
Fram

Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið
Reykjavíkurslagur Vals og Fram um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hefst með slag á Hlíðarenda í kvöld.

Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina
Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð.

Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar
Fram vann 2-1 sigur á Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag en spilað var á heimavelli hamingjunnar í Víkinni. Hamingjan var þó öll gestanna úr Úlfarsárdal.

Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi
Framarar voru ekki lengi að tilkynna um arftaka Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur, í stöðu hægri hornamanns, eftir að Þórey spilaði sinn síðasta handboltaleik á mánudaginn.

„Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, gat týnt til ýmislegt jákvætt við spilamennsku lærisveinna sinna þrátt fyrir tap á móti Víkingi þegar liðin áttust við í Bestu-deild karla í fótbolta í Fossvoginum í kvöld.

Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings
Víkingur lagði Fram að velli, 3-2, þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Heimavalli hamingjunnar í Fossvoginum í kvöld.

Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val
Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Olís deild kvenna í handbolta.

Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL
Fram innbyrti sín fyrstu stig þegar liðið bar sigurorð af FHL með tveimur mörkum gegn engu í nýliðaslag sínum við FHL í fjórðu umferð Bestu-deildar kvenna á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í dag. Liðin voru stigalaus fyrir leikinn í dag á botni deildarinnar.

„Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“
Asmir Begović, markvörður Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, getur ekki beðið eftir að snúa aftur hingað til lands.

Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“
„Þetta er það sem maður lifir fyrir“ sagði Viktor Sigurðsson eftir sigur í oddaleik gegn Aftureldingu. Valsmenn komust því í úrslitaeinvígi Olís deildarinnar, þar sem Viktor mun mæta bróður sínum.

Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum
Fram hélt undanúrslitaeinvígi sínu gegn Haukum í Olís deild kvenna í handbolta á lífi með sigri þegar liðin mættust í Úlfarsárdal í kvöld, lokatölur 23-17 og staðan í einvíginu nú 2-1 Haukum í vil.

Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann
Það styttist í að félagaskiptaglugginn í Bestu deild karla loki og nokkur félagaskipti hafa dottið inn í blálokin. Arnór Borg Guðjohnsen hefur gengið til liðs við Vestra á láni og Fram hefur fundið markvörð.

Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi
Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar.

Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur
Haukar unnu 25-24 sigur á Fram í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deild kvenna í handbolta að Ásvöllum í kvöld. Liðið leiðir einvígið því 2-0.

Haraldur tekur við Fram af Rakel
Fram hefur gengið frá ráðningu á Haraldi Þorvarðarsyni sem næsta þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta. Hann tekur við því af Rakel Dögg Bragadóttur.

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, fagnaði sigri í Úlfarsárdalnum í kvöld þegar Fram lagði Aftureldingu í Bestu-deild karla í kvöld. Rúnar hrósaði Mosfellingum fyrir sína spilamennsku og var afar ánægður með að sigurinn og mörkin þrjú.

Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina
Fram sigraði Aftureldingu sannfærandi 3-0 á Lambhagavellinum í fjórðu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Sigur Fram var aldrei í hættu og náðu Mosfellingar ekki að fylgja eftir frábæri frammistöðu á móti Víkingum í síðustu umferð.

„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik.

Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik
Framarar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta með sigri á FH í tvíframlengdum leik í Lambhaga-höllinni í kvöld. Biðin hefur verið löng hjá Fram en þetta er í fyrsta sinn síðan 2013 sem liðið kemst í úrslitin.

Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri
Haukar unnu mjög sannfærandi 18-30 sigur gegn Fram í dag, í fyrsta leik liðanna í undanúrslita einvíginu í Olís-deild kvenna. Haukar leiða því einvígið 1-0 en þær þurfa að taka tvo sigra í viðbót til þess að fara áfram í úrslitaviðureignina.

Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur staðfest að liðið þurfi annan markvörð eftir að Ólafur Íshólm Ólafsson bað um að fara frá félaginu eftir að vera ekki í byrjunarliðinu gegn ÍBV.

Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna
Nýliðar ÍBV og Aftureldingar fögnuðu sigri í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær og nú má sjá mörkin úr báðum leikjum hér inn á Vísi.

Ósáttur Ólafur á förum
Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“
Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap.

Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí
FH er enn á lífi í rimmu sinni við Fram eftir sannfærandi sigur Hafnarfjarðarliðsins í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur í leiknum urðu 36-20 FH í vil og staðan er þar með 2-1 í viðureign liðanna.

Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna
ÍBV vann frekar þægilegan 3-1 sigur á Fram í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn í 3. umferð Bestu deildar karla.

„Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“
Fram er aðeins einum sigri frá sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Miklar breytingar hafa orðið frá síðustu leiktíð þar sem reynsluboltinn Rúnar Kárason fer fyrir ungu liði.

Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs
Fram tók á móti FH í fyrsta heimaleik sínum í efstu deild kvenna síðan árið 1988. Það var þó eina fagnaðarefni Fram í dag þar sem FH vann öruggan 2-0 sigur og nýliðarnir án stiga eftir tvær umferðir í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Fram einum sigri frá úrslitum
Fram er komið 2-0 yfir gegn FH í rimmu liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta.

Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum
Fram er komið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fram á heimavelli sínum í Úlfarsárdal. Þá er Þór Akureyri komið áfram eftir sigur á ÍR í alvöru Lengjudeildarslag.