Box

Varar nýju stjörnuna í þungavigtinni við að mæta Usyk strax
Gamli hnefaleikakappinn Ricky Hatton hvetur Moses Itauma, nýjustu stjörnuna í þungavigtinni, til að hugsa vandlega um næstu skref og ana ekki að neinu.

Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum
Breski boxarinn Moses Itauma heldur áfram að klífa metorðastigann í þungavigtinni en í gær sigraði hann Dillian Whyte örugglega.

Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum?
Bardagaskipuleggjandinn Eddie Hearn segir að það sé mikill möguleiki á því að Jake Paul mæti fyrrum heimsmeistaranum Anthony Joshua í hringnum. Hearn segir að bardaginn muni setja allskonar met og geta farið fram í byrjun næsta árs.

Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga
Hnefaleikaheimurinn syrgir í dag Japanann Shigetoshi Kotari sem lést í gær aðeins 28 ára gamall.

Óþekkjanleg stjarna
Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney.

Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni
Boxarinn og þjálfarinn Davíð Rúnar Bjarnason hefur sett íbúð sína í Grafarvogi á sölu. Er um að ræða rúmlega 120 fermetra eign með palli og ásett verð er 104,9 milljónir.

Fannst látinn í hótelherbergi sínu
Eiginkonan talaði við hann eftir bardagann en heyrði svo ekkert meira fyrr en lögreglan hafði samband og lét hana vita af því að eiginmaðurinn væri allur.

47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn
Fyrrum heimsmeistarinn Ricky Hatton hefur boðað endurkomu sína í hnefaleikana.

Íslandsmeistarinn með Audda og Steinda: „Hver er sá besti? Það er Elmar“
Ríkjandi Íslandsmeistarinn í hnefaleikum, Elmar Gauti Halldórsson, mætti með látum ásamt Audda og Steinda á IceBox í Kaplakrika í gærkvöldi.

Bubbi segir Eriku Nótt oft hafa verið betri: „Veit ekki hvað var að plaga hana“
Erika Nótt Einarsdóttir varð í gærkvöld Icebox meistari eftir sigur á Nora Guzlander. Bubbi Morthens, einn besti tónlistarmaður Íslands sem og einn okkar helsti sérfræðingur um hnefaleika, segir Eriku Nótt oft hafa verið betri.

IceBox í Kaplakrika
Vísir var með beina útsendingu frá hnefaleikakeppninni IceBox sem fram fer í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Börnin vilja sjá þá sænsku blóðga Eriku
Hin sænska Norah Guzlander, sem Erika Nótt ætlar að lumbra á í Kaplakrika í kvöld, veigrar sér að sjálfsögðu ekki við því að berjast við svo ungan andstæðing. Börnin hennar verða á svæðinu og gera skýra kröfu um að mamma „kýli meira og fastar“.

„Ég valdi bara bestu gelluna, hún gæti reyndar verið mamma mín“
Hnefaleikakonan Erika Nótt berst við konu sem er rúmlega tvöfalt eldri en hún á IceBox. Erika er skemmtikraftur sem ætlar ekki að hlaupa í hringi, heldur „traðka yfir hana.“

Kolbeinn nálgast topp fimmtíu í heiminum
Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum og ríkjandi WBF heimsmeistarinn Kolbeinn Kristinsson klifrar upp í 62.sæti á heimslista þungavigtarkappa eftir sigur hans á Þjóðverjanum Mike Lehnis um síðastliðna helgi.

Khelif beðin afsökunar á kynjaprófstilkynningunni
Alþjóðahnefaleikasambandið World Boxing hefur beðist afsökunar á því að hafa nefnt Imane Khelif sérstaklega í tilkynningu um að keppendur yrðu skyldugir í kynjapróf. Friðhelgi einkalífs hennar hefði átt að virða.

Kolbeinn er WBF heimsmeistari
Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, tryggði sér í kvöld WBF heimsmeistarabeltið í hnefaleikum með sigri á Mike Lehnis í Nürnberg.

Ólympíumeistarinn þarf að fara í kynjapróf til að fá að keppa
Nýja yfirvaldið í hnefaleikaheiminum, World Boxing, hefur ákveðið að skylda alla keppendur á sínum vegum til að gangast undir kynjapróf.

Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“
Kolbeinn Kristinsson, atvinnumaður í hnefaleikum stígur aftur inn í hringinn um komandi helgi. Það að vera ósigraður finnst honum ekki vera íþyngjandi og hann stefnir á að stöðva komandi andstæðing sinn snemma. Heimsmeistaratitill er undir.

Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig
Enska hnefaleikakonan Georgia O'Connor er látin, aðeins 25 ára. Banamein hennar var krabbamein.

Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn
Fjögur ár eru síðan Manny Pacquiao lagði boxhanskana á hilluna. En nú ætlar hann að snúa aftur í hringinn, 46 ára að aldri.

Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“
Icebox verður haldið í áttunda sinn þann 13. júní næstkomandi. Venju samkvæmt fer hnefaleikakvöldið fram í Kaplakrika og skipuleggjandi þess að það verði stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Erlendir keppendur mæta til leiks að þessu sinni.

Langar að berjast við OnlyFans-stelpur
Erika Nótt Einarsdóttir, átján ára íslensk hnefaleikakona, er rísandi stjarna bæði í hnefaleikaheiminum og á samfélagsmiðlum. Hún hefur vakið mikla athygli á TikTok síðustu misseri, og ekki síst á alþjóðavettvangi eftir að hún tók þátt í streymi bandaríska áhrifavaldsins Adins Ross. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið hratt og er hún komin með yfir 47 þúsund fylgjendur á TikTok og yfir 38 þúsund á Instagram.

Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt
Hnefaleikakappinn Chris Eubanks Jr. náði ekki vigt fyrir millivigtar-bardaga sinn gegn Conor Benn sem fram fer síðar í dag, laugardag. Eubanks mun keppa en þarf þó að borga sekt sem hljóðar upp á rúmar 64 milljónir íslenskra króna.

Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum
Fyrir ellefu árum var Michael Carter-Williams kosinn nýliði ársins í NBA deildinni í körfubolta. Í næsta mánuði reynir hann fyrir sér í allt annarri íþrótt.

Segir að Fury muni ekki snúa aftur
Bob Arum, sem var umboðsmaður Tysons Fury um tíma, segir að enski boxarinn muni ekki snúa aftur í hringinn.

Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“
Eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, Valgerður Guðsteinsdóttir, er ekki af baki dottin þó svo hún nálgist fertugt. Hún ætlar sér enn alla leið í íþróttinni.

Almar kjörinn varaforseti
Almar Ögmundsson var á dögunum kjörinn einn af þremur varaforsetum Evrópska hnefaleikasambandsins.

Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu
Samfélagsmiðlastjarnan Jake Paul vill nú mæta Gerwyn Price – sem varð heimsmeistari í pílu árið 2021 – í hringnum. Paul hefur unnið 11 af 12 bardögum sínum í hnefaleikum, síðast gegn hinum 58 ára gamla Mike Tyson.

Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari
Fyrrum lögreglukonan Tiara Brown varð WBC heimsmeistari í fjaðurvigt eftir sigur gegn Skye Nicolson í titilbardaga. Ákvörðun hennar að hætta lögreglustörfum árið 2021 hefur heldur betur borgað sig.

Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“
George Foreman varð sá síðasti úr hinni heilögu þungavigtarþrenningu hnefaleikamanna til að falla frá nú í morgun, hans er minnst með mikilli hlýju.