Innlent

Sér­sveitin í að­gerð á Kefla­víkur­flug­velli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til.
Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra var með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli á fimmta tímanum í dag. Lögregla var kölluð til eftir að taska fannst yfirgefin í flugvallarbyggingunni.

Mbl.is greinir frá því að lögreglan sé róleg yfir málinu og búið sé að rýma svæðið sem taskan fannst á. 

Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa hjá Isavia, segir í samtali við fréttastofu Vísis að búið sé að aflétta aðgerðunum. Lögregla hafi lokið störfum á vettvangi og hlutir komnir í eðlilegt horf að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×