Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Formaður VR telur sig geta náð betri samningi við Samtök atvinnulífsins með því að slíta félagið frá samstarfi við Breiðfylkingu stéttarfélaga. Það gerði hann í dag vegna ágreinings innan fylkingarinnar um forsenduákvæði sem snýr að verðbólgu. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kalt vatn byrjaði að streyma á ný í Grindavíkurhöfn eftir langt hlé í dag, þar sem var líf og fjör við löndun. Kortlagning á sprungum stendur enn sem hæst; einn þeirra sem vinnur að úttekt í bænum segir að verið sé að bjóða hættunni heim með því að hleypa íbúum og starfsfólki inn í Grindavík. Svæðið sé enn ótryggt og kanna þurfi sprungur mun betur.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag þegar atvinnustarfsemi hófst á ný eftir langt hlé. Á sama tíma er Grindavík enn nær alveg vatnslaus en vonir standa til að köldu vatni verði komið á bæinn á morgun. Við ræðum við formann Verkalýðsfélags Grindavíkur í myndveri, sem segir glórulaust að opna bæinn á þessu stigi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Skilyrði fyrir alþjóðlegri vernd verða þrengd og móttökumiðstöð fyrir flóttamenn stofnuð. Þetta er hluti af nýrri stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum sem miðar að því að fækka umsækjendum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Grindvíkingar mega frá og með morgundeginum dvelja allan sólarhringinn í bænum en verða þar á eigin ábyrgð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann bæjarráðs um þessa breytingu, við verðum í beinni frá íbúafundi og heyrum í Magnúsi Tuma Guðmundssyni um mögulegar hættur í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum allsstaðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra til þess að flytja hana heim. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda Alexei Navalní, sem lést í gær, krefst þess að fá lík hans afhent. Blóm, kerti og aðrir minnisvarðar um Navalní voru fjarlægðir í Rússlandi í gær og hundrað mótmælendur handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Andlát rússneska andófsmannsins Alexei Navalní hefur vakið hörð viðbrögð og þjóðarleiðtogar kalla eftir skýringum frá Rússum. Utanríkisráðherra Íslands segir Rússlandsforseta bera ábyrgð á dauða hans.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Slökkvilið berst nú við eldsvoða á horni Fellsmúla og Grensásvegar. Um talsverðan eld er að ræða og allt tiltækt slökkvilið er á svæðinu. Við verðum í beinni frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fyrirtækjum í Grindavík er að blæða út vegna andvaraleysis stjórnvalda að sögn forsvarsmanna tæplega hundrað og fimmtíu fyrirtækja í bænum. Kallað er eftir auknu aðgengi, skýrarisvörum og samráði. Eigi Grindavík að lifa áfram sem bæjarfélag þurfi að halda atvinnulífinu gangandi.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Jörð virðist halda áfram að gliðna í Grindavík að mati björgunarsveitarmanns sem biðlar til íbúa að sýna ítrustu varúð. Ung hjón segja erfitt að selja ríkinu húsið sitt og vilja helst flytja aftur í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Heitt vatn streymir að nýju á hús á Suðurnesjum en ný heitavatnslögn frá Svartsengi var tekin í notkun í morgun. Við verðum í beinni frá Reykjanesi í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Reykjanesbæjar um stöðuna. Þá skoðum við nýju lögnina í fylgd með forsætisráðherra og forstjóra HS Orku sem segja að enn sé margt óunnið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir manna vinna allan sólarhringinn við varasamar aðstæður að nýrri hjáveitulögn á Reykjanesi. Þá var vinnuvegur lagður í nótt ofan á heitt hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu viku. Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri fer yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nóg er af rafmagni á Suðurnesjum að sögn forstjóra HS Veitna og geta stofnanir og fyrirtæki haldið áfram starfsemi sinni og bætt rafmagnsofnum við sig. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna á sjötta tímanum. Leggja á nýja heitavatnslögn frá Svartsengi og eru framkvæmdir þegar hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Breiðfylking verkalýðsfélaga sleit kjarasamningsviðræðum við Samtök atvinnulífsins á sjötta tímanum. Við förum yfir málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Enn gýs í grennd við Grindavík og hefur neyðarstigi verið lýst yfir á Suðurnesjum vegna heitavatnsskorts. Ástæðan er skemmdir á heitavatnslögn af völdum hraunrennslis.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Seðlabankinn tók meðvitaða ákvörðun um að hækka raunvexti með því að halda meginvöxtum sínum óbreyttum á sama tíma og verðbólga minnkar. Í kvöldfréttum verður farið yfir hvaða áhrif þetta hefur á heimilin og Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ bregst við í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við inn í Grindavík í fyrsta sinn í nokkrar vikur og sjáum myndir af skemmdum og sprungum í bænum. Þá kemur fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands í myndver og ræðir stöðuna á Reykjanesi en auknar líkur eru taldar á eldgosi á jafnvel næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Við heyrum hljóðið í Grindvíkingum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu til þess hvort dvalarleyfishafar á Gazasvæðinu fái aðstoð við að komast til landsins. Dómsmálaráðherra segist standa við fullyrðingar um að Ísland fari að fordæmi Norðurlandannna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Konan sem er í haldi í tengslum við andlát sex ára drengs í Kópavogi er móðir hans og grunuð um að hafa orðið barni sínu að bana. Eldra barn konunnar var á leið í skólann þegar lögreglu bar að garði og er nú í úrræði á vegum barnaverndar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við Grím Grímsson yfirlögregluþjón um rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona um fimmtugt var í gærkvöld úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti sex ára drengs í Kópavogi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kona er í haldi eftir að sex ára gamalt barn fannst látið á heimili sínu í Kópavogi. Rannsókn er á frumstigi en lögreglu barst tilkynning um málið snemma í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gasa segir ástandið vægast sagt slæmt. Þúsundir mikið særðra leiti til spítalans á hverjum degi og hafist við á spítalalóðinni. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst marga fjölskyldumeðlimi og jafnvel alla fjölskyldu sína.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð en áður og mikilvægt sé að hefja vinnu við að efla varnir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Frá og með morgundeginum verður Grindvíkingum hleypt inn á heimili sín í hollum. Ekkert kalt vatn er á bænum og hitaveita verulega löskuð, þannig að kalt er í húsum. Við sýnum frá upplýsingafundi almannavarna og ræðum við Grindvíking í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Palestínskur maður segir bráðabirgðaúrskurð Alþjóðadómstólsins vekja sér von í brjósti um að stríðsátökum á Gasa linni. Hann segir stuðning við málstað palestínsku þjóðarinnar fara vaxandi hér á landi, og kallar eftir því að stjórnvöld hlusti. Bashar Murad, sem keppir í Söngvakeppni sjónvarpsins, kom fram á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ísrael þarf að gera meira til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara á Gasasvæðinu og tryggja mannúðaraðstoð. Þetta kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Ísraelsher er þó ekki gert að hætta árásum á svæðinu. Við rýnum í stöðuna með sérfræðingi í beinni útsendingu.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Land hefur risið hraðar í Svartsengi síðustu daga en fyrir eldgosið við Grindavík fjórtánda janúar. Veðurstofan telur að svipuð kvikusöfnun og fyrir gos muni nást innan nokkurra daga. Hættumat fyrir svæðið var þó fært niður um eitt stig síðdegis í dag.

Innlent