Landslið karla í handbolta
Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti
Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum.
„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“
Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig.
Tvær útgáfur af hægri vængnum í aðalhlutverki hjá íslenska liðinu um helgina
Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilaði tvo æfingarleiki á móti Þjóðverjum um helgina og það er ekki hægt að segja annað en að þar hafi breidd íslenska liðsins á hægri vængnum komið í ljós.
Sigfús ósáttur við línumennina: „Þeir gripu illa og skotnýtingin var mjög léleg“
Sigfús Sigurðsson var ekki ánægður með frammistöðu línumanna íslenska handboltalandsliðsins gegn því þýska um helgina.
Óli Stef: „Gummi á ekkert að vera pæla í því sem við erum að pæla í“
Ólafur Stefánsson segir að Guðmundur Guðmundsson eigi ekki að gefa umræðunni hér heima um íslenska karlalandsliðið í handbolta gaum.
„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“
Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt.
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 33-31 | Herslumuninn vantaði upp á aðra endurkomu
Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Þýskalandi, 33-31, í seinni vináttulandsleik þjóðanna í dag. Ómar Ingi Magnússon og Aron Pálmarsson voru hvíldir hjá Íslandi í dag.
Logi Geirs grét þegar hann rifjaði upp Ólympíuleikana
Logi Geirsson er viðmælandi í nýjasta þætti af Stórasta land í heimi með Stefáni Árna Pálssyni hér á Vísi. Í þættinum fer Logi yfir Ólympíuleikanna í Peking árið 2008, þar sem tilfinningarnar bera Loga ofurliði.
„Þetta er akkúrat það sem við þurftum, smá löðrung“
Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði vel að klára leik sinn við Þýskaland í gær á sigri. Styrkur felst í því að vinna leiki sem spilast illa. Þetta segir sérfræðingur Seinni bylgjunnar.
Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 30-31 | Frábær endurkoma í Brimaborg
Þrátt fyrir að lenda sex mörkum vann Ísland þýsku strákana hans Alfreðs Gíslasonar, 30-31, í vináttulandsleik í Brimaborg í dag.
Theódór Ingi: Verður spennandi að sjá hvar íslenska liðið stendur
Íslenska karla landsliðið í handobolta leikur tvo æfingaleiki Þýskaland ytra um helgina en liðin leiða saman hesta sína í dag og svo aftur á morgun. Liðin eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu vikur. Valur Páll Eiríksson ræddi við sérfræðinginn Theódór Inga Pálmason um vonir og væntingar sem gera má til íslenska liðsins á mótinu í íþróttafréttum á Bylgjunni í morgun.
Dönsku stjörnurnar taka undir með Björgvini Páli
Stór nöfn í handboltaheiminum taka undir gagnrýni Björgvins Páls Gústavssonar á umdeildar Covid-reglur IHF sem verða í gildi á HM í handbolta sem hefst í næstu viku.
Vinir Bjarka Más í öðrum landsliðum jafnósáttir við reglurnar
Það kom flatt upp á íslensku landsliðsmennina þegar þeir fréttu af ströngum kórónuveirureglum Alþjóða handboltasambandsins (IHF) á heimsmeistaramótinu sem hefst í næstu viku.
Furðar sig á ströngum Covid-reglum: „Ekkert annað en þvæla og vitleysa“
Ívar Benediktsson, ritstjóri vefmiðilsins Handbolti.is, var gestur í seinasta þætti af hlaðvarpi Seinni bylgjunnar þar sem hitað var upp fyrir komandi heimsmeistaramót í handbolta. Ívar ræddi meðal annars um þær ströngu Covid-reglur sem verða í gildi á mótinu og finnst þær í skásta lagi furðulegar.
Veikt svar IHF við gagnrýni Björgvins Páls: „IHF reynir að stjórna eins miklu og hægt er“
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni sem sambandið hefur sætt vegna Covid-reglna á komandi heimsmeistaramóti karla í handbolta.
Svona var blaðamannafundur HSÍ
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ. Þar sátu Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins, og Ýmir Örn Gíslason og Bjarki Már Elísson fyrir svörum.
Þjálfari Dana segir Íslendinga vera með frábært lið
Þjálfari danska handboltalandsliðsins, Nikolaj Jacobsen, segir íslenska landsliðið vera frábært og hefur mikla trú á því á HM sem hefst eftir viku.
Dreymir um að komast á verðlaunapall
Kristján Örn Kristjánsson er klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst eftir viku.
Formaður HSÍ: „Höfum reynt að bregðast við“
Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ segir erfitt úr þessu að breyta reglum IHF um viðbrögð sambandsins komi upp kórónuveirusmit á HM handbolta. Hann segir að búið sé að reyna að bregðast við.
„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“
Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi.
Björgvin Páll sendir IHF bréf vegna umdeildra Covid-reglna
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og íslenska handboltalandsliðsins, hefur sent Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, bréf vegna umdeildra reglna varðandi Covid-19 sem verða í gildi á HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst í næstu viku.
Sigfús hefur áhyggjur af gömlu stöðunni sinni
Sigfús Sigurðsson hefur mikla trú á íslenska karlalandsliðinu í handbolta á HM og segir það geta náð langt. Hann hefur þó smá áhyggjur af gömlu stöðunni sinni, á línunni.
„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“
Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar.
Logi Geirsson segir að Ísland sé með nógu gott lið til að vinna HM í handbolta
Logi Geirsson vann á sínum tíma tvenn verðlaun með íslenska landsliðinu í handbolta en núna hefur handboltasérfræðingur Seinni bylgjunnar gríðarlega mikla trú á strákunum okkar á heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í næstu viku.
„Eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum“
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, segir ósætti ríkja við íþyngjandi reglur Alþjóðahandknattleikssambandsins sem snerta á Covid-19 fyrir komandi heimsmeistaramót karla.
„Við höfum bara ekki í lent í öðru eins“
Fordæmalaus eftirspurn hefur verið eftir landsliðstreyju Íslands í handbolta í aðdraganda komandi heimsmeistaramóts. Markaðsstjóri HSÍ segir treyjusöluna síðustu vikur vera á pari við síðustu 18 mánuðina á undan.
Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“
Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta.
Gáttaður á Covid-reglum: „Eruð þið að reyna að eyðileggja íþróttina okkar?“
Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals og landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, er afar ósáttur við þær reglur sem verða í gildi á komandi heimsmeistaramóti í handbolta er varða Covid-19.
„Kaíró vinstri, inn á milli eitt og tvö og svo bara upp í skeytin“
Bjarni Mark Antonsson Duffield og Ólafur Andrés Guðmundsson eru greinilega undirbúa sig nú fyrir komandi landsliðsverkefni. Bjarni Mark er í A-landsliðshóp Íslands í fótbolta á meðan Ólafur Andrés er á leiðinni á HM í handbolta.
Utan vallar: Úr neðanmálsgrein hjá þjóðinni í fyrirsögn
Þegar Ómar Ingi Magnússon var kjörinn Íþróttamaður ársins í fyrra ráku sumir upp stór augu og spurðu einfaldlega: Hver er þetta? Nú spyr enginn hver Ómar Ingi sé. Nema viðkomandi búi í helli.