Sú besta sneri aftur þegar Barcelona tryggði sér titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 20:30 Titlinum fagnað. Twitter@FCBfemeni Barcelona tryggði sér sigur í La Liga, spænsku úrvalsdeild kvenna, með þægilegum 3-0 sigri á Huelva. Það sem meira er, Alexia Putellas – besta knattspyrnukona heims, sneri aftur á völlinn eftir margra mánaða fjarveru. Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Alexia Putellas hafði ekki spilað með Barcelona á leiktíðinni en hún sleit krossband í hné í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fór síðasta sumar. Þó það sé deginum ljósara að Barcelona hafi saknað hennar þá hefur það ekki sést á úrslitum liðsins á leiktíðinni. Sigurinn á Huelva, þökk sé mörkum Laia Codina, Jana Fernández og Asisat Oshoala, þýddi að liðið hafði unnið alla 26 leiki sína í La Liga, með markatölunni 108-5. Þá er Barcelona komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. The journey pic.twitter.com/O6SwYFHVea— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) April 30, 2023 Það breytir því ekki að gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar Putellas steig inn á völlinn þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Barcelona á enn eftir fjóra deildarleiki og ljóst er að stefnan er á að enda með fullt hús stiga annað árið í röð. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Putellas nái að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu á þeim tíma en þann 3. júní – eftir að leikjum liðsins í deildinni er lokið – mætast Barcelona og Wolfsburg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. pic.twitter.com/5O5vVtUsXq— Alexia Putellas (@alexiaputellas) May 1, 2023 Eins ótrúlegt og það hljómar þá getur Barcelona ekki endurtekið þrennuna sem liðið vann fyrir tveimur tímabilum þar sem liðinu var sparkað úr spænsku bikarkeppninni eftir að stilla upp ólöglegum leikmanni. Geyse Ferreira spilaði og skoraði í 9-0 sigri á Osasuna í bikarkeppninni en þar sem hún hafði fengið rautt spjald á síðustu leiktíð þegar hún lék með Madríd CFF hefði hún átt að vera í leikbanni. Barcelona getur því „aðeins“ unnið tvöfalt á þessari leiktíð.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira