Körfubolti

Jalen Rose veldur fjarðafoki eftir uppljóstranir í heimildarmynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jalen Rose í leik með Chicago Bulls.
Jalen Rose í leik með Chicago Bulls. Mynd/AFP
Jalen Rose, fyrrum NBA-leikmaður og núverandi sérfræðingur hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni, kom af stað þó nokkru fjölmiðlafári vegna ummæla sinna í

heimildarmyndinni Fab Five en þar sem hann tjáði mjög sterkar skoðanir sínar á körfuboltaliði Duke háskólans.

Fab Five er gælunafn á liði University of Michigan sem komst í úrslitaleiki bandaríska háskólaboltans árin 1992 og 1993. Þeir Chris Webber, Jalen Rose, Juwan Howard, Jimmy King og Ray Jackson skipuðu byrjunarliðið Michigan-skólans, þrír fyrstnefndu urðu seinna NBA-stjörnur en tveir þeir síðastnefndu voru miklar stjörnur í menntaskóla.

Það voru ummæli Jalen Rose um körfuboltalið Duke háskólans sem hafa vakið mestu viðbrögðin. Rose sem lék í þrettán ár í NBA-deildinni með sex liðum sagðist hata körfuboltalið Duke háskólans en hann starfar í dag við það að fjalla um háskólaboltann.

Rose sagði ennfremur að einu blökkumennirnir sem Duke hefði áhuga á að fá til liðs við sig á væru það sem Kaninn kallar Uncle Tom‘s en það er skírskotun til þess tíma þegar þrælahald var leyft í Bandaríkjunum. Uncle Tom‘s voru þeir sem voru sérstaklega undirgefnir hvíta manninum og gerðu allt til þess að þóknast húsbónda sínum. 

Jalen sagði einnig frá því í heimildarmyndinni er að hann gerði allt sem hann gat til að koma mótherjum sínum úr jafnvægi. Fyrir leiki þá gróf hann upp alls konar persónulegar upplýsingar um andstæðingana, meðal annars viðkvæmar upplýsingar um skyldmenni eða vini. Hann notaði síðan þessar upplýsingar til að hrauna yfir mótherjann í leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×