Íslenski handboltinn Einar tekur við ÍBV Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í DHL-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð og tekur hann við af Alfreð Finnssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Einar kemur úr röðum Fram, þar sem hann hefur starfað sem leikmaður og þjálfari síðustu ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Sport 10.5.2006 15:51 Óskar áfram með Val Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár. Sport 10.5.2006 15:45 Haukar unnu fyrsta leikinn Haukar lögðu Fylki 32-28 í fyrsta úrslitaleik liðanna um deildarbikarinn í handbolta í kvöld, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður bikarmeistari. Það var ekki síst fyrir stórleik Birkis Ívars Guðmundssonar í markinu að Haukarnir höfðu sigur og getur liðið því tryggt sér bikarinn með sigri í næsta leik sem fram fer í Árbænum á fimmtudag. Sport 9.5.2006 21:33 Sigfús semur við Fram til þriggja ára Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag. Sport 8.5.2006 18:14 Haukar mæta Fylki í úrslitunum Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1. Sport 7.5.2006 17:51 Haukar taka á móti Val í dag Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki. Sport 7.5.2006 15:04 Fylkir sló Íslandsmeistarana út Fylkir komst í úrslit deildabikarkepnni karla í handbolta í gærkvöld þegar liðið sló út Íslandsmeistara Fram. Valur og Haukar þurfa að mætast einu sinni enn til þess að knýja fram úrslit í rimmu liðanna. Sport 6.5.2006 13:09 Valsstúlkur deildarbikarmeistarar Kvennalið Vals varð í kvöld deildarbikarmeistari í handknattleik þegar liðið lagði ÍBV 26-24 í síðari leik liðanna í úrslitum í Laugardalshöllinni. Útlitið var ekki bjart hjá Val á tíma í leik kvöldsins, því liðið lenti sjö mörkum undir í leiknum áður en það náði að tryggja sér sigurinn. Valur vann einnig fyrri viðureignina í Eyjum og því er liðið vel að titlinum komið. Sport 4.5.2006 21:07 Valur og Fylkir unnu fyrri leikina Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikarsins í handbolta. Valsmenn lögðu Hauka á útivelli 28-24 og Fylkir vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Fram á útivelli 35-32. Sport 3.5.2006 22:32 Góður sigur Valsstúlkna í Eyjum Valsstúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld og lögðu heimamenn í ÍBV 24-21 í fyrri leik liðanna í úrslitum deildarbikarkeppninnar í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið og þar eiga Íslandsmeistararnir mjög erfitt verkefni fyrir höndum ætli þær sér að krækja í deildarbikarinn. Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk. Sport 2.5.2006 20:59 Fram íslandsmeistari Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Sport 29.4.2006 17:42 Fram í góðum málum Fram er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, en liðið hefur yfir 16-9 gegn Víkingi/Fjölni í hálfleik, þar sem Jóhann Einarsson er búinn að skora 5 mörk fyrir Safamýrarliðið. FH-ingar hafa yfir 13-12 gegn grönnum sínum í Haukum og því má segja að útlitið sé gott hjá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar. Sport 29.4.2006 17:00 Sigur hjá Stjörnunni og Val Fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikars kvenna fóru fram í kvöld. Stjarnan lagði ÍBV í Eyjum 24-20 og Valsstúlkur lögðu Hauka 23-22 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni. Sport 25.4.2006 21:11 Grótta verður með karlalið á næsta ári Handknattleiksdeild Gróttu hefur ákveðið að tefla fram karlaliði á Íslandsmótinu í handbolta á næsta ári og mun senda lið til keppni í 2. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Liðið mun verða byggt upp á leikmönnum 2. flokks félagsins og verður því stýrt af Guðmundi Árna Sigfússyni. Sport 25.4.2006 15:12 Skussarnir verðlaunaðir Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Sport 25.4.2006 14:15 Stórskytta til ÍBV? Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Sport 25.4.2006 14:15 Framarar með vænlega stöðu Framarar unnu HK á Digranesi með 10 marka mun, 34 - 24 í DHL-deildinni í handbolta í dag. Framarar hafa því vænlega stöðu fyrir lokaumferðina. Haukar, sem eru með jafn mörg stig og Fram en lakari marrkatölu í innbyrðis viðureignum unnu líka sinn leik gegn Aftureldingu á Ásvöllum. Framarar geta tryggt sér titilinn með sigri á Víking/Fjölni sem eru næstneðsta sæti í lokaleiknum sem fer fram að viku liðinni. Sport 22.4.2006 17:50 Valur tapaði stórt í Rúmeníu Valsstúlkur töpuðu fyrri leik sínum við Tomis Constanta frá Rúmeníu stórt í dag 37-25 í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Síðari leikurinn verður hér heima um næstu helgi og ljóst að Valur á erfitt verkefni fyrir höndum ef liðið ætlar sér áfram í keppninni. Sport 16.4.2006 18:37 Haukar burstuðu Víking/Fjölni Íslandsmeistarar Hauka skutust í kvöld upp að hlið Fram á toppi DHL-deildarinnar í handbolta þegar liðið burstaði Víking/Fjölni á heimavelli sínum 33-19. Haukar hafa hlotið 39 stig eins og Fram, en Víkingur/Fjölnir er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig. Sport 9.4.2006 22:08 Mikilvægur sigur FH á HK FH-ingar unnu í kvöld gríðarlega mikilvægan 30-27 sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í Kaplakrika. HK hefði geta tryggt veru sína á meðal þeirra bestu með sigri, en þarf nú að bíða eitthvað lengur eftir því. HK er í 6.sæti deildarinnar með 28 stig, en FH er í því 7. með 23. Fyrr í dag lögðu Eyjamenn svo Stjörnuna 32-27 í leik sem skipti í raun litlu máli þar sem bæði lið sigla lygnan sjó í efri- og neðrihluta deildarinnar. Leik Hauka og Víkings/Fjölnis er enn ólokið. Sport 9.4.2006 20:44 KA marði sigur á Aftureldingu KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig. Sport 8.4.2006 18:01 Fram rótburstaði ÍR Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu. Sport 8.4.2006 16:27 Tap í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði lokaleik sínum á æfingamótinu í Tékklandi fyrir Úkraínu í dag 26-25 og tapaði þar með öllum leikjunum á mótinu og hafnaði í neðsta sætinu. Úkraínska liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum á mótinu. Sport 8.4.2006 16:14 Fram að valta yfir ÍR Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 8.4.2006 15:38 Fylkir valtaði yfir Þór Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig. Sport 7.4.2006 20:54 Enn tapar íslenska liðið Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag þriðja leik sínum í röð á æfingamóti sem haldið er í Tékklandi þessa dagana. Í þetta sinn tapaði liðið 34-32 fyrir Tyrkjum. Dröfn Sæmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Sport 7.4.2006 17:27 Valur lagði Selfoss Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Valur lagði Selfoss 26-21 í Laugardalshöll. Valur er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og hefur hlotið 34 stig, en Selfyssingar eru á botninum með aðeins átta stig. Sport 6.4.2006 21:02 Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Liðið tapaði í kvöld fyrir sterku liði Hollendinga 24-22. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir íslenska liðið sem mætir Tyrkjum á morgun. Sport 6.4.2006 20:04 Kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóvökum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 25-21 fyrir Slóvökum í fyrsta leik sínum á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi næstu daga. Auk þess leika Hollendingar og Tyrkir á mótinu, en íslenska liðið mætir Hollendingum á morgun. Sport 5.4.2006 16:59 Framarar misstigu sig fyrir norðan Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi. Sport 31.3.2006 21:53 « ‹ 88 89 90 91 92 93 94 95 96 … 123 ›
Einar tekur við ÍBV Einar Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari Íslandsmeistara ÍBV í DHL-deild kvenna í handknattleik fyrir næstu leiktíð og tekur hann við af Alfreð Finnssyni sem stýrt hefur liðinu undanfarin tvö ár. Einar kemur úr röðum Fram, þar sem hann hefur starfað sem leikmaður og þjálfari síðustu ár. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV. Sport 10.5.2006 15:51
Óskar áfram með Val Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að Óskar Bjarni Óskarsson muni halda áfram að þjálfa liðið á næstu leiktíð og sé reiðubúinn að skrifa undir nýjan tveggja ára samning. Þá hefur félagið náð samkomulagi við hornamanninn Baldvin Þorsteinsson um að framlengja samning hans um tvö ár. Sport 10.5.2006 15:45
Haukar unnu fyrsta leikinn Haukar lögðu Fylki 32-28 í fyrsta úrslitaleik liðanna um deildarbikarinn í handbolta í kvöld, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki verður bikarmeistari. Það var ekki síst fyrir stórleik Birkis Ívars Guðmundssonar í markinu að Haukarnir höfðu sigur og getur liðið því tryggt sér bikarinn með sigri í næsta leik sem fram fer í Árbænum á fimmtudag. Sport 9.5.2006 21:33
Sigfús semur við Fram til þriggja ára Leikstjórnandinn snjalli Sigfús Sigfússon hjá Íslandsmeisturum Fram hefur gert nýjan þriggja ára samning við Safamýrarliðið. Sigfús var lykilmaður í spútnikliði Fram í vetur og var meðal annars kosinn efnilegasti leikmaður ársins af þjálfurum í DHL-deildinni á nýafstaðinni leiktíð. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram í dag. Sport 8.5.2006 18:14
Haukar mæta Fylki í úrslitunum Það verða Haukar sem leika til úrslita gegn Fylki í deildarbikarkeppni karla í handbolta en Hafnfirðingar lögðu Val með 5 marka mun, 32-27 að Ásvöllum nú undir kvöldið. Staðan í hálfleik var 14-15 fyrir Val. Guðmundur Pedersen var markahæstur Hauka með 6 mörk en Mohamadi Loutoufi hjá Val með 7 mörk. Haukar unni því einvígið við Val, 2-1. Sport 7.5.2006 17:51
Haukar taka á móti Val í dag Haukar og Valur keppa klukkan 16:15 í dag um réttinn til þess að mæta Fylki í úrslitum deildarbikarkeppni karla í handbolta. Valsmenn unnu fyrsta leikinn á útivelli en Haukar jöfnuðu með sigri í Laugardalshöll nú fyrir helgi þannig að staðan í rimmu liðanna er 1-1. Leikurinn í dag fer fram að Ásvöllum, heimavelli Hauka og það lið sem vinnur í dag tryggir sér farseðilinn í úrslitaleikinn gegn Fylki. Sport 7.5.2006 15:04
Fylkir sló Íslandsmeistarana út Fylkir komst í úrslit deildabikarkepnni karla í handbolta í gærkvöld þegar liðið sló út Íslandsmeistara Fram. Valur og Haukar þurfa að mætast einu sinni enn til þess að knýja fram úrslit í rimmu liðanna. Sport 6.5.2006 13:09
Valsstúlkur deildarbikarmeistarar Kvennalið Vals varð í kvöld deildarbikarmeistari í handknattleik þegar liðið lagði ÍBV 26-24 í síðari leik liðanna í úrslitum í Laugardalshöllinni. Útlitið var ekki bjart hjá Val á tíma í leik kvöldsins, því liðið lenti sjö mörkum undir í leiknum áður en það náði að tryggja sér sigurinn. Valur vann einnig fyrri viðureignina í Eyjum og því er liðið vel að titlinum komið. Sport 4.5.2006 21:07
Valur og Fylkir unnu fyrri leikina Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikarsins í handbolta. Valsmenn lögðu Hauka á útivelli 28-24 og Fylkir vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Fram á útivelli 35-32. Sport 3.5.2006 22:32
Góður sigur Valsstúlkna í Eyjum Valsstúlkur gerðu góða ferð til Vestmannaeyja í kvöld og lögðu heimamenn í ÍBV 24-21 í fyrri leik liðanna í úrslitum deildarbikarkeppninnar í handknattleik. Síðari leikurinn verður í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið og þar eiga Íslandsmeistararnir mjög erfitt verkefni fyrir höndum ætli þær sér að krækja í deildarbikarinn. Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst hjá Val með 8 mörk. Sport 2.5.2006 20:59
Fram íslandsmeistari Fram er Íslandsmeistari í handknattleik karla árið 2006 eftir að liðið valtaði yfir Víking/Fjölni í Safamýrinni 35-18. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill liðsins í karlaflokki síðan árið 1972. Á meðan lögðu Haukar granna sína í FH 32-28 á útivelli og enduðu með jafn mörg stig og Fram í töflunni, en Fram hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Sport 29.4.2006 17:42
Fram í góðum málum Fram er á góðri leið með að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla, en liðið hefur yfir 16-9 gegn Víkingi/Fjölni í hálfleik, þar sem Jóhann Einarsson er búinn að skora 5 mörk fyrir Safamýrarliðið. FH-ingar hafa yfir 13-12 gegn grönnum sínum í Haukum og því má segja að útlitið sé gott hjá lærisveinum Guðmundar Guðmundssonar. Sport 29.4.2006 17:00
Sigur hjá Stjörnunni og Val Fyrri leikirnir í undanúrslitum deildarbikars kvenna fóru fram í kvöld. Stjarnan lagði ÍBV í Eyjum 24-20 og Valsstúlkur lögðu Hauka 23-22 í æsispennandi leik í Laugardalshöllinni. Sport 25.4.2006 21:11
Grótta verður með karlalið á næsta ári Handknattleiksdeild Gróttu hefur ákveðið að tefla fram karlaliði á Íslandsmótinu í handbolta á næsta ári og mun senda lið til keppni í 2. deildinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag. Liðið mun verða byggt upp á leikmönnum 2. flokks félagsins og verður því stýrt af Guðmundi Árna Sigfússyni. Sport 25.4.2006 15:12
Skussarnir verðlaunaðir Hólmgeir Einarsson, stjórnarmaður í handknattleiksdeild ÍR, gagnrýnir vinnubrögð aðalstjórnar félagsins harðlega. Aðalstjórn hyggst hreinsa upp skuldir íþróttadeilda félagsins en deildin sem er með reksturinn í lagi fær enga umbun. Sport 25.4.2006 14:15
Stórskytta til ÍBV? Kvennalið ÍBV í handboltanum hefur átt í viðræðum við rúmensku stórskyttuna Alinu Petrache um að hún gangi til liðs við Eyjaliðið á næstu leíktíð. Petrache þessi leikur með Constanta og fór mikinn í tveimur leikjum liðsins gegn Valsstúlkum í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Sport 25.4.2006 14:15
Framarar með vænlega stöðu Framarar unnu HK á Digranesi með 10 marka mun, 34 - 24 í DHL-deildinni í handbolta í dag. Framarar hafa því vænlega stöðu fyrir lokaumferðina. Haukar, sem eru með jafn mörg stig og Fram en lakari marrkatölu í innbyrðis viðureignum unnu líka sinn leik gegn Aftureldingu á Ásvöllum. Framarar geta tryggt sér titilinn með sigri á Víking/Fjölni sem eru næstneðsta sæti í lokaleiknum sem fer fram að viku liðinni. Sport 22.4.2006 17:50
Valur tapaði stórt í Rúmeníu Valsstúlkur töpuðu fyrri leik sínum við Tomis Constanta frá Rúmeníu stórt í dag 37-25 í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik. Síðari leikurinn verður hér heima um næstu helgi og ljóst að Valur á erfitt verkefni fyrir höndum ef liðið ætlar sér áfram í keppninni. Sport 16.4.2006 18:37
Haukar burstuðu Víking/Fjölni Íslandsmeistarar Hauka skutust í kvöld upp að hlið Fram á toppi DHL-deildarinnar í handbolta þegar liðið burstaði Víking/Fjölni á heimavelli sínum 33-19. Haukar hafa hlotið 39 stig eins og Fram, en Víkingur/Fjölnir er sem fyrr í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig. Sport 9.4.2006 22:08
Mikilvægur sigur FH á HK FH-ingar unnu í kvöld gríðarlega mikilvægan 30-27 sigur á HK í DHL-deild karla í handbolta í Kaplakrika. HK hefði geta tryggt veru sína á meðal þeirra bestu með sigri, en þarf nú að bíða eitthvað lengur eftir því. HK er í 6.sæti deildarinnar með 28 stig, en FH er í því 7. með 23. Fyrr í dag lögðu Eyjamenn svo Stjörnuna 32-27 í leik sem skipti í raun litlu máli þar sem bæði lið sigla lygnan sjó í efri- og neðrihluta deildarinnar. Leik Hauka og Víkings/Fjölnis er enn ólokið. Sport 9.4.2006 20:44
KA marði sigur á Aftureldingu KA vann í dag nauman sigur á Aftureldingu 29-28 í síðari leik dagsins í DHL-deild karla í handbolta, en leikið var í Mosfellsbæ. KA er í 7. sæti deildarinnar með 23 stig, en Afturelding í því 10. með 20 stig. Sport 8.4.2006 18:01
Fram rótburstaði ÍR Fram tók ÍR í sannkallaða kennslustund í DHL-deildinni í dag og vann 20 marka sigur á heimavelli sínum 44-24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 23-9 Fram í vil. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram og þeir Guðjón Drengsson og Sergei Serenko skoruðu 6 hvor. Lárus Ólafsson var besti maður ÍR í leiknum og varði 16 skot í markinu og kom þar með í veg fyrir að ÍR hlyti enn verri útreið gegn sjóðheitu toppliðinu. Sport 8.4.2006 16:27
Tap í lokaleiknum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði lokaleik sínum á æfingamótinu í Tékklandi fyrir Úkraínu í dag 26-25 og tapaði þar með öllum leikjunum á mótinu og hafnaði í neðsta sætinu. Úkraínska liðið hafði fyrir leikinn tapað öllum sínum viðureignum á mótinu. Sport 8.4.2006 16:14
Fram að valta yfir ÍR Topplið Fram í DHL-deild karla í handbolta er að taka ÍR-inga í bakaríið á heimavelli sínum og hefur yfir 23-9 þegar flautað hefur verið til leikhlés. Jóhann Gunnar Einarsson hefur skorað 7 mörk fyrir Fram og Haraldur Þorvarðarson hefur skorað 5 mörk. Það er því greinilegt að Fram ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Sport 8.4.2006 15:38
Fylkir valtaði yfir Þór Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir valtaði yfir Þór á heimavelli sínum í Árbænum 39-26, eftir að hafa verið yfir 19-11 í hálfleik. Arnar Sæþórsson og Agnar Agnarsson skoruðu 8 mörk hvor fyrir Árbæinga, en Arnór Gunnarsson var markahæstur í liði norðanmanna með 9 mörk. Fylkir er í fjórða sæti deildarinnar með 32 stig en Þór í því tólfta með aðeins 13 stig. Sport 7.4.2006 20:54
Enn tapar íslenska liðið Íslenska kvennalandsliðið tapaði í dag þriðja leik sínum í röð á æfingamóti sem haldið er í Tékklandi þessa dagana. Í þetta sinn tapaði liðið 34-32 fyrir Tyrkjum. Dröfn Sæmundsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk. Sport 7.4.2006 17:27
Valur lagði Selfoss Einn leikur fór fram í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Valur lagði Selfoss 26-21 í Laugardalshöll. Valur er því sem fyrr í þriðja sæti deildarinnar og hefur hlotið 34 stig, en Selfyssingar eru á botninum með aðeins átta stig. Sport 6.4.2006 21:02
Tap fyrir Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði öðrum leik sínum í röð í kvöld á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi þessa dagana. Liðið tapaði í kvöld fyrir sterku liði Hollendinga 24-22. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Skúladóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu fjögur mörk hver fyrir íslenska liðið sem mætir Tyrkjum á morgun. Sport 6.4.2006 20:04
Kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóvökum Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 25-21 fyrir Slóvökum í fyrsta leik sínum á æfingamóti sem fram fer í Tékklandi næstu daga. Auk þess leika Hollendingar og Tyrkir á mótinu, en íslenska liðið mætir Hollendingum á morgun. Sport 5.4.2006 16:59
Framarar misstigu sig fyrir norðan Efsta lið DHL-deildarinnar, Fram, tapaði dýrmætu stigi fyrir norðan í kvöld þegar liðið náði aðeins jafntefli við Þór á Akureyri 28-28. Þá vann Fylkir góðan útisigur á Selfyssingum 32-26. Jafnteflið hjá Fram þýðir að Haukar geta komist upp fyrir Safamýrarliðið á morgun þegar þeir mæta HK í Digranesi. Sport 31.3.2006 21:53
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent