Erlent Kjarnorkuáætlun Írana ekki ógn við neinu ríki Íransforseti segir kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar í landi ekki ógn við nokkuð ríki í heiminum, þar með talið Ísrael. Forsetinn vígði í dag þungvatnsverksmiðju sem mun styðja við kjarnorkuframleiðslu í landinu. Íranar hafa frest til fimmtudags til að hætta auðgun úrans, ellegar grípa vesturveldin til efnahagsþvingana eða beita Írana jafnvel valdi. Erlent 26.8.2006 19:08 Bandarískir hermenn valda skemmdum á mosku Töluverðar skemmdir urðu á mosku í írösku borginni Ramadi í gær þegar bandarískir hermenn skutu á hana. Til skotbardaga kom milli hermanna og herskárra andspyrnumanna sem héldu til í moskunni. Innlent 26.8.2006 16:43 Þrír í haldi vegna tilraunar til að sprengja upp lest Þýska lögreglan er með þriðja manninn í haldi tengslum við rannsókn á misheppnaðri sprengjuárás á tvær lestar í tveimur borgum Þýskalands fyrr í mánuðinum. Erlent 26.8.2006 16:14 Vopnahléssamkomulag undirritað í Úganda Stjórnvöld í Úganda og uppreisnarmenn í norður hluta landsins hafa undirritað vopnahléssamkomulag. Það var gert fyrr i dag en fulltrúar þessara stríðandi fylkinga hafa setið sáttafund í Suður-Súdan. Erlent 26.8.2006 14:31 Erlendir ríkisborgara fluttir frá Jaffna Rauði krossinn hefur byrjað að flytja erlenda ríkisborgarar frá Jaffna í norðurhluta Srí Lanka. Margir þeirra hafa verið innlyksa þar vegna átaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíltígra. Erlent 26.8.2006 14:24 Engin ógn af kjarnorkuáætlun segir Íransforseti Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, vígði í morgun verksmiðju þar sem þungavatns-kjarnaofnar verða notaðir sem hluti að kjarnorkuáætlun Írana. Forsetinn sagði þetta mikilvægan áfanga í áætluninni og lagði áherslu á að þjóðum heims, þar á meðal Ísrael, stafaði ekki ógn af kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran. Erlent 26.8.2006 11:59 Dýnamít í farangrinum Dýnamít og kveikiþræðir fundust í farangri bandarísks háskólanema sem var á leið með flugvél Continental flugfélagsins frá Argentínu til Texas í gær. Erlent 26.8.2006 11:56 Fresturinn liðinn Frestur sem mannræningar á Gaza-svæðinu hafa gefið bandarískum yfirvöldum til að láta palestínska fanga lausa, í skiptum fyrir tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku, rann út í morgun. Frétta- og myndatökumanni Fox var rænt í Gaza-borg 14. ágúst síðastliðinn en myndband af þeim var fyrst birt á miðvikudaginn. Erlent 26.8.2006 11:51 Hlutabréf í Sony lækka í verði vegna innköllunar Hlutabréf í Sony lækkuðu í verði í gær eftir að Apple tölvufyrirtækið innkallaði tæpar tvær milljónir fartölvurafhlaðna. Þetta er í annað sinn á tæpum hálfum mánuði sem það gerist en í síðustu viku innkallaði Dell tölvufyrirtækið rúmar fjórar milljónir rafhlaðna. Forsvarsmenn Sony eru sagðir eiga von á því að þurfa að greiða jafnvirði rúmra tíu milljarða króna vegna innköllunarinnar. Erlent 26.8.2006 10:09 Rannsókn á notkun klasasprengja Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar hvort Ísraelar hafi sprengt klasasprengjur í íbúðarhverfum í Líbanon meðan á átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða stóð þar fyrr í þessum mánuði. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja slíkar sprengjur liggja sem hráviði í rústum húsa, görðum og á götum úti í Suður-Líbanon. Erlent 26.8.2006 10:05 Hús Hamas-liða eyðilagt Ísraelsher gerði í nótt loftárás á heimili háttsetts liðsmanns Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu. Enginn mun hafa fallið í árásinni en tveir vegfarendur særðust lítillega. Erlent 26.8.2006 10:03 Töluverðar skemmdir á dómkirkjunni í Sánkti Pétursborg Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í gær. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum. Erlent 26.8.2006 09:58 Heillaður af Íslandi Fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada er á Íslandi. Hann segir samskipti Manitoba og Íslands mikilvæg enda margir íbúar Manitoba ættaðir frá Íslandi. Erlent 25.8.2006 21:38 Euan Blair á sjúkrahúsi Euan Blair, elsti sonur Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, var lagður inn á sjúkrahús vegna kvilla í maga í gær. Euan var í sumarfríi þegar hann veiktist, staddur á eynni Barbados í Karíbahafi ásamt fjölskyldu sinni. Erlent 25.8.2006 21:38 Of margir friðargæsluliðar Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að 15.000 friðargæsluliðar væru allt of margir fyrir Suður-Líbanon, en verið er að setja saman þann her manna samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt er 15.000 manna her Líbanons á svæðinu. Erlent 25.8.2006 21:38 Flóttamenn í haldi í Taílandi Taílenska lögreglan handtók á þriðjudag 175 norðurkóreska flóttamenn sem komið höfðu ólöglega til Taílands. Fólkinu verður þó ekki gert að snúa aftur heim, en enn er óljóst hvort það fái að vera áfram í Taílandi. Erlent 25.8.2006 21:38 Margir hafa misst heimili sín Rúmlega 200.000 manns frá norður- og austurhluta Srí Lanka hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka Tamílatígra og stjórnarhersins. Þetta er haft eftir stjórnanda Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, Jeff Taft-Dick, en hann óttast að fjöldi flóttamannanna tvöfaldist fyrir árslok. Erlent 25.8.2006 21:38 Fjórir ákærðir Fjórir ungir menn hafa verið ákærðir í Kaupmannahöfn vegna samsæris um að fremja hryðjuverk á ótilgreindum stað í Evrópu. Mennirnir eru á aldrinum sautján ára til tvítugs og allir múslimar. Erlent 25.8.2006 21:38 Kennsl borin á stúlkuna DNA próf hafa sannað að stúlkan sem fannst fyrr í þessari viku í Austurríki er Natascha Kampusch, stúlka sem hvarf fyrir átta árum síðan, þá tíu ára gömul. Maðurinn sem grunaður er um að hafa haft hana í haldi fyrirfór sér örfáum klukkustundum eftir að lögregla skarst í málið. Erlent 25.8.2006 21:38 Ísrael sakað um stríðsglæpi Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Ísraels um að hafa framið stríðsglæpi í nýloknu stríði við Hizbollah-samtökin í Líbanon. Segja talsmenn samtakanna að Ísraelsstjórn hafi brotið alþjóðalög þegar hún lét her sinn eyðileggja brýr, vegi og heimili almennings. Tala látinna óbreyttra borgara, víðtækar skemmdir og yfirlýsingar yfirmanna hersins "bendi til þess að eyðileggingin hafi verið vísvitandi og hluti af hernaðaráætlun". Erlent 25.8.2006 21:38 DNA-próf til staðfestingar Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan, sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag, sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós. Erlent 25.8.2006 23:02 Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg skemmist í eldi Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í dag. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Erlent 25.8.2006 22:51 ESB leggur til helming friðargæsluliðs Evrópusambandsríkin leggja til helming hermanna í fimmtán þúsund manna friðargæslulið sem verður sent til Líbanons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafn stórt lið líbanskra hermanna verður þar fyrir. Erlent 25.8.2006 22:48 Risasamruni á Ítalíu Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.8.2006 15:18 Staðfest með DNA-rannsóknum Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Erlent 25.8.2006 14:36 Olíuverð hækkaði um rúman dal Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda. Viðskipti erlent 25.8.2006 13:08 Ryanair gegn breska ríkinu Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum. Viðskipti erlent 25.8.2006 12:45 Óvanalegt tilboð Norska lögreglan fékk óvanalegt tilboð á dögunum, frá manni sem situr inni fyrir umfangsmikla ránstilraun þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Fanginn bauð þeim að vísa þeim á felustað tveggja frægustu málverka norskra málara, meðal annars ópsins eftir Munch. Erlent 25.8.2006 11:51 Utanríkisráðherrar ESB á neyðarfundi vegna friðargæslu Mikill þrýstingur er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem funda í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs í Líbanon. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að tilkynna síðar í dag hvaða þjóð muni leiða friðargæsluna. Erlent 25.8.2006 11:41 Eiturefnaúrgangur í Mangniu-ánni í Kína Skelkaðir íbúar í Norð-austur Kína flykktust í verslanir í gær til að kaupa vatnflöskur eftir að eiturefnaúrgangi hafði verið kastað í Mangniu-ána á mánudaginn. Erlent 25.8.2006 10:12 « ‹ 289 290 291 292 293 294 295 296 297 … 334 ›
Kjarnorkuáætlun Írana ekki ógn við neinu ríki Íransforseti segir kjarnorkuáætlun stjórnvalda þar í landi ekki ógn við nokkuð ríki í heiminum, þar með talið Ísrael. Forsetinn vígði í dag þungvatnsverksmiðju sem mun styðja við kjarnorkuframleiðslu í landinu. Íranar hafa frest til fimmtudags til að hætta auðgun úrans, ellegar grípa vesturveldin til efnahagsþvingana eða beita Írana jafnvel valdi. Erlent 26.8.2006 19:08
Bandarískir hermenn valda skemmdum á mosku Töluverðar skemmdir urðu á mosku í írösku borginni Ramadi í gær þegar bandarískir hermenn skutu á hana. Til skotbardaga kom milli hermanna og herskárra andspyrnumanna sem héldu til í moskunni. Innlent 26.8.2006 16:43
Þrír í haldi vegna tilraunar til að sprengja upp lest Þýska lögreglan er með þriðja manninn í haldi tengslum við rannsókn á misheppnaðri sprengjuárás á tvær lestar í tveimur borgum Þýskalands fyrr í mánuðinum. Erlent 26.8.2006 16:14
Vopnahléssamkomulag undirritað í Úganda Stjórnvöld í Úganda og uppreisnarmenn í norður hluta landsins hafa undirritað vopnahléssamkomulag. Það var gert fyrr i dag en fulltrúar þessara stríðandi fylkinga hafa setið sáttafund í Suður-Súdan. Erlent 26.8.2006 14:31
Erlendir ríkisborgara fluttir frá Jaffna Rauði krossinn hefur byrjað að flytja erlenda ríkisborgarar frá Jaffna í norðurhluta Srí Lanka. Margir þeirra hafa verið innlyksa þar vegna átaka milli stjórnarhersins og skæruliða Tamíltígra. Erlent 26.8.2006 14:24
Engin ógn af kjarnorkuáætlun segir Íransforseti Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, vígði í morgun verksmiðju þar sem þungavatns-kjarnaofnar verða notaðir sem hluti að kjarnorkuáætlun Írana. Forsetinn sagði þetta mikilvægan áfanga í áætluninni og lagði áherslu á að þjóðum heims, þar á meðal Ísrael, stafaði ekki ógn af kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran. Erlent 26.8.2006 11:59
Dýnamít í farangrinum Dýnamít og kveikiþræðir fundust í farangri bandarísks háskólanema sem var á leið með flugvél Continental flugfélagsins frá Argentínu til Texas í gær. Erlent 26.8.2006 11:56
Fresturinn liðinn Frestur sem mannræningar á Gaza-svæðinu hafa gefið bandarískum yfirvöldum til að láta palestínska fanga lausa, í skiptum fyrir tvo starfsmenn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku, rann út í morgun. Frétta- og myndatökumanni Fox var rænt í Gaza-borg 14. ágúst síðastliðinn en myndband af þeim var fyrst birt á miðvikudaginn. Erlent 26.8.2006 11:51
Hlutabréf í Sony lækka í verði vegna innköllunar Hlutabréf í Sony lækkuðu í verði í gær eftir að Apple tölvufyrirtækið innkallaði tæpar tvær milljónir fartölvurafhlaðna. Þetta er í annað sinn á tæpum hálfum mánuði sem það gerist en í síðustu viku innkallaði Dell tölvufyrirtækið rúmar fjórar milljónir rafhlaðna. Forsvarsmenn Sony eru sagðir eiga von á því að þurfa að greiða jafnvirði rúmra tíu milljarða króna vegna innköllunarinnar. Erlent 26.8.2006 10:09
Rannsókn á notkun klasasprengja Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar hvort Ísraelar hafi sprengt klasasprengjur í íbúðarhverfum í Líbanon meðan á átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða stóð þar fyrr í þessum mánuði. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna segja slíkar sprengjur liggja sem hráviði í rústum húsa, görðum og á götum úti í Suður-Líbanon. Erlent 26.8.2006 10:05
Hús Hamas-liða eyðilagt Ísraelsher gerði í nótt loftárás á heimili háttsetts liðsmanns Hamas-samtakanna á Gaza-svæðinu. Enginn mun hafa fallið í árásinni en tveir vegfarendur særðust lítillega. Erlent 26.8.2006 10:03
Töluverðar skemmdir á dómkirkjunni í Sánkti Pétursborg Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í gær. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi týnt lífi eða slasast í eldinum. Erlent 26.8.2006 09:58
Heillaður af Íslandi Fylkisstjóri Manitobafylkis í Kanada er á Íslandi. Hann segir samskipti Manitoba og Íslands mikilvæg enda margir íbúar Manitoba ættaðir frá Íslandi. Erlent 25.8.2006 21:38
Euan Blair á sjúkrahúsi Euan Blair, elsti sonur Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, var lagður inn á sjúkrahús vegna kvilla í maga í gær. Euan var í sumarfríi þegar hann veiktist, staddur á eynni Barbados í Karíbahafi ásamt fjölskyldu sinni. Erlent 25.8.2006 21:38
Of margir friðargæsluliðar Jacques Chirac Frakklandsforseti lýsti því yfir í gær að 15.000 friðargæsluliðar væru allt of margir fyrir Suður-Líbanon, en verið er að setja saman þann her manna samkvæmt samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Jafnframt er 15.000 manna her Líbanons á svæðinu. Erlent 25.8.2006 21:38
Flóttamenn í haldi í Taílandi Taílenska lögreglan handtók á þriðjudag 175 norðurkóreska flóttamenn sem komið höfðu ólöglega til Taílands. Fólkinu verður þó ekki gert að snúa aftur heim, en enn er óljóst hvort það fái að vera áfram í Taílandi. Erlent 25.8.2006 21:38
Margir hafa misst heimili sín Rúmlega 200.000 manns frá norður- og austurhluta Srí Lanka hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átaka Tamílatígra og stjórnarhersins. Þetta er haft eftir stjórnanda Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, Jeff Taft-Dick, en hann óttast að fjöldi flóttamannanna tvöfaldist fyrir árslok. Erlent 25.8.2006 21:38
Fjórir ákærðir Fjórir ungir menn hafa verið ákærðir í Kaupmannahöfn vegna samsæris um að fremja hryðjuverk á ótilgreindum stað í Evrópu. Mennirnir eru á aldrinum sautján ára til tvítugs og allir múslimar. Erlent 25.8.2006 21:38
Kennsl borin á stúlkuna DNA próf hafa sannað að stúlkan sem fannst fyrr í þessari viku í Austurríki er Natascha Kampusch, stúlka sem hvarf fyrir átta árum síðan, þá tíu ára gömul. Maðurinn sem grunaður er um að hafa haft hana í haldi fyrirfór sér örfáum klukkustundum eftir að lögregla skarst í málið. Erlent 25.8.2006 21:38
Ísrael sakað um stríðsglæpi Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa sakað ríkisstjórn Ísraels um að hafa framið stríðsglæpi í nýloknu stríði við Hizbollah-samtökin í Líbanon. Segja talsmenn samtakanna að Ísraelsstjórn hafi brotið alþjóðalög þegar hún lét her sinn eyðileggja brýr, vegi og heimili almennings. Tala látinna óbreyttra borgara, víðtækar skemmdir og yfirlýsingar yfirmanna hersins "bendi til þess að eyðileggingin hafi verið vísvitandi og hluti af hernaðaráætlun". Erlent 25.8.2006 21:38
DNA-próf til staðfestingar Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan, sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag, sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Niðurstöður úr DNA-prófi hafa leitt það í ljós. Erlent 25.8.2006 23:02
Dómkirkjan í Sánkti Pétursborg skemmist í eldi Töluverðar skemmdir urðu á þaki dómkirkjunnar í Sánkti Pétursborg í Rússlandi þegar eldur kviknaði í henni í dag. Þakhvelfing kirkjunnar hrundi en við það þustu klekar af stað til að bjarga verðmætum helgimyndum. Erlent 25.8.2006 22:51
ESB leggur til helming friðargæsluliðs Evrópusambandsríkin leggja til helming hermanna í fimmtán þúsund manna friðargæslulið sem verður sent til Líbanons á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jafn stórt lið líbanskra hermanna verður þar fyrir. Erlent 25.8.2006 22:48
Risasamruni á Ítalíu Hluthafar ítölsku bankanna Banca Intesa og Sanpaolo hafa samþykkt samruna tveggja af stærstu bönkum landsins. Með samrunanum verður til stærsti banki Ítalíu og 10. stærsti banki í Evrópu með markaðsvirði uppá 55 milljarða evrur, jafnvirði rúmlega 4.900 milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 25.8.2006 15:18
Staðfest með DNA-rannsóknum Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum. Erlent 25.8.2006 14:36
Olíuverð hækkaði um rúman dal Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda. Viðskipti erlent 25.8.2006 13:08
Ryanair gegn breska ríkinu Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að höfða mál gegn breska ríkinu og krefjast 3,3 milljóna punda, jafnvirði 438 milljóna íslenskra króna, í skaðabætur vegna tafa á flugleiðum og óþæginda fyrir farþega vegna hertra flugöryggisreglna sem koma á í veg fyrir hryðjuverk í flugvélum. Viðskipti erlent 25.8.2006 12:45
Óvanalegt tilboð Norska lögreglan fékk óvanalegt tilboð á dögunum, frá manni sem situr inni fyrir umfangsmikla ránstilraun þar sem einn lögreglumaður lét lífið. Fanginn bauð þeim að vísa þeim á felustað tveggja frægustu málverka norskra málara, meðal annars ópsins eftir Munch. Erlent 25.8.2006 11:51
Utanríkisráðherrar ESB á neyðarfundi vegna friðargæslu Mikill þrýstingur er á utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna sem funda í dag til að ræða hver eigi að leggja til friðargæsluliðs í Líbanon. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar að tilkynna síðar í dag hvaða þjóð muni leiða friðargæsluna. Erlent 25.8.2006 11:41
Eiturefnaúrgangur í Mangniu-ánni í Kína Skelkaðir íbúar í Norð-austur Kína flykktust í verslanir í gær til að kaupa vatnflöskur eftir að eiturefnaúrgangi hafði verið kastað í Mangniu-ána á mánudaginn. Erlent 25.8.2006 10:12