Lengjudeild karla
Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu
Davíð Smári Lamude, nýráðinn þjálfari Njarðvíkur, segir það hafa verið erfitt að starfa fjarri fjölskyldu sinni sem þjálfari Vestra á Ísafirði. Nú er hann mættur aftur suður og hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu.
Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild Njarðvíkur og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nýráðinn þjálfari liðsins, Davíð Smári Lamude, fær til félagsins.
Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara
Daniel Badu hefur verið ráðinn þjálfari bikarmeistara Vestra í fótbolta. Hann mun stýra liðinu í Lengju- og Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili.
Brynjar Björn í Breiðholtið
Brynjar Björn Gunnarsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leiknis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem hætti að loknu síðasta tímabili.
Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“
Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengjudeildinni í fótbolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýafstöðnu tímabili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi markmið sitt með liðið á því næsta.
Magnús verður áfram í Mosfellsbæ
Magnús Már Einarsson og þjálfarateymi hans hjá Aftureldingu hafa skrifað undir samninga við félagið sem gilda út tímabilið 2028.
Davíð Smári tekur við Njarðvík
Davíð Smári Lamude er nýr þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Gunnari Heiðari Þorvaldssyni sem sagði upp í haust.
Magnús Már í viðræðum við HK
Magnús Már Einarsson, þjálfari fótboltaliðs Aftureldingar, er samningslaus og að skoða næstu skref á þjálfaraferli sínum.
Heimir sagður taka við Fylki
Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild.
Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík
Karlalið Njarðvíkur í fótbolta verður með nýjan þjálfara á næsta tímabili en Gunnar Heiðar Þorvaldsson er hættur þjálfun þess.
Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina
Keflavík og HK mættust á Laugardalsvelli í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla. Keflavík vann að lokum öruggan 4-0 sigur og leikur því í Bestu deildinni að ári.
„Þetta er klárlega staðurinn sem að Keflavík á alltaf að vera á“
Keflavík tryggði sig upp í Bestu deild karla í knattspyrnu með frábærum sigri í úrslitum umspilsins á Laugardalsvelli gegn HK. Keflvíkingar höfðu betur með fjórum mörkum gegn engu og var fyrirliði Keflavíkur að vonum ánægður.
„Við fórum hina erfiðari leiðina og hún var eiginlega bara sætari ef eitthvað er“
Keflavík tryggði sér sæti í Bestu deild karla með 4-0 sigri á HK í úrslitum umspilsins sem fram fór á Laugardalsvelli í dag. Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur var að vonum í skýjunum eftir leik.
„Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“
„Ég er bara mjög spenntur sko. Að fá að spila á þessum velli er mjög spennandi. Ég held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið einhvern tímann. Það er bara tækifæri að fá að spila á þessum velli,“ segir Arnþór Ari Atlason fyrirliði HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15.
„Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“
„Ég er spenntur og það var gaman að koma hingað í fyrra og við erum bara spenntir að koma aftur,“ segir Frans Elvarsson fyrirliði Keflavíkur fyrir úrslitaleikinn gegn HK á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15. Sæti í Bestu-deildinni er undir.
„Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“
„Við fórum nokkuð hátt eftir sigurinn á Njarðvík en ég held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið og komnir niður á jörðina aftur,“ segir Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur fyrir úrslitaleikinn gegn HK á Laugardalsvelli á morgun klukkan 16:15.
Lofar æðislegum leik
„Mér líður bara æðislega og við erum búnir að stefna að þessu síðasta mánuðinn. Við erum statt og stöðugt búnir að stefna að því að koma okkur á Laugardalsvöllinn,“ segir Hermann Hreiðarsson þjálfari HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli á morgun. Sæti í Bestudeildinni er undir.
Arnar ekki áfram með Fylki
Ekki verður framhald á samstarfi Arnars Grétarssonar og Fylkis. Hann stýrði liðinu seinni hluta tímabilsins.
„Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“
Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn.
„Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“
Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt.
„Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“
Njarðvíkingar sitja eftir í Lengjudeildinni með sárt ennið eftir að hafa tapað í undanúrslitaeinvígi gegn nágrönnum sínum í Keflavík 0-3 á heimavelli í kvöld og samanlagt 2-4.
Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn
Keflavík er á leið í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í fótbolta eftir 0-3 sigur á Njarðvík á útivelli í dag.
Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum
Njarðvíkingar gætu hafa hlaupið á sig með því að viðurkenna að framherjinn Oumar Diouck hefði viljandi sótt sér rautt spjald gegn Keflavík, í umspili Lengjudeildarinnar í fótbolta í gær.
„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“
Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið.
„Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, segir stöðuna fína þrátt fyrir 4-3 tap í fyrri leik liðsins við HK í baráttu liðanna um að komast í úrslit umspils um sæti í efstu deild karla í fótbolta sem fram fór í Kórnum í kvöld.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið
HK og Þróttur áttust við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildar karla í fótbolta um laust sæti í efstu deild í Kórnum í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttir í þeim seinni og HK fór með 4-3 sigur af hólmi.
„Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“
Njarðvíkingar leiða einvígi sitt gegn Keflvíkingum með tveimur mörkum gegn einu í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni um laust sæti í Bestu deild karla.
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Keflavík lenti tveimur mörkum undir en tókst að minnka muninn gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi umspilsins um sæti í Bestu deildinni.
Ágúst hættir hjá Leikni
Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni.
Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“
Umspilið um laust sæti í Bestu deild karla hefst í kvöld. Tveir Eyjapeyjar stýra liðum gegn hvor öðrum í undanúrslitunum, þegar HK og Þróttur mætast í Kórnum. Þjálfari HK-inga sótti sér aukaþekkingu á ferð liðsins til Húsavíkur.