Fram

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú.

Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina
Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð.

„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik.

Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik
Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin.

Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri
Haukar unnu mjög sannfærandi 18-30 sigur gegn Fram í dag, í fyrsta leik liðanna í undanúrslita einvíginu í Olís-deild kvenna. Haukar leiða því einvígið 1-0 en þær þurfa að taka tvo sigra í viðbót til þess að fara áfram í úrslitaviðureignina.

Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið þurfi annan markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson bað um að fara frá félaginu eftir að vera ekki í byrjunarliðinu gegn ÍBV.

Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna
Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi.

Ósáttur Ólafur á förum
Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“
Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap.

Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí
FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna.

Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla.

„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“
Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði.

Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs
Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Fram einum sigri frá úrslitum
Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum
Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.

Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum
Margumræddir landsleikir Íslands við Ísrael í umspili um sæti á HM voru þeir síðustu sem Steinunn Björnsdóttir lék fyrir Íslands hönd. Hún skilur sátt við og ætlar þá að hætta handboltaiðkun alfarið í vor.

Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH
Fram hafði betur, 24-27, þegar liðið mætti FH í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplarika í kvöld.

Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni
Þróttur Reykjavík tók á móti nýliðum Fram í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta en þetta var fyrsti leikur kvennaliðs Fram í efstu deild frá árinu 1988. Fór það svo að Þróttur vann 3-1 sigur á nýluðunum. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla
Vestri, Víkingur og Fram fögnuðu öll sigri í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar önnur umferðin fór af stað. Nú ná sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Það var glatt yfir Rúnari Kristinssyni, þjálfara Fram, þegar hann mætti í viðtal eftir stórkostlegan 4-2 sigur Fram gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks nú í kvöld.

Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur
Fram átti ótrúlega endurkomu í seinni hálfleik og sigraði Breiðablik 4-2 í annarri umferð Bestu deildar karla. Blikar tóku tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Framarar settu fjögur mörk á tæpum tíu mínútna kafla seint í seinni hálfleik og tryggðu sín fyrstu þrjú stig á tímabilinu.

Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar.

„Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, eygir möguleika að ná tvennunni á tímabilinu eftir að Framarar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit
Fram marði Hauka með þremur mörkum á Ásvöllum í kvöld í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Leikurinn endaði 28-25 og er þetta annar sigur Fram í einvígi liðanna og þar af leiðandi er liðið komið í undanúrslit.

Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn.

Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram
Skagamenn fara vel af stað í Bestu-deild karla en liðið lagði Fram að velli með einu marki gegn engu í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Það var Rúnar Már Sigurjónsson sem gerði gæfumuninn fyrir Skagaliðið að þessu sinni.

FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri
FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað.

Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna
Valur, Haukar, Fram og ÍR fögnuðu sigri í leikjum lokaumferðar Olís deildar kvenna í handbolta í kvöld en eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni og að Grótta er fallið úr deildinni.

Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin
Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi.

„Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir hönd Fram fyrir tímabilið. Hann segir að gengi liðsins velti að miklu leyti á því hvort helstu varnarmenn liðsins haldist heilir.