Lífið

Fréttamynd

Beckham hjálpaði til

Fótboltakappinn David Beckham er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í því að fá meðlimi rokksveitarinnar The Stone Roses, sem lagði upp laupana árið 1996, til að taka upp þráðinn á nýjan leik. Beckham hefur verið heitur aðdáandi sveitarinnar frá unga aldri.

Tónlist
Fréttamynd

Gaga kom sá og sigraði

Það var mikið um stjörnur í Belfast á Írlandi á sunnudagskvöldið en þar fóru fram MTV European Music Awards. Það var ungstirnið Selena Gomez sem var kynnir kvöldsins og leysti hún verkefnið vel af hendi.

Lífið
Fréttamynd

IKI hlýtur dönsku tónlistarverðlaunin

Norræna spunasönghljómsveitin IKI hlaut um helgina dönsku tónlistarverðlaunin fyrir samnefnda plötu sína í flokki djazzraddtónlistar. Anna María Björnsdóttir er fulltrúi Íslands í sveitinni sem hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að hafa einungis verið starfandi í tvö ár.

Tónlist
Fréttamynd

Æskuvinir opna skemmtistað á Egilsstöðum

„Nú erum við bara að bíða eftir tilskyldum leyfum og stefnan er að opna staðinn um næstu mánaðamót,“ segir Baldur Gauti Gunnarsson, einn þriggja ungra frumkvöðla sem ákváðu að hætta að sitja heima um helgar og opna í stað þess nýjan skemmtistað á Egilsstöðum.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Cobains lofuð

Frances Bean Cobain, dóttir Courtney Love og Kurts Cobain, trúlofaðist nýverið kærasta sínum, tónlistarmanninum Isaiah Silva. Þau hafa verið saman í rúmt ár og virðast nú ætla að taka næsta skref og ganga í hið heilaga.

Lífið
Fréttamynd

Táningsnornin kærð

Leikkonan Melissa Joan Hart, sem gerði garðinn frægan sem táningsnornin Sabrina, hefur verið kærð tvisvar í þessum mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Hryllir við tilhugsuninni um vinskap fyrrverandi

Söngkonan unga, Taylor Swift, reyndi án árangurs að endurvekja ástarsamband sitt og leikarans Jakes Gyllenhaal. Vinir parsins fyrrverandi segja Gyllenhaal ekki vilja umgangast Swift eftir að hún vingaðist við fyrrum kærustu hans, Reese Witherspoon.

Lífið
Fréttamynd

Ófædd dóttirin í Gucci og Louis Vuitton

Stjörnuparið Beyoncé Knowles og Jay-Z eiga von á dóttur segir í tímaritinu In Touch. Parið ku vera í skýjunum en þó skipti mestu máli fyrir þau að barnið sé heilbrigt. Sagt er að Beyoncé hafi vonað það innst inni að frumburðurinn yrði stúlka.

Lífið
Fréttamynd

Nutu lífsins á tónleikum

Justin Timberlake og Jessica Biel nutu lífsins á tónleikum með sveitinni One Republic. Parið, sem nýlega tók saman aftur, sat við sama borð og breski söngvarinn Elton John og eiginmaður hans David Furnish.

Lífið
Fréttamynd

Brand ósáttur við Rihönnu

Vinskapur söngkvennanna Katy Perry og Rihönnu fellur ekki vel í kramið hjá eiginmanni þeirrar fyrrnefndu, gamanleikaranum Russell Brand. Honum finnst víst nóg um skemmtanahald vinkvennanna og hefur óskað eftir því að Perry hætti að umgangast Rihönnu.

Lífið
Fréttamynd

Er ekki ólétt

Leikkonan Jennifer Aniston blæs á allar sögusagnir í viðtali við nýjasta tölublað tímaritsins Hello!. Orðrómur um væntanlegt barn og brúðkaup hafa verið í kreiki í dágóðan tíma og hlutu byr undir báða vængi þegar Aniston tók saman við leikarann Justin Theroux.

Lífið
Fréttamynd

Stórleikarar til liðs við Bond

Leikstjórinn Sam Mendes virðist vera að safna góðu liði fyrir 23. Bond-myndina, sem samkvæmt síðustu fréttum á að heita Skyfall. Þegar hefur verið greint frá því að Javier Bardem muni leika aðalskúrkinn og nú hefur verið gengið frá samningum við stórleikaranna Albert Finney og Ralph Fiennes. Judi Dench verður sem fyrr í hlutverki M.

Lífið
Fréttamynd

Hitti stóru systur Blake

Blake Lively og Ryan Reynolds eru nýjasta Hollywood-parið ef marka má fréttir bandarískra slúðurmiðla. Parið hefur nokkrum sinnum verið myndað saman undanfarnar vikur.

Lífið
Fréttamynd

Hugsar líkt og stelpa

Leikarinn Ryan Goslin er talinn vera meðal þeirra efnilegustu í Hollywood í dag. Hann segist ekki hafa átt marga vini í æsku og hugsi meira eins og kona en karlmaður.

Lífið
Fréttamynd

Söngur verri en nektin

Leikkonan Carey Mulligan fer með hlutverk í kvikmyndinni Shame þar sem hún þarf bæði að syngja og leika í nektaratriði. Leikkonan lét hafa það eftir sér að af tvennu illu hafi henni þótt verra að þurfa að syngja.

Lífið
Fréttamynd

Plokkaði sig níu ára

Leikkonan Megan Fox þykir vera ein fallegasta kona heims í dag. Leikkonan segist þó ekki alltaf hafa verið svo snoppufríð.

Lífið
Fréttamynd

Leikur í nýrri Bille August-mynd

„Hann kom til Svíþjóðar og var að leita að sænskum leikara til að leika Hugo Alfén. Ég fór bara í prufur og endaði svo í myndinni,“ segir hinn rammíslenski Sverrir Guðnason. Sverrir leikur sænska tónskáldið Alfén í nýjustu kvikmynd danska verðlaunaleikstjórans Bille August, The Passion of Marie. Sverrir hefur búið um árabil í Svíþjóð og gert garðinn frægan, meðal annars sem Pontus í sjónvarpskvikmyndunum um Wallander lögreglumann.

Lífið
Fréttamynd

Finnst Rihanna vond fyrirmynd

Breski söngvarinn Will Young er ekki par ánægður með poppsöngkonuna Rihönnu og telur hana ekki vera góða fyrirmynd fyrir konur. Þessu uppljóstraði Young, sem vann raunveruleikakeppnina Idol í Bretlandi árið 2002, upp í viðtali við sjónvarpsþáttinn The Jo Whiley Music Show.

Lífið
Fréttamynd

Bjarni töframaður svarar fyrir sig

Uppistandssýningin Steini, Pési og gaur á trommu var frumsýnd í Gamla bíói á fimmtudagskvöld. Þorsteinn Guðmundsson og Pétur Jóhann Sigfússon skiptast á um að fara með gamanmál og trommarinn Helgi Svavar Helgason skreytir uppistandið með tónlist sinni. Landslið grínista var mætt til að horfa á félagana og Pétur Jóhann sagði uppi á sviði að ef allir gestirnir myndu brenna inni yrði þjóðin skilin eftir með grín Bjarna töframanns. Honum brá aðeins í brún þegar heyrist kallað úr sal: "Ég er hér!“ — en þá kom á daginn að Bjarni var meðal áhorfenda…

Lífið
Fréttamynd

Hvetur stúlkur til að hylja holdið á Hrekkjavökunni

Hrekkjavökuhátíðin verður um helgina. Hátíðin, sem snerist einu sinni um blessuð börnin, virðist hafa breyst í afsökun fyrir fólk að klæða sig druslulega. Raunveruleikaþáttastjarnan Nicole Richie hefur fengið nóg af því.

Lífið
Fréttamynd

Sveppi afhendir verðlaun á þýsku

„Ég kann ekkert í þýsku, við erum búnir að fá einhvern texta sem við eigum að lesa, ég veit ekkert hvernig þetta fer,“ segir sjónvarps- og kvikmyndastjarnan Sverrir Þór Sverrisson.

Lífið
Fréttamynd

Hjólhýsa-Beyoncé ekki trúverðug

Söngkonan Beyoncé frumsýndi nýverið tónlistarmyndband við lagið Party. Myndbandið gerist í hjólhýsahverfi þar sem Beyoncé og vinir hennar skemmta sér við söng og dans.

Lífið
Fréttamynd

Foreldrar Britney stjórna lífi hennar algerlega

Þrátt fyrir að Britney Spears hafi þénað í kringum þrjátíu milljónir dollara á síðasta ári sér hún varla dollara af því. Allir peningarnir renna til foreldra hennar sem enn þann dag í dag fylgjast með hverju skrefi dóttur sinnar.

Lífið
Fréttamynd

Unnið að gerð Borgríkis tvö

„Þegar við skrifuðum þennan heim byrjuðum við á því að byggja hann ítarlega upp með því að tala við lögreglu, bankamenn, lögfræðinga og fleira fólk,“ segir Ólafur Jóhannesson kvikmyndaleikstjóri. Stefnt er að því að gera framhaldsmynd af Borgríki, sem nú er sýnd í kvikmyndahúsum og hefur mælst einstaklega vel fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Vill flytja hús afa síns og nafna á Bergstaðastrætið

„Ég hef verið að ganga milli nágranna og kanna þeirra hug og það virðist öllum lítast vel á þetta. Torfusamtökin, Húsafriðunarnefnd og flestir sem ég hef rætt við finnst þetta bara hið besta mál,“ segir Ólafur Egill Egilsson listamaður. Hann er að sækja um leyfi hjá Reykjavíkurborg til að fá að flytja húsið sem stóð við Laugaveg 74 – en var flutt út á Granda fyrir fjórum árum – aftur í miðbæinn. Nú á lóðina við Bergstaðastræti 18.

Lífið