
Fram

Stjarnan er meistari meistaranna
Stjarnan fagnaði sigri í kvöld í Meistarakeppni HSÍ í karlaflokki eftir eins marks sigur á Íslands- og bikarmeisturum Fram.

Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut
Víkingur vann 2-5 sigur gegn Fram á Lambhaga-vellinum í 14. umferð Bestu deildar kvenna. Víkingar voru 0-1 yfir í hálfleik en mörkunum rigndi inn í síðari hálfleik. Þetta var fimmta tap Fram í röð og útlitið svart.

Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti
KR-ingar komu sér á ný úr fallsæti í Bestu deild karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Fram í lokaleik 19. umferðar. Markið mikilvæga má nú sjá á Vísi.

Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur
KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.

Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru
Fram heldur tvo styrktarleiki í vikunni og selur sérútbúnar treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sömuleiðis mun allur ágóði af miðasölu á leikjum Fram - KR í kvöld og Fram - Víkings á miðvikudag renna í sjóðinn.

Guðmundur í grænt
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa fengið framherjann Guðmund Magnússon á láni frá Fram.

Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús
Nýliðar FHL og Fram mættust í 13.umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld en FHL hafði ekki unnið einn einasta af fyrstu tólf leikjum sínum í sumar. Á því varð loks breyting í kvöld.

Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Valur náði fimm stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í gær. Fjórir leikir fóru þá fram.

Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma
Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 endurkomusigur á Fram í markaleik á Ísafirði í dag í fyrsta leik átjándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar komust tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn voru fljótir að jafna í bæði skiptin og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótatíma.

McLagan framlengir við Framara
Stuðningsmenn Fram fengu gleðitíðindi í kvöld er Fram greindi frá því að miðvörðurinn Kyle McLagan hefði framlengt samningi sínum við félagið.

Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað
Breiðablik styrkti stöðu sína á toppi Bestu deildar kvenna með 6-1 útisigri á Fram á Lambhagavellinum í kvöld og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Samantha, Kristín Dís, Birta (2), Edith og Líf með mörk Breiðabliks en mark Fram skoraði Lily. Blikar voru að vinna sinn áttunda leik í röð í öllum keppnum.

Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka
Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú er hægt að sjá mörkin úr þeim inn á Vísi.

Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður
Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leik Fram og Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Stúkan skoðaði eitt skemmtilegt atvik í leiknum sem lýsing Rikka G gerði bara enn betra.

„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
„Ég er mjög ósáttur að við höfum ekki unnið, á miðað við hvernig leikurinn spilaðist,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 1-1 jafntefli hans manna við Stjörnuna í Úlfarsárdal í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld.

„Ég er mjög þreyttur“
Steven Caulker kveðst þreyttur eftir að hafa spilað allar 90 mínúturnar í 1-1 jafntefli Stjörnunnar við Fram í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Úrslitin eru svekkjandi.

Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli
Stjarnan og Fram skildu jöfn, 1-1, er liðin mættust í síðasta leik 17. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum í deildinni og fara að líkindum bæði ósátt frá borði.

Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“
Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins.

Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga
Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú er hægt að sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi.

„Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var óneitanlega ánægður með frammistöðu sinna minna og hrósaði þeim innilega eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld.

Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið
„Víkingur er með ofboðslega gott lið og eftir að þeir skoruðu þá tóku þeir gjörsamlega yfir leikinn,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Víkingum í kvöld.

Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram
Framarar tóku á móti Víkingi í 16. umferð Bestu deildar karla í kvöld á Lambhagavelli. Framarar sem hafa verið taplausir í síðustu fimm leikjum björguðu stigi á lokamínútu í uppbótartíma.

Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið
FH gefur ekkert eftir í toppbaráttunni í Bestu deild kvenna í fótbolta og er komið upp í annað sætið eftir 3-1 sigur á Fram í Kaplakrika í kvöld. FH-konur fóru upp fyrir Þrótt og eru þremur stigum á eftir toppliði Breiðabliks.

Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan
Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Breiðablik fór að hlið Víkings á toppi deildarinnar með sigri á Vestra og KA fór af fallsvæðinu með sigri í botnslag.

„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld.

Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó
Afturelding og Fram skildu jöfn, 1-1, þegar liðin mættust á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld í 15. umferð Bestu-deildar karla.

Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Vestri tók á móti Fram í undanúrslitum Mjólkurbikars karla nú í dag. Mikið var undir enda ljóst að sigurvegarinn væri á leið á Laugardalsvöll og myndi þar mæta Val sem hafði tryggt sig í úrslitaleikinn fyrr í mánuðinum. Eftir markalausar 120 mínútur þá réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni þar sem heimamenn fóru með sigur eftir að hafa skorað úr öllum sínum spyrnum og tryggði sig í leiðinni í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í sögunni.

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að störfum við að ferja leikmenn liðsins frá flugvellinum á Ísafirði á hótel Framara í miðbænum þegar Vísir náði tali af honum á ellefta tímanum í morgun. Fram mætir Vestra í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í dag.

Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar
Risaleikur fer fram á Ísafirði á laugardaginn kemur þegar Vestri og Fram spila um sæti í bikarúrslitaleiknum í ár.

Sjáðu hvernig Fram vann á írskum dögum og hundur hljóp inn á völlinn
Þrír leikir fóru fram í gær í Bestu deild karla. Það var ekki mikið um mörk, en það má sjá þau öll í spilurunum hér fyrir neðan.

Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora
ÍA tókst ekki að ná sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni þrátt fyrir komu nýs þjálfara, Lárusar Orra Sigurðssonar, en liðið tapaði á móti Fram á heimavelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Gestirnir frá Reykjavík sigruðu 1-0 á Elkem vellinum