Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Grindavíkurvegur undir hraun og al­var­leg á­rás á for­sætis­ráð­herra

Rennsli og hraði hraunsins úr eldgosinu í Sundhnúkagígum jókst verulega í morgun. Hraun er tekið að renna yfir Grindavíkurveg norðan varnargarðanna við Svartsengi. Þá var tekin ákvörðun um að opna ekki í Bláa lóninu og gestum hótelsins gert að yfirgefa svæðið. Við ræðum við jarðverkfræðing á vettvangi í Svartsengi sem lýsir því sem fyrir augu ber í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. 

Innlent
Fréttamynd

Ósk um handtökuheimild og deilur um Erfða­greiningu

Alþjóðaglæpadómstóllinn hefur óskað eftir handtökuheimild á hendur Benjamín Nethanjahú, forsætisráðherra Ísraels og Yoan Gallant, varnarmálaráðherra landsins á grundvelli saka um stríðsglæpi. Dómstóllinn vill einnig handtaka þrjá leiðtoga Hamas samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Aukin skjálfta­virkni og erjur um Erfða­greiningu

Skjálftavirkni hefur aukist við Sundhnúksgígaröðina á Reykjanesskaga og ekkert lát er á landrisi. Eldfjallafræðingur segir að innstreymi í kvikuhólfið sé að hægjast sem gæti þýtt að lengri tími sé í næsta gos. Grindvíkingar sem gista í bænum bíða átekta.

Innlent
Fréttamynd

Á­tök í Ölfusi og offitulyf

Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Innlent
Fréttamynd

Sjó­slys, Þór­katla og fram­tíð Play

Í hádegisfréttum verður rætt við upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar en Gæslan hefur stefnt flutningaskipi til hafnar í Vestmannaeyjum vegna gruns um að það hafi átt þátt í að strandveiðibátur sökk í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Meint fjár­kúgun, frelsissvipting og líkams­á­rás

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Innlent