Handbolti

Fréttamynd

Öruggt hjá Ljónunum

Alexander Petersson skoraði tvö mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson eitt í 34-26 sigri Rhein-Neckar Löwen gegn RK Zagreb í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Birna Berg skoraði fimm

Handknattleikskonan Birna Berg Haraldsdóttir skoraði fimm mörk í 41-24 sigri Sävehof á Spårvägens HF í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Stórleikur Atla Ævars dugði ekki

Kári Kristjánsson og félagar í Bjerringbro-Silkeborg höfðu betur í Íslendingaslag á móti Nordsjælland Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag og á sama tíma unnu Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold sigur á Mors-Thy Håndbold.

Handbolti
Fréttamynd

Aron æfði með FH í síðustu viku

Aron Pálmarsson gat ekki tekið þátt í landsleikjunum á móti Austurríki um helgina þar sem hann er enn að jafna sig eftir hnéaðgerð. Guðjón Guðmundsson hitti á Aron þar sem hann var að æfa heima á Íslandi í síðustu viku og tók saman innslag sem var sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð og Wilbek missa mikilvægan mann

Danska landsliðið varð fyrir öðru áfalli á stuttum tíma þegar leikstjórnandinn Rasmus Lauge Schmidt meiddist á hné í æfingaleik á móti Krótíu í Noregi í gær. Áður hafði 212 sm skyttan Nikolaj Markussen slitið hásin.

Handbolti
Fréttamynd

Strákarnir hentu frá sér fimm marka forskoti í lokin

Ísland tapaði 32-33 í seinni æfingaleiknum á móti Austurríki í Linz í kvöld en íslenska liðið hafði unnið eins marks sigur í leiknum í gærkvöldi. Þórir Ólafsson var markahæstur í íslenska liðinu með níu mörk. Austurríkismenn skoruðu sigurmarkið úr víti á lokasekúndu leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór Atlason líklega ekki með í kvöld

Arnór Atlason verður líklega ekki með í seinni æfingaleik Íslands og Austurríkis sem fer fram í kvöld en Arnór meiddist á hné í fyrri leiknum í gær sem Ísland vann 29-28. Ísland og Austurríki mætast aftur í Linz klukkan 19.15.

Handbolti
Fréttamynd

Danir og Þjóðverjar halda HM

Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins ákvað á fundi sínum í morgun að heimsmeistaramótið árið 2019 færi fram í Danmörku og Þýskalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Grátlegt tap hjá stelpunum í Slóvakíu

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik var grátlega nálægt því að næla í mikilvægt stig gegn Slóvakíu ytra í dag. Fínn leikur en stelpurnar fara tómhentar heim eftir 19-18 tap.

Handbolti
Fréttamynd

Gunnar Steinn og félagar unnu öruggan sigur

Gunnar Steinn Jónsson og félagar hans í Nantes enduðu tveggja leikja taphrinu í kvöld þegar liðið vann sannfærandi níu marka heimasigur á Tremblay, 34-25, í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn markahæstur í jafntefli GOG

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold gerðu í kvöld 27-27 jafntefli á móti Team Tvis Holstebro á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta en GOG hafði einmitt betur í bikarleik liðanna fyrr í vikunni.

Handbolti