Íslenski handboltinn Baldvin síðasti maður inn í landsliðið Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti í dag að Valsarinn Baldvin Þorsteinsson hefði hreppt síðasta lausa sætið í landsliðshópnum fyrir EM í Sviss í næsta mánuði. Viggó er því búinn að velja þann 16 manna hóp sem fer á mótið, þó enn sé óvíst með þátttöku Jaliesky Garcia vegna meiðsla. Sport 30.12.2005 15:44 Garcia fer ekki á EM í Sviss Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu. Sport 26.12.2005 02:06 Haukar fóru létt með HK Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar. Sport 22.12.2005 02:45 Mætir Makedóníu á EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Makedóníu í tveimur leikjum um sæti á EM sem fram fer í Svíþjóð eftir eitt ár. Fyrri leikur liðanna verður hér á landi í maí og liðið sem hefur betur úr viðureignunum tveimur, tryggir sér þáttökurétt á mótinu. Sport 18.12.2005 14:48 ÍBV lagði ÍR Eyjamenn sigruðu heimamenn í ÍR í lokaleik dagsins í DHL-deild karla í handbolta 32-28 en leikurinn fór fram í Austurbergi. Sport 17.12.2005 19:19 Fram hafði betur í toppslagnum Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Sport 17.12.2005 18:31 Valur tapaði í Digranesi Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun. Sport 16.12.2005 21:55 Þrír leikir í kvöld Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum. Sport 16.12.2005 14:13 Viggó valdi 15 manna hóp í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í dag 15 manna hóp sem fer á Evrópumótið í handbolta í Sviss í janúar. Eitt sæti er enn laust í hópnum, en Viggó mun fylla það sæti á milli jóla og nýárs. Sport 15.12.2005 13:31 Haukar höfðu sigur á ÍR Haukar lögðu ÍR í Austurbergi í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta 33-29, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-14 fyrir gestina. Guðmundur Pedersen skoraði 8 mörk fyrir Hauka, öll úr vítum, en Tryggvi Haraldsson, Ísleifur Sigurðsson, Ragnar Helgason og Hafsteinn Ingason skoruðu allir 5 mörk hver fyrir ÍR. Sport 14.12.2005 21:19 ÍR tekur á móti Haukum Einn leikur fer fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Austurbergi og hefst leikurinn klukkan 19:15. Haukar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, en ÍR er í áttunda sætinu með 11 stig úr 12 leikjum. Sport 14.12.2005 17:10 Dregið í undanúrslit Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í karlaflokki í bikarkeppninni. Það verða annarsvegar Stjarnan og ÍBV og hinsvegar Haukar og Fram sem mætast í undanúrslitunum. Leikirnir fara fram um miðjan febrúar. Sport 14.12.2005 13:12 KA úr leik í Evrópu KA er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla en norðanmenn töpuðu með 10 marka mun gegn Steaua Bucharest, 31-21 í Rúmeníu í morgun. Þetta var í síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum en þeim fyrri lauk með sigri KA á Akureyri. Sport 11.12.2005 13:26 Jafntefli í kaflaskiptum leik Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Sport 10.12.2005 20:21 Leik FH og ÍBV frestað aftur Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris. Sport 8.12.2005 17:16 Haukar lögðu HK Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk. Sport 6.12.2005 21:45 Dramatískur sigur Fram Fram er komið í undanúrslit SS bikarsins í handbolta eftir dramatískan sigur á Fylki 36-35 eftir tvíframlengdan háspennuleik í Safamýrinni í kvöld. Sigfús Sigfússon skoraði sigurmark Framara þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni. Sport 6.12.2005 21:25 Fram lagði HK Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Sport 3.12.2005 18:14 Naumur sigur hjá KA KA-menn sigruðu Steua Bukarest 24-23 í Evrópukeppninni í handknattleik í dag, en leikið var á Akureyri. Í hálfleik var staðan 13-11 fyrir KA. Jónatan Magnússon var markahæstur KA-manna með 7 mörk og skoraði einnig sigurmark KA í lokin. Sport 3.12.2005 17:59 ÍBV lagði Selfoss í Eyjum Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss. Sport 3.12.2005 17:46 Valur sigraði Þór Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk. Sport 2.12.2005 21:13 Þrír leikir á dagskrá í kvöld Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 2.12.2005 17:43 Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29.11.2005 22:49 Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29.11.2005 20:49 Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29.11.2005 18:00 Auðveldur sigur íslenska liðsins Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag auðveldan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag 32-26. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu 6 hvor. Ísland vann því tvo af þremur leikjum liðanna, en þau skildu jöfn í Mosfellsbæ í gær. Sport 27.11.2005 17:54 Góður sigur á Sviss í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun. Sport 25.11.2005 21:09 Ísland burstaði Noreg í Eyjum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann auðveldan sigur á Norðmönnum 32-23 í Vestmannaeyjum í kvöld, eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur, en þau mætast að Varmá á morgun klukkan 16:15 og á sama tíma á sunnudag í Kaplakrika. Sport 25.11.2005 20:12 Ísland yfir 15-11 í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur fjögurra marka forystu gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna af þremur, en spilað er í Vestmannaeyjum. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skorað fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið. Sport 25.11.2005 19:16 Burstuðu Belga 34-22 Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Sport 23.11.2005 18:14 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 123 ›
Baldvin síðasti maður inn í landsliðið Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti í dag að Valsarinn Baldvin Þorsteinsson hefði hreppt síðasta lausa sætið í landsliðshópnum fyrir EM í Sviss í næsta mánuði. Viggó er því búinn að velja þann 16 manna hóp sem fer á mótið, þó enn sé óvíst með þátttöku Jaliesky Garcia vegna meiðsla. Sport 30.12.2005 15:44
Garcia fer ekki á EM í Sviss Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu. Sport 26.12.2005 02:06
Haukar fóru létt með HK Haukar báru sigurorð af HK 32-24 í síðasta leik ársins í DHL-deild karla í handknattleik í gærkvöldi, eftir að hafa verið yfir 13-12 í hálfleik. Haukar sitja í öðru sæti deildarinnar ásamt Val, en Fram er í toppsætinu. Deildin hefst ekki að nýju fyrr en í byrjun febrúar, því sem kunnugt er fer Evrópumót landsliða fram í Sviss í janúar. Sport 22.12.2005 02:45
Mætir Makedóníu á EM Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Makedóníu í tveimur leikjum um sæti á EM sem fram fer í Svíþjóð eftir eitt ár. Fyrri leikur liðanna verður hér á landi í maí og liðið sem hefur betur úr viðureignunum tveimur, tryggir sér þáttökurétt á mótinu. Sport 18.12.2005 14:48
ÍBV lagði ÍR Eyjamenn sigruðu heimamenn í ÍR í lokaleik dagsins í DHL-deild karla í handbolta 32-28 en leikurinn fór fram í Austurbergi. Sport 17.12.2005 19:19
Fram hafði betur í toppslagnum Framarar gerðu góða ferð á Ásvelli í dag og lögðu Hauka í toppslag DHL-deildar karla í handbolta, 33-26. Jóhann Gunnar Einarsson skoraði 11 mörk fyrir Fram, þar af 9 úr vítum, en Arnar Pétursson skoraði 6 fyrir Hauka. Haukarnir byrjuðu betur í leiknum, en varnarleikur Fram skóp sigurinn í dag og greinilegt að liðið er til alls líklegt undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. Sport 17.12.2005 18:31
Valur tapaði í Digranesi Topplið Vals í DHL-deild karla í handbolta sótti ekki gull í greipar HK í Digranesi í kvöld og tapaði 25-23. KA lagði granna sína í Þór í háspennuleik 26-25. Loks burstaði Stjarnan Selfoss 32-23. Valsmenn halda þó enn efsta sæti deildarinnar, en bæði Fram og Haukar geta skotist framúr Val á morgun. Þessi lið mætast einmitt í deildinni á morgun. Sport 16.12.2005 21:55
Þrír leikir í kvöld Síðustu umferð fyrir jól í DHL-deild karla í handbolta lýkur um helgina, en hún hefst í kvöld með þremur leikjum. HK tekur á móti Val í Digranesi, Þór Akureyri tekur á móti grönnum sínum í KA og Selfoss fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir hefjast klukkan 20. Fjórir leikir verða svo á morgun, en þar ber hæst stórleikur Hauka og Fram á Ásvöllum. Sport 16.12.2005 14:13
Viggó valdi 15 manna hóp í dag Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari valdi í dag 15 manna hóp sem fer á Evrópumótið í handbolta í Sviss í janúar. Eitt sæti er enn laust í hópnum, en Viggó mun fylla það sæti á milli jóla og nýárs. Sport 15.12.2005 13:31
Haukar höfðu sigur á ÍR Haukar lögðu ÍR í Austurbergi í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta 33-29, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 18-14 fyrir gestina. Guðmundur Pedersen skoraði 8 mörk fyrir Hauka, öll úr vítum, en Tryggvi Haraldsson, Ísleifur Sigurðsson, Ragnar Helgason og Hafsteinn Ingason skoruðu allir 5 mörk hver fyrir ÍR. Sport 14.12.2005 21:19
ÍR tekur á móti Haukum Einn leikur fer fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. ÍR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Hauka í Austurbergi og hefst leikurinn klukkan 19:15. Haukar eru sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 17 stig eftir 11 leiki, en ÍR er í áttunda sætinu með 11 stig úr 12 leikjum. Sport 14.12.2005 17:10
Dregið í undanúrslit Í dag varð ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í karlaflokki í bikarkeppninni. Það verða annarsvegar Stjarnan og ÍBV og hinsvegar Haukar og Fram sem mætast í undanúrslitunum. Leikirnir fara fram um miðjan febrúar. Sport 14.12.2005 13:12
KA úr leik í Evrópu KA er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta karla en norðanmenn töpuðu með 10 marka mun gegn Steaua Bucharest, 31-21 í Rúmeníu í morgun. Þetta var í síðari leikur liðanna í 16-liða úrslitum en þeim fyrri lauk með sigri KA á Akureyri. Sport 11.12.2005 13:26
Jafntefli í kaflaskiptum leik Það var mikil spenna í Kópavogi í gær þegar HK tók á móti Fylki í DHL-deild karla í handbolta en leiknum lauk með jafntefli 27-27. Sport 10.12.2005 20:21
Leik FH og ÍBV frestað aftur Leik FH og ÍBV í SS-bikar karla í handbolta hefur enn verið frestað þar sem illa viðrar til flugs og hefur leiknum því verið seinkað um sólarhring til viðbótar. Ekki er víst að það nægi, því samhvæmt veðurfregnum er ekki útlit fyrir að viðri vel fyrir flug á næstu dögum vegna hvassviðris. Sport 8.12.2005 17:16
Haukar lögðu HK Haukar báru sigurorð af HK í Digranesi í kvöld 28-23 og eru komnir í undanúrslitin í SS bikarnum. Renuguhys Cepulis skoraði 7 mörk fyrir HK og Valdimar Þórsson 6, en hjá Haukum var Guðmundur Pedersen með 11 mörk, þar af 4 úr vítum og Samúel Ívar Árnason var með 6 mörk. Sport 6.12.2005 21:45
Dramatískur sigur Fram Fram er komið í undanúrslit SS bikarsins í handbolta eftir dramatískan sigur á Fylki 36-35 eftir tvíframlengdan háspennuleik í Safamýrinni í kvöld. Sigfús Sigfússon skoraði sigurmark Framara þegar ein og hálf mínúta var eftir af framlengingunni. Sport 6.12.2005 21:25
Fram lagði HK Fram sigraði HK 28-27 í Safamýrinni í dag, eftir að hafa yfir 15-13 í hálfleik. Jón Björgvin Pétursson skoraði mest í liði Framara, 10 mörk en hjá HK var það Valdimar Þórsson sem var lang atkvæðamestur og skoraði 12 mörk, þar af 3 úr vítaköstum. Sport 3.12.2005 18:14
Naumur sigur hjá KA KA-menn sigruðu Steua Bukarest 24-23 í Evrópukeppninni í handknattleik í dag, en leikið var á Akureyri. Í hálfleik var staðan 13-11 fyrir KA. Jónatan Magnússon var markahæstur KA-manna með 7 mörk og skoraði einnig sigurmark KA í lokin. Sport 3.12.2005 17:59
ÍBV lagði Selfoss í Eyjum Eyjamenn unnu góðan sigur á Selfyssingum í fyrsta leik dagsins í DHL-deild karla í dag 28-24, eftir að hafa leitt í hálfleik 15-13. Mladen Casic skoraði 12 mörk fyrir Eyjamenn, en Ramunas Mikalonis og Vladimir Djuric skoruðu 6 hvor fyrir Selfoss. Sport 3.12.2005 17:46
Valur sigraði Þór Leikjum kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta er lokið. Valsmenn unnu góðan sigur á Þór frá Akureyri í Laugardalshöllinni 37-32. Baldvin Þorsteinsson, Mohamadi Loutoufi og Elvar Friðriksson skoruðu allir sjö mörk hver fyrir Val, en Aigars Lazdins skoraði níu fyrir Þór og Sindri Haraldsson skoraði átta mörk. Sport 2.12.2005 21:13
Þrír leikir á dagskrá í kvöld Í kvöld verða þrír leikir á dagskrá í DHL-deild karla í handbolta. FH tekur á móti Víkingi/Fjölni í Kaplakrika, Valur mætir Þór frá Akureyri í Laugardalshöll og þá eigast við Fylkir og ÍR í Árbænum. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19:15. Sport 2.12.2005 17:43
Jafnt hjá Val og Stjörnunni Valur og Stjarnan gerðu jafntefli 32-32 í Laugardalshöllinni í DHL-deild karla í handbolta í kvöld. Baldvin Þorsteinsson og Mohamadi Loutoufi voru markahæstir í liði Vals með 7 mörk hvor, en Tite Kalandadze skoraði mest fyrir Stjörnuna eða 6 mörk. Sport 29.11.2005 22:49
Stjarnan leiðir í hálfleik Stjarnan hefur þriggja marka forystu í hálfleik gegn Val í leik kvöldsins í DHL-deild karla í handbolta. Patrekur Jóhannesson þurfti að fara meiddur af leikvelli í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið þungt högg á höfuðið. Sport 29.11.2005 20:49
Valur og Stjarnan mætast í kvöld Í kvöld fer fram einn leikur í DHL-deild karla í handbolta, en það er leikur Vals og Stjörnunnar sem frestað var á sínum tíma vegna þáttöku Vals í Evrópukeppninni. Valur getur styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri í kvöld og hefst leikurinn klukkan 20 og verður í Laugardalshöllinni. Sport 29.11.2005 18:00
Auðveldur sigur íslenska liðsins Íslenska landsliðið í handknattleik vann í dag auðveldan sigur á Norðmönnum í þriðja og síðasta vináttuleik liðanna í Kaplakrika í dag 32-26. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 10 mörk fyrir íslenska liðið og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Einar Hólmgeirsson skoruðu 6 hvor. Ísland vann því tvo af þremur leikjum liðanna, en þau skildu jöfn í Mosfellsbæ í gær. Sport 27.11.2005 17:54
Góður sigur á Sviss í kvöld Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur á Sviss 25-22 í undankeppni EM á Ítalíu í kvöld. Hanna Stefánsdóttir var markahæst með 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoruðu 4 hvor. Íslenska liðið hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðlinum og mæta Tyrkjum á morgun. Sport 25.11.2005 21:09
Ísland burstaði Noreg í Eyjum Íslenska karlalandsliðið í handknattleik vann auðveldan sigur á Norðmönnum 32-23 í Vestmannaeyjum í kvöld, eftir að hafa verið yfir 15-11 í hálfleik. Þetta var fyrsti leikur liðanna af þremur, en þau mætast að Varmá á morgun klukkan 16:15 og á sama tíma á sunnudag í Kaplakrika. Sport 25.11.2005 20:12
Ísland yfir 15-11 í hálfleik Íslenska landsliðið í handbolta hefur fjögurra marka forystu gegn Norðmönnum í fyrsta leik liðanna af þremur, en spilað er í Vestmannaeyjum. Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skorað fimm mörk hvor fyrir íslenska liðið. Sport 25.11.2005 19:16
Burstuðu Belga 34-22 Íslenska kvennalandsliðið var ekki í teljandi vandræðum með það belgíska með 12 marka mun í undankeppni HM á Ítalíu, eftir að staðan hafði verið 17-11 fyrir Ísland í hálfleik. Jóna Margrét Ragnarsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Ísland og Hanna G. Stefánsdóttir skoraði 5 mörk. Sport 23.11.2005 18:14
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent