
Kosningar 2006

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafin
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 29. maí næstkomandi er hafin í Laugardalshöll.

1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík
1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram á morgun laugardag og er kosið í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal (norðan Laugardalshallar).

946 manns höfðu kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00
Alls höfðu 946 manns kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík núna kl. 18.00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1 og stendur hún yfir til kl. 20 í kvöld.
Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum hugsanlega bönnuð
Fjárframlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna í prófkjörum verða bönnuð nái tillaga þingnefndar um málefnið fram að ganga. Verði tillögurnar samþykktar mun bannið taka gildi fyrir alþingiskosningarnar í vor.

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs
Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar
Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum.

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins
Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Talið verður í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í kvöld
Talið verður í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í dag. Einhver bið verður þó á fyrstu tölum þar sem kjörkassinn frá Vestmannaeyjum kemst ekki í land sökum veðurs.

Gunnar Svavarsson sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Nú rétt í þessu bárust lokatölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Niðurstaðan varð sú að Gunnar Svavarsson hlaut 1376 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2268 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hlaut 2353 atkvæði í 1.-3. sæti.

Gunnar leiðir á ný
Nú rétt í þessu bárust tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Gunnar Svavarsson hefur hlotið 1245 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2061 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 2155 atkvæði í 1.-3. sæti.

Þórunn Sveinbjarnardóttir efst í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi
Breytingar hafa orðið á röð efsta fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Þórunn Sveinbjarnardóttir leiðir nú listann og hefur hlotið 723 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Gunnar Svavarsson 875 atkvæði í 1.-3. sæti.

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu
Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

4.996 kusu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Kosningum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi er nú lokið. Talið verður á morgun og áætlað er að fyrstu tölur berist um 18:00 á morgun, sunnudag.
4151 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi kl 19.
4151 höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi kl 19. Að sögn Halldórs S. Guðmundssonar formanns kjörstjórnar munu fyrstu tölur berast um kl. 20.30. 1900 félagar í Samfylkingunni kusu í síðusta prófkjöri og telst þetta því mjög góð þátttaka.

Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Kristján L. Möller sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, Einar Már Sigurðarson var í öðru sæti og Lára Stefánsdóttir lenti í því þriðja.
Vel á fimmta þúsund kosið í prófkjöri samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Vel á fimmta þúsund manns voru búnir að kjósa kl. 17 í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Tæplega 2300 kosið í prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi
Samkvæmt nýjustu tölum úr prófkjöri samfylkingarinnar í suðvesturkjördæmi höfðu 2289 kosið klukkan fjögur í dag.

Tæplega 3000 kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi
Tæplega 3000 manns voru búnir að kjósa kl. 15. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Tæplega 1900 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi
Alls voru 1870 búnir að kjósa kl. 13. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
800 greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi
800 manns höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvestur kjördæmi kl. 12 á hádegi, þar af 365 utankjörfundar.
Tæplega 1100 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi
Alls voru 1089 búnir að kjósa kl. 11. í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina
Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar áfram við völd
Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabilið 2006-2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, umhverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, atvinnumál, ábyrga fjármálastjórn, ferða- og samgöngumál.

Meirihluti myndaður í Skagfirði
Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Skagafirði hafa samið um myndum meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Oddviti Samfylkingarinnar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verður forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks Gunnar Bragi Sveinsson verður formaður byggðarráðs.

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið
Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi þegar K-listi og A-listi í Bolungarvík mynduðu meirihluta án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta, í rúmlega sextíu ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur.
Úrslit í Svalbarðsstrandarhreppi
Óbundinni kosningu í Svalbarðsstrandarhreppi er lokið. Alls voru 261 á kjörskrá og greidu 170 atkvæði eða rúm 65%.

117 höfnuðu tillögum
Alls 117, eða þriðjungur kosningabærra, höfnuðu öllum þremur tillögum að nöfnum á nýsameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps á Ströndum.
Helgi Steinsson efstur
Í Hörgárbyggð var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 287 og þar af greiddi 181 atkvæði. Kosningu hlutu Helgi B. Steinsson, Birna Jóhannesdóttir, Árni Arnsteinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir.
Úrslit í Skútustaðahreppi
Óbundinni kosningu í Skútustaðahreppi er lokið. Á kjörskrá voru 306 og greiddu 190 manns atkvæði.
Úrslit í Súðavíkurhreppi
Óbundinni kosningu í Súðavíkurhreppi er lokið. Á kjörskrá voru 165 og greiddu 110 manns atkvæði.