Fótbolti

Fréttamynd

„Við vorum heppnar“

„Þetta var erfiður leikur með framlengingunni. Ég hélt við værum að fara í vítaspyrnukeppni en við unnum,“ sagði Jill Roord, einn af markaskorurum Wolfsburg í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Arsenal í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leeds í­hugar að skipta aftur um stjóra

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Leeds United á leiktíðinni. Liðið mátti þola stórt tap gegn nýliðum Bournemouth um liðna helgi og nú íhuga forráðamenn félagsins að reka Javi Gracia. Sá hefur aðeins verið í starfi í 10 vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Jota hetja Liverpool í ótrúlegum leik

Liverpool vann ótrúlegan 4-3 sigur er liðið tók á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool byrjaði leikinn af miklum krafti og í raun ótrúlegt að gestirnir hafi hótað því að stela stigi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­lendinga­liðin töpuðu bæði

Íslendingaliðin FC Kaupmannahöfn og Lyngby töpuðu leikjm sínum í dönsku úrvalsdeildinni í dag. FCK tapaði 0-1 á heimavelli fyrir erkifjendum sínum í Bröndby á meðan Lyngby tapaði fyrir Álaborg á útivelli. Til að gera hlutina enn verri þá brenndi FCK af vítaspyrnu undir lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern aftur á toppinn

Bayern München vann 2-0 sigur á Herthu Berlín og lyfti sér þar með aftur á topp þýsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍBV 1-3 | Eyjamenn unnu fyrsta útisigurinn

Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Er þetta stoð­sending ársins?

Jacob Murphy skoraði eitt af fjórum mörkum Newcastle United í 4-1 sigri á Everton í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins stoðsendingin sem stal fyrirsögnunum en Alexander Isak lék þá á hvern leikmann Everton á fætur öðrum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Marka­súpa í fyrsta leik dagsins

Crystal Palace vann West Ham United í stórskemmtilegum leik í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 4-3 og Palace svo gott sem búið að bjarga sér frá falli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Skoruðu sigur­markið í hinum marg­fræga „Fergi­e-tíma“

Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma.

Enski boltinn