Ástin á götunni

Fréttamynd

Annar stórsigur hjá Val

Valsstúlkur unnu í dag annan stórsigur sinn í röð í Evrópukeppninni þegar liðið skellti heimaliðinu Slovan Duslo Sala frá Slóvakíu 6-2. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val annan leikinn í röð en auk hennar voru þær Málfríður Sigurðardóttir, Kristín Bjarnadóttir og Sif Atladóttir á skotskónum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðmundur Steinarsson í landsliðið

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið Guðmund Steinarsson úr Keflavík í hóp sinn fyrir leikina gegn Norðmönnum og Skotum í undankeppni HM og kemur hann inn í stað Ólafs Inga Skúlasonar sem er meiddur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Brynjar Björn meiddur

Brynjar Björn Gunnarsson, leikmaður Reading, meiddist á æfingu í gær og fer í myndatöku eftir helgi. Talið er að liðbönd séu tognuð sem þýðir að Brynjar verður væntanlega úr leik í sex til átta vikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Toppliðin héldu sínu í 1. deildinni

Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í knattspyrnu í dag en staðan á toppnum breyttist ekki þar sem þrjú efstu liðin unnu leiki sína. Topplið ÍBV vann 2-1 sigur á KS/Leiftri í Eyjum, Selfoss hélt öðru sætinu með sigri á Fjarðabyggð 4-1 og Haukar halda þriðja sætinu eftir 1-0 sigur á Þór. Þá vann Víkingur R 3-2 sigur á Víkingi Ólafsvík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leifur gerir tvær breytingar

Fylkir mætir liði FK Riga frá Lettlandi í seinni leik þessara liða í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16:00.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fyrsta tap Eyjamanna

Tveim leikjum er lokið í 1. deild karla í dag. ÍBV tapaði sínum fyrsta leik og sínum fyrstu stigum er þeir töpuðu fyrir Haukum á útivelli, 2-0.

Íslenski boltinn