Körfubolti

Fréttamynd

Sundsvall tapaði á heimavelli í kvöld

Sundsvall Dragons tapaði með tíu stigum á heimavelli á móti LF Basket, 89-99, í uppgjöri tveggja efstu liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var aðeins þriðja tap Sundsvall á heimavelli á tímabilinu en liðið er fyrir nokkru búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi og félagar unnu fimmta heimaleikinn í röð

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings héldu áfram sigurgöngu sinni í Solna-hallen þegar liðið vann þriggja stiga sigur á Borås Basket, 75-72, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 15 stig í leiknum og næststigahæstur í liði Solna en þetta var fimmti heimsigur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur óvænt í byrjunarliðinu í sigri Maryland

Haukur Helgi Pálsson var óvænt í byrjunarliði Maryland í 75-67 sigri á NC State í fyrstu umferð Atlantic Coast Conference tournament í nótt en Maryland mætir Duke í átta liða úrslitunum í dag. Haukur var með fimm stig, þrjú fráköst og eina stoðsendingu á 20 mínútum.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi leiddi endurkomu Solna

Logi Gunnarsson skoraði 14 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Solna Vikings vann 68-62 útisigur á Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Þreföld tvenna hjá Hlyni

Sundsvall Dragons kom sér aftur á beinu brautina í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld með frábærum útisigri á Norrköping Dolphins, 105-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU-háskólaliðsins í Bandaríkjunum, var í annað skiptið í vetur valin leikmaður vikunnar í Mountain West-riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvænt tap hjá Sundsvall Dragons

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson náðu sér ekki á strik þegar að Sundsvall Dragons, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, tapaði óvænt fyrir Jämtland Basket á heimavelli í kvöld, 61-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórða tapið í röð hjá Helga Má og félögum

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket töpuðu stórt á útivelli fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping vann leikinn 111-88 eftir að hafa verið 16 stigum yfir í hálfleik, 60-44.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi með 22 stig á 21 mínútu í stórsigri Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu auðveldan 37 stiga útisigur á 08 Stockholm HR, 101-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 22 stig á 21 mínútu í leiknum en hann var hvíldur allan lokaleikhlutann þegar úrslitin voru ráðin.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob tapaði naumlega í þriggja stiga skotkeppninni

Stjörnuleikurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fer fram í kvöld og þar verða þrír íslenskir leikmenn í aðalhlutverki: Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson. Stjörnuleikurinn fer fram í Sundsvall eða á heimavelli Hlyns og Jakobs.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU tapaði fyrir toppliðinu

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir BYU-háskólanum í toppslag Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í gærkvöldi, 70-60.

Körfubolti