Fótbolti

Fréttamynd

Vægðar­laust lið Man City lagði New­cast­le

Englandsmeistarar Manchester City lögðu Newcastle United 2-0 í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Man City hafi verið vægðarlaust en liðið átti þrjú skot á markið í leik dagsins, tvö þeirra enduðu í netinu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pirraður á að vera ekki valinn í lands­liðið

Brasilíumaðurinn Gabriel Magalhães, miðvörður Arsenal, var vægast sagt ósáttur með að vera ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn á dögunum. Grínaðist hann með að vera orðinn körfuboltamaður á samfélagsmiðlum áður en hann eyddi færslunni.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hamrarnir horfa hýru auga til Manchester

Talið er að West Ham United girnist þrjá leikmenn Manchester United í sumar. Allir þrír eru meðal þeirra leikmanna sem talið er að Erik ten Hag, þjálfari Rauðu djöflanna, sé tilbúinn að selja.

Enski boltinn
Fréttamynd

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

Lífið
Fréttamynd

Knattspyrnupar eignaðist son

Knattspyrnufókið Fanndís Friðriksdóttir og Eyjólfur Héðinsson eignuðust fyrr í vikunni son. Þetta er þeirra annað barn en fyrir tveimur árum eignuðust þau dóttur. 

Lífið
Fréttamynd

Messi og Put­ellas valin best

Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ha­kimi sakaður um nauðgun

Samkvæmt franska miðlinum Le Parisen hefur kona sakað hinn gifta tveggja barna föður Achraf Hakimi, leikmann París Saint-Germain, um að hafa nauðgað sér.

Fótbolti
Fréttamynd

For­setinn og þjálfarinn í gap­a­stokknum

Búist er við því að Corinne Diacre, þjálfari franska kvennalandsliðsins í fótbolta, segi af sér á morgun. Talið er að Noël Le Graët, forseti franska knattspyrnusambandsins, gera slíkt hið sama.

Fótbolti
Fréttamynd

Man United kom til baka og fór áfram

Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford.

Fótbolti
Fréttamynd

Árni til litháísku meistaranna

Íslenski fótboltamaðurinn Árni Vilhjálmsson hefur samið við meistaraliðið í Litáen, Zalgaris. Samningur Árna við liðið gildir út þetta ár.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikilvægt að halda í gömlu karlana líka“

Jóhann Berg Guðmundsson mun að öllum líkindum spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en lið hans Burnley er langefst í ensku B-deildinni. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að skrifa undir nýjan samning við félagið á dögunum.

Enski boltinn