Lögreglumál Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Innlent 27.12.2022 14:40 Rýma hús vegna snjóflóðahættu Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu. Innlent 26.12.2022 23:14 Stakk af eftir að hafa valdið árekstri Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang. Innlent 26.12.2022 07:54 Ósátt með að mega ekki hafa börnin í eftirdragi Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um bifreið að draga börn á sleða upp skíðabrekkuna í Breiðholti. Þegar lögregla ræddi við hlutaðeigandi voru þeir ekki sáttir með að mega ekki draga börnin upp brekkuna. Innlent 25.12.2022 07:39 Verður ekki ákærður fyrir að selja bjór Eigandi brugghússins Steðja verður ekki ákærður fyrir að hafa stundað smásölu áfengis án þess að hafa til hennar tilskilin leyfi. Innlent 24.12.2022 08:24 Stal jólapakka og úlpu Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið. Innlent 24.12.2022 07:23 Sérsveitin í aðgerð á Keflavíkurflugvelli Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag. Lögregla var kölluð til eftir að taska fannst yfirgefin í flugvallarbyggingunni. Innlent 23.12.2022 17:37 Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn framlengdur fram yfir áramót Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club. Úrskurðurinn var í dag framlengdur til 17. janúar næstkomandi. Innlent 23.12.2022 17:13 Líkamsárás, eignaspjöll og tilraun til snjósleðaþjófnaðar Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í kjölfar líkamsárásar og eignaspjalla. Þá var lögregla kölluð til vegna ágreinings og mögulegra skemmdarverka. Innlent 23.12.2022 06:23 Bandaríkjamaður beit lögreglumann á Hverfisgötu Bandarísku karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum, reyna að bíta lögreglumann og fyrir að bíta annan lögreglumann. Lögreglumaðurinn sem var bitinn hlaut yfirborðsáverka. Innlent 22.12.2022 19:16 Nafn mannsins sem leitað var í Þykkvabæjarfjöru Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn. Innlent 22.12.2022 15:24 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Innlent 22.12.2022 12:43 Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Innlent 22.12.2022 07:00 Réðst á afgreiðslustúlku og sló hana ítrekað í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi þegar ungur maður réðst á stúlku sem var að störfum í verslun í Kópavogi og sló hana ítrekað í andlitið. Innlent 21.12.2022 06:16 Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Innlent 20.12.2022 10:12 Tveimur skotbómulyfturum stolið Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna. Innlent 19.12.2022 19:26 Um helmingur þolenda kynferðisbrota verða fyrir broti af hálfu ókunnugra Um tvö prósent Íslendinga 18 ára og eldri urðu fyrir kynferðisbroti árið 2021, og í yfir helmingi tilvika hafði einhver þeim ókunnugur beitt ofbeldinu. Innlent 19.12.2022 15:08 Hótaði þremur félögum sínum með skotvopni á Heimsenda í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem hafði hótað þremur félögum sínum með skotvopni í hesthúsahverfinu á Heimsenda í Kópavogi í nótt. Innlent 19.12.2022 10:57 Ár alvarlegra líkamsárása og upplýsingaóreiðu hjá lögreglunni Mikil aukning hefur orðið í alvarlegum ofbeldisbrotum hér á landi frá síðustu árum. Lögreglan segir almenning tilbúnari til að grípa í og beita hættulegum vopnum. Hún hefur þá sjaldan staðið í jafn ströngu og á liðnu ári. Við skulum líta yfir farinn veg. Innlent 19.12.2022 07:01 Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. Innlent 19.12.2022 06:08 Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. Innlent 18.12.2022 19:45 Alvarlegt bílslys við Vík í Mýrdal Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu við Reynisfjall skammt frá Vík í Mýrdal þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu á Landspítala. Innlent 18.12.2022 15:35 Kastaði af sér þvagi á miðri akbraut Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Eitt af verkefnum næturinnar var að hafa afskipti af manni sem stóð á miðri akbraut í miðbæ Reykjavíkur og kastaði af sér þvagi. Innlent 18.12.2022 07:20 Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. Innlent 18.12.2022 07:01 Handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni Maður var handtekinn við veitingahús í miðborg Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni og vörslu fíkniefna. Innlent 17.12.2022 08:38 Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. Innlent 16.12.2022 19:30 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Innlent 16.12.2022 18:30 Leita að tvítugum karlmanni við Þykkvabæjarfjöru Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að á Suðurlandi síðan seinnipartinn í gær er rúmlega tvítugur. Lögregla hóf eftirgrennslan eftir honum að beiðni aðstandenda í Árnessýslu um fimmleytið síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út tveimur klukkustundum síðar. Innlent 16.12.2022 11:49 Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Innlent 16.12.2022 07:00 Braust inn og stal sjóðsvél Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynning barst um þjófnað og innbrot í fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur um klukkan þrjú í nótt. Innlent 16.12.2022 06:12 « ‹ 89 90 91 92 93 94 95 96 97 … 280 ›
Stálu þremur hoppukastölum og flutningabíl um jólin Flutningabíll með þremur hoppukastölum innanborðs var stolið af athafnasvæði Skátalands á dögunum. Búnaðinn átti að nota á fyrirtækjaskemmtun síðar í dag og óskar forsvarsfólk fyrirtækisins eftir aðstoð almennings við að finna flutningabílinn. Þetta er annað ökutækið sem stolið er af skátahreyfingunni á stuttu tímabili. Innlent 27.12.2022 14:40
Rýma hús vegna snjóflóðahættu Tvö hús að Höfðabrekku í Mýrdal, austan Víkur, voru rýmd um kvöldmatarleytið vegna mögulegrar snjóflóðahættu. Innlent 26.12.2022 23:14
Stakk af eftir að hafa valdið árekstri Laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi var tilkynnt um árekstur á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þar hafði verið ekið á bifreið sem í voru hjón með tvö börn. Tjónvaldurinn flúði vettvang. Innlent 26.12.2022 07:54
Ósátt með að mega ekki hafa börnin í eftirdragi Á öðrum tímanum í nótt var tilkynnt um bifreið að draga börn á sleða upp skíðabrekkuna í Breiðholti. Þegar lögregla ræddi við hlutaðeigandi voru þeir ekki sáttir með að mega ekki draga börnin upp brekkuna. Innlent 25.12.2022 07:39
Verður ekki ákærður fyrir að selja bjór Eigandi brugghússins Steðja verður ekki ákærður fyrir að hafa stundað smásölu áfengis án þess að hafa til hennar tilskilin leyfi. Innlent 24.12.2022 08:24
Stal jólapakka og úlpu Á sjöunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um þjófnað í verslunarmiðstöð í Kópavogi. Þar hafði jólapakka með nýjum fötum verið stolið. Því gæti svo farið að einhver endi í jólakettinum eftir athæfið. Innlent 24.12.2022 07:23
Sérsveitin í aðgerð á Keflavíkurflugvelli Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag. Lögregla var kölluð til eftir að taska fannst yfirgefin í flugvallarbyggingunni. Innlent 23.12.2022 17:37
Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn framlengdur fram yfir áramót Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club. Úrskurðurinn var í dag framlengdur til 17. janúar næstkomandi. Innlent 23.12.2022 17:13
Líkamsárás, eignaspjöll og tilraun til snjósleðaþjófnaðar Tveir voru vistaðir í fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í kjölfar líkamsárásar og eignaspjalla. Þá var lögregla kölluð til vegna ágreinings og mögulegra skemmdarverka. Innlent 23.12.2022 06:23
Bandaríkjamaður beit lögreglumann á Hverfisgötu Bandarísku karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum, reyna að bíta lögreglumann og fyrir að bíta annan lögreglumann. Lögreglumaðurinn sem var bitinn hlaut yfirborðsáverka. Innlent 22.12.2022 19:16
Nafn mannsins sem leitað var í Þykkvabæjarfjöru Leit að Renars Mezgalis hefur verið hætt. Hans hefur verið saknað frá 15. desember síðastliðnum. Bifreið hans fannst í flæðarmálinu í Þykkvabæjarfjöru daginn eftir og talið er að hann hafi lent í sjónum þar og sé látinn. Innlent 22.12.2022 15:24
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Innlent 22.12.2022 12:43
Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Innlent 22.12.2022 07:00
Réðst á afgreiðslustúlku og sló hana ítrekað í andlitið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi þegar ungur maður réðst á stúlku sem var að störfum í verslun í Kópavogi og sló hana ítrekað í andlitið. Innlent 21.12.2022 06:16
Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Innlent 20.12.2022 10:12
Tveimur skotbómulyfturum stolið Upp úr klukkan tíu í morgun var tilkynnt um stuld á skotbómulyftara af byggingarsvæði í Garðabæ. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef önnur tilkynning sama efnis hefði ekki borist tuttugu mínútum seinna. Innlent 19.12.2022 19:26
Um helmingur þolenda kynferðisbrota verða fyrir broti af hálfu ókunnugra Um tvö prósent Íslendinga 18 ára og eldri urðu fyrir kynferðisbroti árið 2021, og í yfir helmingi tilvika hafði einhver þeim ókunnugur beitt ofbeldinu. Innlent 19.12.2022 15:08
Hótaði þremur félögum sínum með skotvopni á Heimsenda í Kópavogi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem hafði hótað þremur félögum sínum með skotvopni í hesthúsahverfinu á Heimsenda í Kópavogi í nótt. Innlent 19.12.2022 10:57
Ár alvarlegra líkamsárása og upplýsingaóreiðu hjá lögreglunni Mikil aukning hefur orðið í alvarlegum ofbeldisbrotum hér á landi frá síðustu árum. Lögreglan segir almenning tilbúnari til að grípa í og beita hættulegum vopnum. Hún hefur þá sjaldan staðið í jafn ströngu og á liðnu ári. Við skulum líta yfir farinn veg. Innlent 19.12.2022 07:01
Ógnaði nágranna með skóflu eftir deilur um rutt bílastæði Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna deilna nágranna um bílastæði sem búið var að ryðja við heimili þeirra í hverfinu 221 í Hafnarfirði í gær. Innlent 19.12.2022 06:08
Óvissustig Almannavarna vegna veðurs Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna veðurs, á morgun mánudaginn 19. desember. Innlent 18.12.2022 19:45
Alvarlegt bílslys við Vík í Mýrdal Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu við Reynisfjall skammt frá Vík í Mýrdal þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu á Landspítala. Innlent 18.12.2022 15:35
Kastaði af sér þvagi á miðri akbraut Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Eitt af verkefnum næturinnar var að hafa afskipti af manni sem stóð á miðri akbraut í miðbæ Reykjavíkur og kastaði af sér þvagi. Innlent 18.12.2022 07:20
Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. Innlent 18.12.2022 07:01
Handtekinn vegna ofbeldis gagnvart opinberum starfsmanni Maður var handtekinn við veitingahús í miðborg Reykjavíkur um fjögurleytið í nótt. Maðurinn er grunaður um ofbeldi gagnvart opinberum starfsmanni og vörslu fíkniefna. Innlent 17.12.2022 08:38
Löggan sinnir betlara, þefar uppi graslykt og ræðir við gervilöggur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með starfsmann á Twitter-vaktinni í kvöld þar sem greint er frá öllum útköllum lögreglunnar. Twitter-verkefnið stendur í hálfan sólarhring. Innlent 16.12.2022 19:30
Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. Innlent 16.12.2022 18:30
Leita að tvítugum karlmanni við Þykkvabæjarfjöru Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að á Suðurlandi síðan seinnipartinn í gær er rúmlega tvítugur. Lögregla hóf eftirgrennslan eftir honum að beiðni aðstandenda í Árnessýslu um fimmleytið síðdegis í gær. Björgunarsveitir voru kallaðar út tveimur klukkustundum síðar. Innlent 16.12.2022 11:49
Dómstóllinn meti að ekki stafi svo mikil hætta af mönnunum Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Innlent 16.12.2022 07:00
Braust inn og stal sjóðsvél Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynning barst um þjófnað og innbrot í fyrirtæki í miðborg Reykjavíkur um klukkan þrjú í nótt. Innlent 16.12.2022 06:12
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti