Erlent

Gjald á auka handfarangur í flugi
Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að krefja farþega um aukagjald ef þeir hafa með sér meira en eina tösku í handfarangur.

Norræni kvikmyndasjóðurinn stækkar
Fjármögnunarmöguleikar norrænna kvikmyndafyrirtækja aukast nú til muna þegar tvær einkareknar sjónvarpsstöðvar ganga til liðs við Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðinn.

Bandaríkjamenn óttast íranska eldflaug
Bandaríkjamenn eru nokkuð órólegir vegna eldflaugar sem Íranar skutu á loft í dag. Íranar segja að þeir ætli að nota flaugina til þess að skjóta á loft gervihnöttum.

Hinn týndi floti Hitlers fundinn
Þrír þýskir kafbátar úr síðari heimsstyrjöldinni eru fundnir á botni Svartahafs. Kafbátarnir tilheyrðu flotadeild sex kafbáta sem voru fluttir meira en 3000 kílómetra landleiðina frá Þýskalandi, til þess að herja á rússnesk skip á Svartahafi.

Fimm dýrustu bílar í heimi
Tímaritið Forbes hefur birt lista yfir fimm dýrustu bíla heimsins. Enginn nýr bíll er á þeim lista, heldur aðeins gamlir eðalvagnar sem hafa selst fyrir metfé á uppboðum.

Grænfriðungar loka fiskborði í stórmarkaði
Grænfriðungar lokuðu um helgina fiskborðinu í stórmarkaðinum SuperBest á Eystribrú í Danmörku til þess að mótmæla ofveiði á fiski.

Vilja gera út hryðjuverkamenn frá Noregi
Islamskir öfgamenn í Noregi eru farnir að reyna að fá unga múslima til þess að heyja heilagt stríð í öðrum löndum.

Bandaríkjamenn flýja til Mexíkó
Mexíkóskir tannlæknar streyma nú til bæja í grennd við Bandarísku landamærin til þess að þjónusta Bandaríkjamenn sem streyma þar yfir til þess að fá ódýrari þjónustu en í heimalandinu.

Myrti barn sitt í örbylgjuofni
Tuttugu og sjö ára gömul bandarísk kona hefur viðurkennt að hafa myrt barn sitt í örbylgjuofni. Hún var drukkin þegar þetta gerðist.

Þjóðverjar neita að fara á bardagasvæði í Afganistan
Þjóðverjar synjuðu í dag beiðni Bandaríkjamanna um að senda hermenn til hættulegra svæða í Suður-Afganistan.

Microsoft vill kaupa Yahoo
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft er sagður hafa lagt fram tilboð í netveituna Yahoo upp á 44,6 milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 2.890 milljarða íslenskra króna, að því er breska ríkisútvarpið hermir.

Fjöldauppsagnir hjá Ericsson
Sænski fjarskiptarisinn Ericsson ætlar að segja upp 4000 manns eftir að hagnaður á fjórða ársfjórðungi reyndist ekki nema 7,6 milljarðar sænskra króna.

Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur
Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan.

Stálu pörtum af 244 líkum
Hjúkrunarfræðingur í Bandaríkjunum hefur játað að hafa stolið líkamshlutum af 244 líkum. Lee Cruceta tók einnig þátt í að falsa pappíra til þess að hægt væri að selja þessa líkamshluta til nota í sjúklingum. Sumir líkamshlutanna voru sýktir.

Ekki okkur að kenna -OPEC
Ólíklegt er talið að OPEC fallist á kröfur viðskiptavina sinna um að auka olíuframleiðslu til þess að lækka verðið. OPEC ríkin funda á morgun.

Danske Bank græddi á tá og fingri
Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta.

ESB vill selja meira lambakjöt
Þau ríki Evrópusambandsins sem mest framleiða af lambakjöti vilja fá peninga frá sambandinu til þess að auglýsa vöru sína.

Verðbólga í hæstu hæðum á evrusvæðinu
Verðbólga mælist 3,2 prósent á evrusvæðinu í þessum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Verðbólga hefur aldrei verið meiri en nú og er hætt á stöðnun á evrusvæðinu, að sögn markaðsaðila.

Metafkoma hjá OMX-samstæðunni
OMX-samstæðan, sem meðal annars á Kauphöll Íslands, hagnaðist um 986 milljónum sænskra króna á síðasta ári samanborið við 911 milljónir króna í hitteðfyrra. Þetta jafngildir 10,1 milljarði íslenskra króna en afkoman hefur aldrei verið betri. Það af nam hagnaðurinn á fjórða ársfjórðungi 225 milljónir sænskra króna á fjórða ársfjórðungi.

Stýrivextir lækkaðir í Bandaríkjunum
Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig í dag og standa vextirnir nú í þremur prósentum. Þetta er í takt við spár markaðsaðila.

Flugmaður trylltist í 30 þúsund fetum
Farþegum í einni af flugvélum Air Canada var brugðið þegar aðstoðarflugmaðurinn var dreginn út úr flugstjórnarklefanum hrópandi hástöfum á Guð.

Mætti með exi á NATO fund
Nýr fulltrúi Rússlands hjá Atlantshafsbandalaginu er þekktur fyrir að vera harðskeyttur þjóðernissinni. Hann hafði líka með sér exi þegar hann kom til fyrsta formlega NATO fundar síns í dag.

90 milljóna sekt fyrir beran bossa
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið sektuð um 90 milljónir vegna þess að ber afturendi á konu sást í sjónvarpsþætti sem hún framleiðir.

Edwards hættur við forsetaframboð
John Edwards hefur hætt við forsetaframboð sitt. Þá eru aðeins eftir þau Hillary Clinton og Barack Obama sem keppa um útnefningu demokrataflokksins fyrir forsetakosningarnar.

Hagvöxtur með minnsta móti í Bandaríkjunum
Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs í Bandaríkjunum. Til samanburðar var hagvöxtur 4,9 prósent á þriðja ársfjórðungi.

Hamas fá ekki landamæravörslu
Mahmoud Abbas forseti Palestínumanna synjaði í dag kröfum Hamas samtakanna um yfirráð fyrir landamærum Gaza strandarinnar að Egyptalandi.

Indverjar reyna að bjarga tígrum sínum
Indverjar ætla að verja sem svarar einum milljarði króna á næstu fimm árum til þess að bjarga tígrisdýrastofni sínum.

Seðlabankastjórinn heldur sæti sínu
Breska fjármálaráðuneytið hefur framlengt ráðningu Mervyn Kings, seðlabankastjóra Englandsbanka, til næstu fimm ára. Ráðningartímabil hans rennur út í júní í sumar og hafa gagnrýnendur þrýst á að nýr maður taki við skútunni.

FBI rannsakar undirmálslánamarkaðinn
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar fjórtán þarlend fasteignalánafyrirtæki og banka í samvinnu við bandaríska fjármálaeftirlitið. Fyrirtækin tengjast öll undirmálslánakreppunni sem hrjáð hefur alþjóðlega markaði.

Skerum af honum höfuðið eins og svíni
Breskur múslimi hefur játað að hafa lagt á ráðin um að ræna öðrum múslima, sem var í breska hernum.