengju- og skotárása gekk yfir Írak þvert og endilangt í gær. Að minnsta kosti 51 maður lét lífið í árásunum, þrátt fyrir að gripið hafi verið til umfangsmikilla aðgerða til að auka öryggi borgaranna í höfuðborginni Bagdad og áskoranir frá forsætisráðherranum Nouri al-Maliki, sem er sjía-múslimi, um að landar hans úr ólíkum trúarhópum hætti gagnkvæmum árásum. Erlent 27.8.2006 21:20
Skutu nýrri gerð flugskeytis Nýrri gerð af íranskri sprengiflaug var í gær skotið frá kafbát á Persaflóa. Tilraunaskotið var liður í umfangsmiklum heræfingum Írana á Persaflóa, sem virðast vera haldnar til að sýna Vesturlöndum hernaðarmáttinn sem Íransstjórn ræður yfir. Erlent 27.8.2006 21:20
Vinstrimaður vann í Chiapas Frambjóðandi stærsta vinstriflokksins í Mexíkó, Juan Sabines, vann kosningar til ríkisstjóra í Chiapas í suðurhluta landsins. Hlaut hann samkvæmt opinberum úrsitum 6.300 fleiri atkvæði en aðalkeppinauturinn, Jose Antonio Aguilar, sem var frambjóðandi borgaralegu flokkanna. Erlent 27.8.2006 21:20
Jafnaðarmenn í kjörfylgi Fylgi við danska Jafnaðarmannaflokkinn mælist nú örlítið meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Berlingske tidende. Er þetta mjög mikill viðsnúningur frá því í byrjun árs. Þá mældist stuðningur við Jafnaðarmannaflokkinn minni en hann hafði verið í rúm hundrað ár. Erlent 27.8.2006 21:20
Horfur á friði í Úganda Ríkisstjórn Úganda hefur sammælst við Andspyrnuher Drottins um vopnahlé en fylkingarnar hafa borist á banaspjót í ein nítján ár. Talsmaður stjórnarinnar sagði viðbúið að Andspyrnuherinn tilkynnti um hlé á hernaðarátökum af sinni hálfu í síðasta lagi á morgun þriðjudag. Þá tæki vopnahléð gildi. Ríkisstjórnin hafði áður hafnað vopnahlésviðræðum, á þeim grundvelli að Andspyrnuherinn hefði ítrekað brotið gerða samninga. Erlent 27.8.2006 21:20
Ernesto orðinn fellibylur Hitabeltislægðin Ernesto hefur stigmagnast í fyrsta stigs fellibyl. Vindhraði í fellibylnum er orðinn rúmir 34 m/sek. Búist er við að bylurinn nái suð-vestur odda Haítí í kvöld og skelli svo á strönd Kúbu í fyrramálið. Erlent 27.8.2006 19:09
Slapp lifandi undan lest Það þykir ganga kraftaverki næst að 26 ára gamall heimilislaus Íslendingur hafi sloppið lifandi þegar honum var hrint fyrir lest á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn í gær.Það varð honum til happs að hann lenti milli brautarteina þannig að lestin keyrði ekki beint yfir hann. Erlent 27.8.2006 19:11
Einn lifði flugslysið af Einn komst lífs af þegar flugvél frá Delta flugfélaginu með fimmtíu manns innanborðs hrapaði í Kentucky í Bandaríkjunum í dag. Flugvélin hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lexington. Ekkert er sagt benda til þess að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Erlent 27.8.2006 18:58
Flugslys í Kentucky Flugvél frá Delta flugfélaginu með 50 manns innanborðs hrapaði í Kentucy í Bandaríkjunum fyrr í dag. Óstaðfestar fréttir herma að minnsta kosti einn maður hafi komist lífs af í slysinu og er hann sagður mikið slasaður. Erlent 27.8.2006 13:25
Skutu flugskeytum á bíl Reuters-fréttastofunnar Ísraelsher skaut tveimur flugskeytum á brynvarinn bíl Reuters-fréttastofunnar í Gaza-borg í nótt. Fimm særðust, þar af tveir myndatökumenn. Herskár Hamas-liði féll í annarri árás Ísraela skammt frá. Erlent 27.8.2006 13:21
Fréttmenn Fox látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn Erlent 27.8.2006 13:13
Starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar látnir lausir Mannræningjar á Gaza-svæðinu hafa látið tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku lausa. Þeir hafa verið í haldi mannræningja síðan um miðjan mánuðinn. Myndband með mönnunum var birt snemma í morgun, skömmu áður en þeir voru látnir lausir. Erlent 27.8.2006 10:08
Frelsið kostar 2,5 milljónir Hlynur Sigurðarson, 23 ára Íslendingur sem situr í fangelsi í Brasilíu vegna kókaínsmygls, segist hafa fengið tilboð frá lögfræðingi sínum um að hann geti keypt sér frelsi fyrir tæpar 2,5 milljónir króna. „Það er víst hægt að gera allt í þessu landi með peningum,“ segir Hlynur. „Þetta er ekki óalgengt hér, dómarinn myndi þá skrifa undir plagg sem segði að ég hefði afplánað mína refsingu í fylkinu og ég gæti þá fengið að fara heim.“ Erlent 26.8.2006 22:09
Þungavatnsverk-smiðja vígð í Íran Forseti Írans ætlar ekki að hætta við kjarnorkuáætlunina og segir að engri þjóð standi ógn af íranskri kjarnorku. Ísraelskur þingmaður segir þjóð sína þurfa að bregðast við kjarnorkutilburðum Írana. Erlent 26.8.2006 22:09
Vill 3 milljónir punda í bætur Lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hefur höfðað mál gegn bresku ríkisstjórninni vegna herts öryggiseftirlits eftir að upp komst um meint hryðjuverk sem fremja átti í háloftunum. Erlent 26.8.2006 22:09
Vopn gerð upptæk í borginni Lögreglan í Kólombó, höfuðborg Srí Lanka, fann í gær vopnabúr í húsi nálægt alþjóðaflugvelli borgarinnar. Sautján manns voru handteknir og segir lögreglan fólkið hafa haft árás í hyggju. Lagt var hald á átta handsprengjur, tvær stærri sprengjur, riffil og skotfæri. Erlent 26.8.2006 22:08
Klasasprengjur í íbúðahverfum Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðnum og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Erlent 26.8.2006 22:09
Hjálmhvelfing hrundi í eldi Mikill bruni varð í dómkirkjunni í Pétursborg í gær með þeim afleiðingum að hjálmhvelfing kirkjunnar hrundi í þessari fyrrum höfuðborg Rússlands. Eldurinn kviknaði í miðhvelfingu Kirkju heilagrar þrenningar og hrundi hvelfingin ásamt einni af fjórum minni hvelfingum. Erlent 26.8.2006 22:08
Líbönsk börn snúa aftur til Beirút Sextíu líbönsk börn voru flutt aftur í faðm fjölskyldna sinna í Beirút í dag eftir margra vikna fjarveru. Þau voru flutt á brott eftir að Ísraelsher fór að láta sprengjum rigna yfir suðurhluta landsins. Að vonum var um fagnaðarfundi að ræða. Erlent 26.8.2006 19:19
Óttinn við hryðjuverk í háloftunum eykst Nú berast nær daglega fréttir af því að flugvélum sé beint á aðra lendingarstaði en þeim voru upphaflega ætlaðir vegna þess að ótti um yfirvofandi hryðjuverk hefur vaknað. Yfirleitt hafa farþegar þá í vangá tekið bannaða hluti með sér í handfarangri eða hegðun farþega talin grunsamleg. Óttinn við hryðjuverk í háloftunum truflaði ferðir sjö flugvéla í Bandaríkjunum bæði í innanlands- og millilandaflugi í gær. Erlent 26.8.2006 19:16