Innlent

Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Plastprenti

Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Minna tap hjá Icelandic Group

Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útgáfu Fjármálatíðinda Seðlabankans hætt

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hætta útgáfu tímarits bankans, Fjármálatíðinda. Síðasta hefti þeirra verður gefið út í ár og lýkur þá meira en fimmtíu ára sögu Fjármálatíðinda. Í upphafi var markmið ritsins að birta aðgengilegar upplýsingar og greinar um innlend efnahagsmál og ritgerðir og umræður um hagfræðileg málefni.

Innlent
Fréttamynd

MS-félagið fékk 20 milljóna styrk

MS-félagið tók í dag við 20 milljóna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, en styrkinn á að nýta í viðbyggingu við MS-heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Laun stjórnarmanna hækkuð

Stóru bankarnir og fjármálafyrirtækin samþykktu eitt af öðru á nýafstöðnum aðalfundum sínum, að tvö- til þrefalda þóknun stjórnarformanna og stjórnarmanna sinna. Algeng mánaðarlaun fyrir að sitja einn fund í mánuði geta numið 350 þúsund krónum.

Innlent
Fréttamynd

Danir styrkja dönskukennslu á Íslandi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag, 1. mars 2007, samning milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn nær til fimm ára, frá 1. ágúst 2007 - 31. júlí 2011. Fjárveitingar Dana til þessa fimm ára verkefnis nema um 30 milljónum íslenskra króna árlega en fjárframlag Íslendinga 6 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Vinsælasti bloggarinn bloggar á Vísi

Nýtt bloggsvæði leit dagsins ljós á Vísi í dag. Meðal þeirra sem blogga þar er Steingrímur Sævarr Ólafsson, vinsælasti bloggari landsins, sem hingað til hefur bloggað á mbl.is. Rúmlega 26 þúsund manns lesa bloggsíðu hans í viku hverri.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör

Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkar og lækkar

Verð á hlutabréfum í Evrópu hefur hækkað nokkuð þrátt fyrir verðlækkanir á mörkuðum í Asíu í morgun, þriðja daginn í röð. Verð á hlutabréfum lækkuðu í Asíu og Evrópu í gær og fyrradag og mátti merkja áhrif lækkananna hér á Íslandi. Í morgun hækkaði þó úrvalsvísitalan íslenska um tæp 2% og hækkanir hafa einnig orðið víðar í Evrópu, þar á meðal í Frankfurt, Lundúnum og París.

Innlent
Fréttamynd

Það er verra veður um helgar

Það vita allir að það rignir meira um helgar en á virkum dögum. Þetta hefur nú verið vísindalega staðfest. Slæmu fréttirnar er að þetta er okkur sjálfum að kenna. Tveir þýskir viðurfræðingar, við háskólann í Karlsruhe hafa skoðað veðurfar á tólf stöðum í Þýskalandi á árunum 1991 til 2005 og hafa komist að því að daglegt líf mannskepnunnar hefur ekki bara langtíma áhrif á veðrið, heldur einnig skammtíma áhrif.

Innlent
Fréttamynd

Fallegur veturhiminn yfir Reykjavík í kvöld

Falleg ský sáust yfir höfuðborginni nú í kvöld. Þau voru marglit og alla vega í laginu og glöddu margan manninn. Vísir hafði samband við Sigurð Þ. Ragnarsson, veðurfræðing á Stöð tvö og bað hann að útskýra þessa fágætu sjón.

Innlent
Fréttamynd

Rykbinding skilar árangri

Rykbinding gatna í Reykjavík, með því að úða þær, hefur skilað árangri. Þrátt fyrir kalt og þurrt veður í gær og í dag hefur svifryk ekki farið yfir heilsuverndarmörk.

Innlent
Fréttamynd

Vill banna alla símanotkun í akstri

Doktor í sálfræði vill að ökumönnum verði bannað að tala í síma á akstri hvort sem þeir nota handfrjálsan búnað eða ekki. Síminn veldur miklu áreiti og getur skapað stórhættu í umferðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki tilefni til lögsóknar

Varaformaður Stéttarsambands lögreglumanna segir að ástæða þess að fá mál gegn lögreglu fari fyrir dómstóla sé einfaldlega sú að ekki sé tilefni til lögsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Vantar starfsfólk á Hrafnistu

Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu.

Innlent
Fréttamynd

Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði útfrá eldavél

Húsmóðir í einbýlishúsi á Brekkunni á Akureyri, sýndi snarræði þegar hún vaknaði við reykskynjara í nótt, greip til slökkvitækis og náði að slökkva eld, sem kviknað hafði út frá eldavél. Hvorki hana né tvö börn hennar sakaði af reyk, en konan kallaði slökkvilið á vettvang til að reykræsta húsið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í sendibíl

Eldur blossaði upp í litlum sendibíl, sem stóð við íbúðarhús í Kópavogi í nótt. Heimilisfólk vaknaði og kallaði á slökkvilið, sem náði að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í húsið, en útveggur var byrjaður að sviðna.

Innlent
Fréttamynd

Fundað um varnarmál

Íslenskir og danskir embættismenn funduðu öðru sinni í gær um samstarf þjóðanna um öryggismál, en fyrsti fundurinn var haldinn rétt fyrir jól. Líkt og á fundi með norskum embættismönnum nýverið, var ákveðið að leggjast nú yfir nánari útfærslur og að embættismenn verði í rafrænu sambandi þar til ástæða þykir til að boða til fundar á ný.

Innlent
Fréttamynd

Landsmenn bjartsýnni en nokkru sinni fyrr

Landsmenn eru bjartsýnni en nokkru sinni fyrr, samkvæmt væntingavísitölu, sem Gallup mælir. Hún mælist nú tæp 150 stig , eða hærri en nokkru sinni fyrr. Þessi mæling lýsir viðhorfum til efnahags og atvinnumála í næstu framtíð. Þessar mælingar hófust í mars árið 2001, þannig að vísitölustigið núna er hið hæsta síðan mælingar hófust.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti landsmanna andvígur stækkun álvers í Straumsvík

Meirihluti landsmanna, eða rúm 63 prósent , er andvígur stækkun álvers í Straumsvík og tæp 36 prósent fylgjandi, samkvæmt þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins um málið. Úrtakið var 800 manns og tóku um 70 prósent afstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 155 kílómetra hraða

Lögreglumenn af Suðurnesjum stöðvuðu ökumann á Reykjanesbrautinni eftir að hann mældist á 155 kílómetra hraða. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviftingu og háa sekt. Annar var svo stöðvaður eftir að hafa ekið á rúmlega 120. Báðir voru þeir á vegarkafla, sem búið er að tvöfalda í báðar áttir.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á 155 kílómetra hraða

Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í kvöld. Var það á þeim kafla þar sem hún er tvöföld. Annars þeirra ók á 121 kílómetra hraða og má búast við sekt. Hann var einn á ferð. Annar var síðan tekinn á 155 kílómetra hraða og var með farþega í bílnum. Sá má búast við því að missa ökuleyfi í einhvern tíma og fá einnig sekt að sögn lögreglu Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Þurftu samþykki Fjármálaeftirlitsins

Sú ákvörðun Sparisjóðs Svarfdæla að gefa Dalvíkurbyggð eitt stykki menningarhús er einstæð í sögu fjármálafyrirtækis. Leita þurfti samþykkis Fjármálaeftirlitsins áður en ákvörðunin var tekin.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar og Danir funda öðru sinni um varnarmál

Íslenskir og danskir embættismenn áttu í dag öðru sinni fund um samstarf þjóðanna um öryggismál. Fundurinn var haldinn í Reykjavík og var áfram fjallað um mögulegar leiðir til að auka samstarf á sviði öryggismála og ákveðið að hefja vinnu við nánari útfærslu þess. Ennfremur var öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli heimsótt og aðstæður þar skoðaðar.

Innlent
Fréttamynd

Kílómetra á eftir tímaáætlun

Búið er að grafa tæpan fimmtung af Héðinsfjarðargöngum, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Verkið er þegar þúsund metrum á eftir tímaáætlun en verktakar vona að þær tafir verði hægt að vinna upp.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um konur

Tekist var á um það á Alþingi í dag hvaða stjórnmálaflokkur hefði á að skipa flestum konum fyrir kosningarnar í vor. Þingmenn Framsóknarflokksins sögðust hafa vinninginn hvað varðar leiðtogasæti en fulltrúar stjórnarandstöðunnar bentu á að til að halda jöfnu hlutfalli kynjanna, mætti flokkurinn ekki fá fleiri en einn þingmann í hverju kjördæmi.

Innlent
Fréttamynd

Sveitarfélögum að blæða út

Verst settu sveitarfélögunum er að blæða út vegna aðgerðarleysis ríkisstjórnarinnar, að mati þingmanna Samfylkingarinnar, og vinstri grænir segja að frelsa þurfi landsbyggðarmálin undan Framsóknarflokknum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra sagði hins vegar á Alþingi í dag, að ríkisstjórnin hefði gripið til fjölþættra aðgerða til að bæta atvinnumál á landsbyggðinni.

Innlent