Verslun

Fréttamynd

Mis­boðið hvernig staðið var að upp­sögnum hjá nýjum eig­anda

Einn þriggja starfsmanna Ömmu músar sem sagt var upp störfum á miðvikudag segir að nýir eigendur hefðu getað staðið að uppsögnum með mun sómasamlegri hætti. Nýleg heimsókn með starfsmennina í höfuðstöðvarnar hafi orðið til þess að uppsögnina kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Forstjóri Icewear skilur tilfinningar starfsfólks og lofar nýrri og betri Ömmu mús.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­okun að ei­lífu, amen

Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum.

Skoðun
Fréttamynd

„Það varð al­gjör sprenging“

Yfirgnæfandi meirihluti umsækjenda um ný skilríki hafa óskað eftir að sækja þau í Hagkaup í Skeifunni eftir að opnað var á þann möguleika í gær. Kostnaður Þjóðskrár vegna þjónustusamnings við verslunina nemur kostnaði við eitt stöðugildi og þurfti verkefnið ekki að fara í útboð.

Innlent
Fréttamynd

Lætur sig aldrei vanta á opnanir á Ís­landi

„Almenningur allur, hann er tilbúinn að koma og kaupa ef þú færð rétta æðið af stað,“segir Steinar Svan Birgisson en það má segja að hann sé nokkurskonar atvinnumaður í opnunum á Íslandi. Hann lætur sig aldrei vanta þegar þekktar verslunar-og veitingastaðakeðjur opna hér á landi og er ávallt fremstur í röðinni.

Lífið
Fréttamynd

Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana

Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Skoðun
Fréttamynd

Skor­dýr í pastaskrúfum

Krónan hefur hafið innköllun og tekið úr sölu pastaskrúfu sem seldar eru undir vörumerkinu First Price eftir að skordýr fannst í innihaldi einnar pakkningar frá framleiðandanum. Ekki kemur fram í tilkynningu hvaða skordýr það var.

Innlent
Fréttamynd

Nánast allir í­búar með að­gang að sér­kjörum

Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir.

Neytendur
Fréttamynd

„Ekki næstum því allir í­búar með þetta app“

Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent
Fréttamynd

Orðið vör við fjölgun út­kalla vegna þjófnaðar

„Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“

Innlent
Fréttamynd

Er­lend þjófagengi herja á verslanir

Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa rúmir opnunar­tímar á­hrif á verð­lag?

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi.

Neytendur
Fréttamynd

Fjögur í varð­haldi vegna inn­brota í Elko

Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina

Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Innlent