Síldarvinnslan
„Þetta eru auðvitað vonbrigði“
Formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar segir lokun Bræðslunar, fiskmjölverksmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, vonbrigði. Hún bindur miklar vonir við vinnu ráðgjafa sem ætlað er að finna nýja starfsemi í húsnæði fyrirtækisins.
Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að loka fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Seyðisfirði. Ástæðan er sögð vera að rekstrarumhverfi verksmiðja sem vinna fiskmjöl og - lýsi hafi versnað hratt undanfarin misseri. Tólf missa vinnuna.
Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun
Síldarvinnslan hefur birt jákvæða afkomuviðvörun og ljóst að við vinnu stjórnenda á níu mánaða uppgjöri félagsins hafi komið í ljós að hagnaður verði nokkuð hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum
Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst.
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni
Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja.
Kæmi ekki á óvart ef „illa nýtt“ bræðsla SVN á Seyðisfirði verði lokað
Það ætti ekki að koma á óvart ef frekari brestur verður á uppsjávartegundum að Síldarvinnslan muni grípa til þess ráðs að loka fiskimjölsverksmiðjunni á Seyðisfirði, sem hefur verið illa nýtt, eftir að hafa farið í miklar fjárfestingar í bræðslunni á Neskaupstað, að mati hlutabréfagreinenda. Líklegast er Síldarvinnslan bregðist við hærri veiði- og kolefnisgjöldum með því að leggja skipum og hagræða, enda samkeppnislega erfitt fyrir félagið að leita leiða til sameininga og samvinnu.
Telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan muni ná að standa við afkomuspá sína
Tekjur og afkoma Síldarvinnslunnar á öðrum fjórðungi var talsvert yfir væntingum en útistandandi spá félagsins um 78 til 84 milljóna dala rekstrarhagnað helst óbreytt. Greinandi telur „afar líklegt“ að Síldarvinnslan nái því markmiði, og jafnvel gott betur.
Tólf sagt upp á Siglufirði
Öllum tólf starfsmönnum SR-Vélarverkstæðis á Siglufirði var sagt upp störfum í gær.
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna
Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs.
Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra
Árni Sigurðsson, forstjóri Marel, er tekjuhæsti forstjórinn í nýju blaði Frjálsrar verslunar yfir tekjur Íslendinga árið 2024. Árni var með rúmar 40 milljónir á mánuði í tekjur.
Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von
Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir bráðabirgðaniðurstöður mælinga Hafrannsóknarstofnunar á makríl vera vonbrigði og tilefni sé til að hafa ákveðnar áhyggjur. Hins vegar beri að varast að draga of miklar ályktanir út frá sveiflum á einu ári. Makrílveiðar hafi gengið vel í sumar og betri fréttir af öðrum tegundum veki bjartsýni.
Ásókn í ufsa og minni tegundir dragist verulega saman með hærri veiðigjöldum
Ekki er ósennilegt að ásókn útgerðarfyrirtækja í að veiða ufsa og aðrar minni fisktegundir, sem skila fremur lítilli framlegð, muni dragast „umtalsvert“ saman í kjölfar fyrirhugaðrar hækkunar á veiðigjöldum. Í nýjum greiningum á Brim og Síldarvinnslunni, verðmætustu sjávarútvegsfélögunum í Kauphöllinni, er verðmat þeirra lækkað frá fyrra mati og virði þeirra talið vera nokkuð undir núverandi markaðsgengi.
Harmar ákvörðun Guðmundar
Nýr formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi harmar ákvörðunar Guðmundar Kristjánssonar að láta af formennsku. Hann segir klofning ekki vera til staðar innan SFS þrátt fyrir að Guðmundur í Brim hafi sagt á mánudag að áherslur hans sem formaður fengu engan stuðning hjá stjórn SFS.
Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar
Gunnþór Ingvason, varaformaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og forstjóri Síldarvinnslunnar hf., mun taka við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims sagði af sér sem formaður í gær.
Mæla með sölu í SVN og hækka áhættuálag vegna pólitískrar óvissu
Þrátt fyrir traustan rekstur og sterka framlegð í síðasta uppgjöri hafa greinendur IFS lækkað virðismat sitt á Síldarvinnslunni, verðmætasta sjávarútvegsfélagið í Kauphöllinni, og mæla nú með því að fjárfestar minnki við stöðu sína í fyrirtækinu. Í nýrri umfjöllun greiningarfyrirtækisins er meðal annars nefnt að greinendur þess hafi ákveðið að hækka áhættuálag á félög í sjávarútvegi um heila 150 punkta vegna „sérstakrar óvissu“ sem umlykur greinina, meðal annars vegna boðaðrar hækkunar á veiðigjöldum.
Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Síldarvinnslan í Neskaupstað hagnaðist um milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi ársins, sem er meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta hefur félagið sett allar fjárfestingar á ís og sér fram á að draga saman seglin í Fjarðabyggð vegna boðaðrar hækkunar veiðigjalda.
Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað
Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sjávarútvegsfyrirtæki landsins verði að bregðast við boðuðum breytingum á lögum um veiðigjald með hagræðingu og uppsögnum á fólki. Auk þess muni fjárfestingar og endurnýjun sitja á hakanum. Umræðan um atvinnugreinina einkennist af rangfærslum um ofurhagnað.
Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót.
Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð
Fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun segir fulla ástæðu til að ætla að loðnuvertíð gæti orðið í vetur. Fyrsta leitarleiðangri vetrarins lauk í morgun.
Áfram engar loðnuveiðar
Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025.
Fá tíu ár til að selja hlut sinn í grænlenskum útgerðum
Grænlenska heimastjórnin samþykkti nýlega ný fiskveiðistjórnarlög sem munu knýja erlenda aðila sem eiga í þarlendum sjávarútvegsfyrirtækjum til að selja hlut sinn á næstu tíu árum. Þrjú íslensk félög eiga þriðjungshlut í útgerðum í Grænlandi, þar af tvö útgerðarfélög sem skráð eru í Kauphöll Íslands.
Telja SKE hafa farið offari og hætta við kaupin
Stjórn Síldarvinnslunnar hefur samþykkt beiðni Samherja um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka.
Loðnubrestur hefur mikil áhrif en Síldarvinnslan er „hvergi bangin“
Loðnubrestur vó þungt í rekstri Síldarvinnslunnar á fyrsta ársfjórðungi eftir nokkur góð ár í veiðum á þeirri fisktegund. Á sama tíma hefur ríkt óvissa með rekstur bolfiskeiningar útgerðarinnar í Grindavík sem sömuleiðis dregur úr afkomu samanborið við fyrra ár. Markaðsvirði Síldarvinnslunnar hefur lækkað um nærri þrjú prósent í Kauphöllinni það sem af er degi.
Verðmetur Síldarvinnsluna yfir markaðsvirði í fyrsta skipti í 30 mánuði
Í fyrsta skipti í þrjátíu mánuði er verðmatsgengi hlutabréfagreinanda fyrir ofan markaðsgengi Síldarvinnslunnar. „Hvort það endurspegli stöðuna á markaðnum eða hvort Jakobsson Capital sé mun bjartsýnna á slorið en markaðurinn er erfitt að segja. Óvissan er mikil en sveiflur markaðarins eru oft eins og sveiflur í loðnugöngum,“ segir í nýju verðmati en gert ráð fyrir því að rekstrarhagnaður útgerðarinnar verði orðinn hærri 2026 en hann var „metárið 2023.“
Leiðinlegt með loðnuna en svona er þetta bara
Væntingar um tugmilljarða loðnuvertíð eru fyrir bí. Loðnubrestur virðist staðreynd.
Sakar SKE um „íhlutun íhlutunnar vegna“ en sé ekki að gæta hagsmuna almennings
Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Síldarvinnslunnar, gagnrýnir harðlega starfshætti Samkeppniseftirlitsins, sem rannsakar núna eignatengsl félagsins og Samherja, og spyr hvaða hagsmuni stofnunin er að verja hér á landi og hvaða samkeppni hún telur sig standa vörð um. Hann segir eftirlitið gera sjávarútvegsfélögum erfitt um vik á erlendum mörkuðum í samkeppni við risavaxna keppinauta samhliða því að íslensku fyrirtækin verða alltaf hlutfallslega minni og minni.
Bjarni Ólafsson AK í slipp á Akureyri
Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023.
Loðnan við Vestfirði ekki nægilega mikil
Loðnan sem fannst undan Patreksfirði í gær reyndist ekki vera í nægilegu magni til að unnt sé að heimila veiðar. Von um loðnuvertíð er því orðin veik og blasir loðnubrestur við þennan veturinn. Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funda með fulltrúum útgerðarinnar í dag um stöðuna.
Skoða enn hvort Samherji og Síldarvinnslan séu sama fyrirtækið
Samkeppniseftirlitið hefur hafið athugun á því hvort samband Samherja og Síldarvinnslunnar sé svo náið að félögin jafngildi einni efnahagslegri einingu en ekki samstarfi sjálfstæðra keppinauta.
Síðasta vonin gæti verið Húnaflóatorfa
Eftir árangurslausar tilraunir til að finna loðnuna hefur verið ákveðið að efna til nýs leitarleiðangurs í von um að afstýra loðnubresti. Skammur tími er til stefnu áður en loðnan drepst og verður lagt í hann strax á morgun.