„Þetta situr enn þá í mér í dag“ Aron Pálmarsson segir tapið gegn Ungverjum á Ólympíuleikunum 2012 enn sitja í honum og það séu stærstu vonbrigðin á ferlinum. Hann segist sáttur við þá ákvörðun að vera endanlega hættur í handbolta, þrátt fyrir að það sé stórmót framundan hjá landsliðinu. Lífið 9.9.2025 11:30
Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Norski handboltamaðurinn Nicolai Daling missti sig algjörlega þegar áhorfendur með gjallarhorn létu ófögur orð í hans garð falla. Stökk hann upp í stúku og grýtti gjallarhorninu í gólfið. Handbolti 9.9.2025 07:01
Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Skanderborg, lið Kristjáns Arnar Kristjánssonar, tryggði sig örugglega áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik í kvöld með 31-36 sigri á Marítimo frá Portúgal en samtals vann danska liðið einvígið 74-56. Handbolti 7.9.2025 19:56
„Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Stjarnan laut í lægra haldi fyrir rúmenska liðinu Minaur Baia Mare í vítakastkeppjni í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í Hekluhöllinni í dag. Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var skiljanlega svekktur að leik loknum en á sama tíma stoltur af leikmönnum sínum. Handbolti 6. september 2025 15:59
Ómar Ingi skyggði á Gidsel Íslendingarnir í liði Magdeburg skoruðu samtals tuttugu mörk þegar liðið vann öruggan sigur á meisturum Füchse Berlin í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 32-39. Handbolti 6. september 2025 15:48
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Stjarnan tók á móti Minaur Baia Mare í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta karla í Hekluhöllinni í dag. Fyrri leikurinn í Rúmeníu fór 26-26. Leik liðanna í dag lyktaði sömuleiðis með jafntefli, 23-23, og úrslitin réðust í vítakastkeppni. Þar hafði Minaur Baia Mare betur og fer þar af leiðandi áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en Stjarnan situr eftir með sárt ennið. Handbolti 6. september 2025 14:48
Elín Klara markahæst í risasigri Íslenska landsliðskonan í handbolta, Elín Klara Þorkelsdóttir, fór mikinn þegar Sävehof vann risasigur á Eslov, 37-20, í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í dag. Handbolti 6. september 2025 13:11
Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tveir leikir fóru fram í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Nýliðar Þórs frá Akureyri fara vel af en liðið vann öruggan sigur á ÍR. Þá vann ÍBV eins marks sigur á HK. Handbolti 5. september 2025 20:35
Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Afturelding byrjar tímabilið í Olís-deild karla í handbolta með eins naumum sigri og hugsast getur. Mosfellingur lögðu Hauka á Ásvöllum, lokatölur 27-28. Handbolti 4. september 2025 21:44
Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Fram sótti FH heim í 1. umferð efstu deildar karla í handbolta. Reyndust lokatölur í Kaplakrika 25-29 og fóru gestirnir því heim með stigin tvö. Handbolti 4. september 2025 20:53
Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu nauman eins marks sigur á Melsungen í efstu deild þýska handboltans. Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson áttu risastóran þátt í sigri dagsins. Handbolti 4. september 2025 18:51
Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Íslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon hefur byrjað tímabilið afar í þýska handboltanum. Handbolti 4. september 2025 13:01
„Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Valur sigraði Stjörnuna 32-27 í opnunarleik Olís deildarinnar í Garðabæ í kvöld. Viktor Sigurðsson var öflugur fyrir Val í kvöld með níu mörk og nýi þjálfarinn, Ágúst Þór Jóhannsson, var ánægður með sigurinn. Handbolti 3. september 2025 21:33
Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handboltavertíðin í Olís-deild karla hófst með leik Stjörnunnar og Vals í Hekluhöllinni í Mýrinni í Garðabænum í kvöld. Valsmenn hefja leiktíðina vel en liðið vann sannfærandi sigur. Val er spáð deildarmeistaratitilinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum deildarinnar og Ágúst Þór Jóhannsson fer vel af stað með liðið. Handbolti 3. september 2025 20:58
Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Ómar Ingi Magnússon skoraði úr öllum átta skotum sínum fyrir Magdeburg í kvöld, í 34-28 sigri á Eisenach. Íslenska tríóið skoraði samtals fimmtán mörk í leiknum fyrir Magdeburg. Íslendingar voru einnig að spila í Danmörku og Portúgal. Handbolti 3. september 2025 19:57
„Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Óðinn Þór Ríkharðsson var hreint ótrúlegur í grannaslag í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. „Taugalausi maðurinn“, eins og hann er kallaður á samfélagsmiðlum Kadetten Schaffhausen, skoraði 13 mörk úr 14 skotum fyrir liðið í kvöld. Í Noregi var ójafn Íslendingaslagur. Handbolti 3. september 2025 19:24
Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson áttu báðir þátt í því að Erlangen skoraði sex síðustu mörkin og tókst að vinna Bergischer, undir stjórn Arnórs Þórs Gunnarssonar, í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Handbolti 3. september 2025 19:00
Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Fyrir aðeins tveimur mánuðum síðan þá sagði norska handboltagoðsögnin Camilla Herrem frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hefði greinst með krabbamein. Á dögunum var hún mætt aftur inn á handboltavöllinn. Handbolti 3. september 2025 06:33
Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Einn sigursælasti handboltamaður sögunnar, Aron Pálmarsson, sér ekki fyrir sér að fara að þjálfa í framtíðinni. Handbolti 2. september 2025 15:15
Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson er þegar farinn að vinna titla með spænska stórveldinu Barcelona og honum var vel fagnað eftir að hafa tryggt liðinu titil í gær. Handbolti 1. september 2025 14:18
Sigursteinn framlengir við FH Þjálfari karlaliðs FH í handbolta, Sigursteinn Arndal, hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára. Handbolti 1. september 2025 13:31
HSÍ skiptir út merki sambandsins Handknattleikssamband Íslands hefur tekið þá ákvörðun að taka upp nýtt merki fyrir sambandið. Handbolti 31. ágúst 2025 12:49
Valur meistari meistaranna Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Hauka mættust í dag í meistarakeppni HSÍ þar sem Íslandsmeistarar fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi 22-15. Handbolti 30. ágúst 2025 18:17
Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Stjörnumenn eru í ágætri stöðu í umspili Evrópudeildarinnar í handbolta eftir jafntefli á útivelli í dag. Handbolti 30. ágúst 2025 16:52