Leikhús

Fréttamynd

Mannanna misráðnu verk

Ófremdarástand ríkir á yfirstéttarheimili Orgeirs. Andlegur kuklari og smákrimmi að nafni Guðreður hefur smokrað sér inn á ættaróðalið undir verndarvæng heimilisföðurins sem sér ekki sólina fyrir afturendanum á honum.

Menning
Fréttamynd

Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný

Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum.

Innlent
Fréttamynd

Glímir við sinn innri marbendil á sviðinu

Bragi Árnason, leikari og tónlistarmaður, komst með hugleiðslu í samband við sinn innri marbendil. Glíman við þann innri djöful varð að söngleiknum Þegar öllu er á botninn hvolft sem hann frumsýnir um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Leitin hafin að nýjum krúttlegum Zúmma

Drengirnir þrír, Bjartur, Einar og Jóhann, sem hafa leikið fjörálfinn Zúmma í ævintýrum Skoppu og Skrítlu, eru orðnir fullorðnir og svo hávaxnir að nú þarf að finna nýjan. Prufurnar verða á laugardaginn eftir viku í Hörpu.

Lífið
Fréttamynd

Nokkur orð um hlutverk Soffíu frænku

Það er fræg saga af íslenskri leikkonu á 20. öld sem fékk hlutverk Soffíu frænku í Kardemommubænum og sló í gegn, þannig að í næstu uppfærslu á allt öðru leikriti ákvað hún að leika Soffíu frænku bara aftur.

Skoðun
Fréttamynd

Ást á tímum alnæmis

Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur með uppfærslu ársins, Rent, en það er Guðmundur Felixson sem leikstýrir þessu stærsta verkefni sínu hingað til.

Menning
Fréttamynd

Farsælast að vera maður sjálfur

Þær Ísabel, Erna og Salka Ýr skipta með sér hlutverki Matthildar í samnefndum söngleik. Þær eru sammála um það að meginboðskapur sögunnar um Matthildi sé að farsælast sé að vera maður sjálfur og láta ekkert buga sig.

Lífið
Fréttamynd

Týnd í skógi Shakespeares

Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið Jónsmessunæturdraum eftir William Shakespeare, í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns, á stóra sviðinu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Leið eins og eltihrelli

Listamaðurinn Friðgeir Einarsson frumsýnir nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu í næstu viku. Verkið kallast Club Romantica.

Lífið
Fréttamynd

Leikstýrir Ronju án þess að skilja málið

Ronja ræningjadóttir verður frumsýnd í grænlenska þjóðleikhúsinu í kvöld. Þrír íslenskir starfsmenn, þar á meðal leikstjóri, koma að uppsetningunni. Vonast er til þess að sýningin verði sett upp hér á landi á vormánuðum.

Menning
Fréttamynd

Í skugga fjölbýlis

Föstudaginn síðastliðinn frumsýndi sjálfstæði sviðslistahópurinn Smartílab Það sem við gerum í einrúmi eftir Heiðar Sumarliðason og Söru Martí Guðmundsdóttur í Tjarnarbíói, en sú síðarnefnda leikstýrir einnig sýningunni.

Gagnrýni
Fréttamynd

„Er Ellý ekki örugglega amma þín?“

Í kvöld verður 200. sýningin á leikritinu Elly sem fjallar um ævi og ástir einnar vinsælustu söngkonu Íslands fyrr og síðar, Ellyjar Vilhjálms, sem Katrín Halldóra túlkar.

Lífið
Fréttamynd

Dóri DNA setur upp leikrit afa síns

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekkt sem Dóri DNA, greinir frá því á Twitter að hann og Þjóðleikhúsið hafi komist að samkomulagi um uppsetningu á verkinu Atómstöðin.

Menning
Fréttamynd

Formaður fjárlaganefndar í vandræðum í Hveragerði

Leikfélag Hveragerðis sýnir nú verkið "Tveir tvöfaldir". Leikritið gerist á Hótel Höll en þar tekst formanni fjárlaganefndar Alþingis að koma sér og aðstoðarmanni sínum í ótrúleg vandræði. Þingmaðurinn hefur sem sé ákveðið að skrópa á nefndarfundi til að eiga stund með hjákonu sinni. Hreinlyndur og saklaus aðstoðarmaður þingmannsins klúðrar hins vegar málunum og úr verður hrærigrautur misskilnings og lyga.

Innlent
Fréttamynd

Baltasar snýr aftur í Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið og Baltasar Kormákur leggja nú drög að því að sviðsetja Villiöndina eftir Henrik Ibsen, en fyrirhugað er að frumsýna verkið næsta leikár. Um er að ræða fyrstu leikstjórn Baltasars á sviði í á níunda ár.

Menning
Fréttamynd

Borgin bauð 18 þúsund manns á leiksýningar

Reykjavíkurborg gaf starfsfólki gjafakort í Borgarleikhúsið fyrir 43,5 milljónir í jólagjöf. Jafngildir ríflega 18 þúsund miðum. Myndi fylla stóra sal leikhússins 32 sinnum. Sjálfstæðismenn vildu leita tilboða.

Innlent