Kaffispjallið

Fréttamynd

„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“

Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Nýlega sett mér það markmið að vera meiri pæja“

Þóranna Kristín Jónsdóttir, var ráðinn leiðtogi markaðsmála hjá BYKO í nóvember síðastliðnum en hún setti sér nýlega það markmið að vera meiri pæja. Þóranna er líka að æfa sig í að vera aðeins rólegri en í skipulagi er hún algjörlega „lista-sjúk.“

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ekkert elsku mamma þegar snjóar í Bláfjöllum

Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans vaknar snemma, kúrir þó lengur um helgar nema þegar snjóar vel í Bláfjöllum. Lilja á enn öll jólakort með myndum sem hún hefur fengið en árlegt jólakraftaverk í vinnunni er að klára þriggja ára áætlun fyrir bankann.

Atvinnulíf
Fréttamynd

190 ástæður fyrir árangrinum segir forstjórinn og nýkrýndur afi

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá, er í því átaki sem margir þekkja að reyna að rjúka ekki strax í símann þegar hann vaknar. Hermann er nýkrýndur afi, fyrsta barnabarnið fæddist í sumar og það næsta á að fæðast á allra næstu dögum. Fjölskyldan stefnir á að sameinast á Ítalíu um jólin.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“

Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife.

Atvinnulíf