
Erlent

Plánetum sólkerfisins gæti fjölgað úr níu í tólf
Plánetum sólkerfisins fjölgar úr níu í tólf á næstunni ef stjörnufræðingar ákveða að víkka út skilgreininguna á fyrirbærinu á þingi sínu í Prag. Málið er umdeilt þar sem búast má við að fjöldi reikistjarna muni margfaldast í kjölfarið.
Bandarísk flugvél látin lenda vegna óróa um borð
Vél United flugfélagsins bandaríska sem var á leið til Washington frá Lundúnum var látin lenda í Boston í dag vegna óróa um borð í vélinni.
Olía í sjóinn eftir loftárás Ísraela
Fimmtán þúsund tonn af olíu hafa lekið í sjóinn undan ströndum Líbanons eftir að Ísraelsher gerði loftárá á bæinn Byblos, sem stendur um þrjátíu og fimm kílómetrum norður af Beirút.

Olía lækkar í verði
Hráolíuverð lækkaði nokkuð á helstu mörkuðum í dag í kjölfar fregna frá bandaríska orkumálaráðuneytinu þess efnis að þótt olíubirgðir hefðu dregist saman á milli vikna þá væru þær nokkuð yfir meðallagi.
Stýrivextir hækka í Noregi
Seðlabanki Noregs ákvað að hækka stýrivexti sína um 25 punkta í dag og munu stýrivextir í landinu standa í 3 prósentum eftir breytinguna sem tekur gildi á morgun. Stefnt er að því að halda stýrivöxtum í 2,5 prósentum næstu tvö árin og því eru líkur á frekari stýrivaxtahækkunum á næstunni í Noregi.

Minni hagnaður hjá Estée Lauder
Bandaríski snyrtivöruframleiðandinn Estée Lauder skilaði minni hagnaði en spáð hafði verið á öðrum ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 49,1 milljón bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3,4 milljarða íslenskra króna, en það er 17,8 milljónum dölum minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári.

Meira en 10 þúsund töskur í óskilum hjá British Airways
Yfir 10 þúsund töskur sem farþegar breska flugfélagsins British Airways hafa innritað á síðustu dögum hafa ekki skilað sér aftur til eigendanna. Flugfélagið segir töskurnar bíða í hrúgum á breskum flugvöllum og hyggst nú höfða skaðabótamál á hendur rekstraraðila stærstu flugvallanna, því auk þessa hafi flugfélagið þurft að aflýsa yfir 700 flugum síðan hertar öryggisreglur tóku gildi síðastliðinn fimmtudag. Rekstraraðili þriggja stærstu flugvalla í Bretlandi, þar með talið Heathrow, segir stöðuna sem upp er komin nú fordæmislausa og því ekki hægt að ætlast til að fyrirtækið sé undir hana búið.

Gengi Sony lækkar
Gengi hlutabréfa í japanska hátæknifyrirtækinu Sony lækkaði um 2 prósentustig á markaði í gær og í fyrradag í kjölfar þess að bandaríski tölvuframleiðandinn Dell ákvað að innkalla rúmlega fjórar milljónir rafhlaða fyrir fartölvur á heimsvísu.

Þúsundir aðdáanda Elvis minnast 29 ára ártíðar hans
Þúsundir aðdáenda sönghetjunnar Elvis Presley komu hvaðanæva að úr heiminum í gærkvöld til að minnast 29 ára ártíðar söngvarans á heimili hans í Graceland í Tennessee. Fyrstu aðdáendurnir komu til Graceland-setursins um kvöldmatarleytið á mánudagskvöld og stóðu í röð til að bíða eftir kertaathöfninni. Fyrir marga er nokkurs konar pílagrímsferð til heiðurs kónginum sem sumir trúa þó ekki að sé látinn en samkvæmt opinberum skjölum lést hann af hjartaslagi og ofnotkun læknadóps þann 16. ágúst árið 1977.
Fjórum erlendum starfsmönnum rænt í Nígeríu
Fjórum erlendum starfsmönnum olíufélags í Nígeríu var sleppt úr haldi mannræningja í dag. Þeim var rænt af skipi fyrir tæpri viku. Tveir þeirra eru frá Noregi og tveir frá Úkraínu.

Vonast til að senda fleiri friðargæsluliða til Líbanon
Vonast er til að hægt verði að senda allt að þrjú þúsund og fimm hundruð friðargæsluliða á vegum Sameinuðu þjóðanna til Líbanon á næstu tíu til fimmtán dögum.

Koizumi ögrar nágrönnunum
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hefur enn einu sinni reitt nágranna sína í Kína og Kóreu til reiði með því að heimsækja helgidóm þar sem japanskar stríðshetjur eru vegsamaðar.

Segir stefnu BNA hafa beðið skipbrot
Viðurstyggð eyðileggingarinnar mætti líbönskum flóttamönnum þegar þeir sneru til síns heima í morgun. Víða stendur ekki steinn yfir steini og margir hafa misst allt sitt. Forseti Sýrlands segir stefnu Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum hafa beðið skipbrot í ljósi átaka undanfarins mánaðar.

Reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga
Tveir fulltrúar frá bandarísku fréttastöðinni Fox komu á Gaza-svæðið í dag til að reyna að tryggja lausn tveggja starfsfélaga sinna sem byssumenn rændu í gær.
Grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk
Svo gæti farið að yfirvöld í Pakistan framselji Breta sem er í haldi þar í landi, grunaður um að hafa átt þátt í að leggja á ráðin um að sprengja í loft upp farþegaflugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna.

Hagnaður Wal-Mart minni en vænst var
Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart á öðrum ársfjórðungi nam tæpum 2,1 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 148 milljarða íslenskra króna. Þetta er 720 milljónum dölum minna en á sama tíma fyrir ári og í fyrsta sinn í áratug sem hagnaður verslanakeðjunnar dregst saman á milli ára.

Ariel Sharon hrakar
Heilsa Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, fer enn versnandi samkvæmt læknum á sjúkrahúsinu þar sem hann dvelur. Sharon hefur verið í dái í átta mánuði eftir að hann fékk alvarlegt heilablóðfall í byrjun árs.

60 börn létu lifið á Sri Lanka
Uppreisnarmenn Tamíl-Tígra á Srí Lanka saka stjórnarherinn um fjöldamorð á börnum í árás á munaðarleysingjahæli í gær. Allt bendir til að vopnahlé milli Tamíl-Tígranna og Stjórnarhersins, sem tók gildi fyrir fjórum árum, sé farið út um þúfur.

Þúsundir Líbana snúa heim
Vopnahléið í Líbanon er talið ákaflega viðkvæmt en hefur þó haldið frá því það tók gildi í gærmorgun. Þúsundir Líbana flykkjast nú aftur til síns heima. Hassan Nasrallah leiðtogi Hizbollah og Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels segja hvor fyrir sig að vopnahléið sé sigur fyrir sinn málstað.
Dell aftur kallar fjórir milljónir fartölvurafhlaðna
Stærsti tölvuframleiðandi í heimi, Dell, hyggst innkalla ríflega fjórar milljónir fartölvurafhlaðna vegna hættu á að það kvikni í þeim. Greint er frá því á fréttavef BBC að Dell sé kunnugt um sex tilvik þar sem slíkar rafhlöður ofhitnuðu og eldur kom upp, en þess má geta að Sony framleiðir rafhlöðurnar fyrir Dell.

Segir Hizbollah hafa unnið sögulegan sigur
Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær að skæruliðar hefðu unnið herfræðilegan og sögulegan sigur á Ísrael, en eins og kunnugt er gekk vopnahlé milli Ísraelsmanna og samtakanna í gildi fyrir sólarhring.
Starfsmönnum Fox rænt
Palestínskir byssumenn rændu í dag tveimur fréttamönnum bandarísku fréttastöðvarinnar Fox News á Gaza-svæðinu. Að sögn Palestínumanns, sem hafði unnið með mönnunum, er annar þeirra bandarískur en þjóðerni hins hefur ekki fengist uppgefið. Fox fréttastöðin segir ekki vitað hverjir rændu þeim en unnið að því að tryggja lausn þeirra.

Heilsu Sharons hrakar
Líðan Ariels Sharons, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, hefur versnað til muna að sögn lækna á sjúkrahúsi þar sem hann dvelur nú. Sharon, sem er sjötíu og átta ára, hefur verið í dauðadái síðan 4. janúar síðastliðinn þegar hann fékk alvarlegt heilablóðfall. Hann hefur gengist undir fjölmargar aðgerðir síðan þá. Læknar segja heilastarfsemi hans hafa hrakað töluvert auk þess sem röntgenmyndir sýni sýkingu í lungum. Læknar segja of snemmt að segja til um hvort líf forsætisráðherrans fyrrverandi sé í hættu vegna þessa. Í síðasta mánuði var Sharon fluttur í skyndi á bráðadeild þar sem hann þurfti að fara í nýrnavél þar sem nýru hans voru að gefa sig. Það var þá sem læknar veittu því athygli að heilastarfsemi hans hafi hrakað, en það fékkst svo staðfest í dag.

Leiðtogi Hizbollah lýsir yfir sögulegum sigri
Leiðtogi Hizbollah segir samtökin hafa unnið sögulegan sigur í baráttu sinni við Ísraela. Í ávarpi sem sjónvarpað var hálfum sólahring eftir að vopnahlé tók gildi sagði hann ótímabært að ræða um að afvopna liðsmenn Hizbollah.

Koizumi heimsækir umdeildan helgidóm
Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar í pílagrímsför að Yasukuni-helgidómum í Tókýó á morgun. Helgidómurinn er til minnis um þá Japana sem fallið hafa í styrjöldum, þar á meðal dæmda stríðsglæpamenn. Kínverjar og Suður-Kóreumenn líta svo á að helgidómurinn sé tákn um herveldisstefnu Japana á árum áður og því má búast við að heimsókn Koizumis þangað verði umdeild. Forsætisráðherrann lætur af embætti í næsta mánuði og var búist við að hann myndi heimsækja helgidóminn þann fimmtánda ágúst en þá verða liðin sextíu og eitt ár frá því að Japanar gáfust upp í síðari heimsstyrjöldinni.

Myndirnar af tungllendingunni týndar
Skjalaverðir í gagnasöfnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar leita nú logandi ljósi að upprunalegu myndunum af lendingu Apollo ellefta á tunglinu.

Öryggisreglur gilda um alla flugfarþega
Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að þær kröfur sem gerðar hafa verið til flugfarþega á leið til Bretlands og Bandaríkjanna gildi nú um alla farþega þar til annað verður ákveðið. Yfirvöld í Bretlandi hafa lækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna hryðjuverkahættu.

Byssurnar þagnaðar
Vopnahlé Ísraelshers og Hizbollah-skæruliða gekk í gildi klukkan fimm í morgun og eftir því sem næst verður komist ríkti að mestu ró og friður á átakasvæðunum í dag.

Mannskæð sprengjuárás á Srí Lanka
Að minnsta kosti sjö létu lífð og tíu særðust þegar sprengja sprakk um borð í vélknúnum léttivagni í Colombo, höfuðborg Srí Lanka, í dag. Sendiherra Pakistana í landinu slapp ómeiddur úr árásinni en talið er að hún hafi beinst gegn honum.

Barist við skógarelda á Spáni
Svo virðist sem slökkviliðsmenn á norð vestur Spáni séu að ná tökum á skógareldum sem þar hafa logað í u.þ.b. viku. Enn logar þá á 40 stöðum. Fjórir hafa farist í eldunum.