Kosningar 2009

Fréttamynd

Kosningavaka á Vísi í alla nótt

Fréttamenn Vísis verða á kosningavaktinni í alla nótt þar sem fylgst verður með gangi mála. Von er á fyrstu tölum upp úr klukkan 22:00 í kvöld og munum við strax í kjölfarið leita viðbragða hjá hinum ýmsu aðilum. Stjórnmálamenn, stjórnmálafræðingar og ýmsir aðrir sérfræðingar munu spá í spilin fram eftir nóttu. Fréttavaktin mun síðan halda áfram strax í fyrramálið þar sem atburðir næturinnar verða gerðir upp.

Innlent
Fréttamynd

Segir styrkjamálin hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið

Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir allt tal um Evrópusambandið í aðdraganda kosninganna vera mikla blekkingu þar sem íslendingar séu ekki að fara inn. Hann segist ekki hafa góða tilfinningu fyrir hönd síns flokks og segir margt að finna í aðdraganda kosninga sem hafi komið flokknum illa. Björn segist ekki hafa gert upp við sig hvað hann taki sér nú fyrir hendur en hann hefur látið af þingmennsku.

Innlent
Fréttamynd

Guðjón Arnar búnn að kjósa

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslyndaflokksins mætti á kjörstað á Ísafirði um klukkan 10:15 í morgun. Fyrsti kjósandinn á kjörstað mætti klukkan 09:00 jafnvel þótt kjörfundur hæfist ekki fyrr en klukkan 10:00. Eftir að Guðjón Arnar hafði skilað atkvæði sínu í kassan hitti hann yfirkjörstjórn til þess að koma utankjörfundaratkvæði til skila.

Innlent
Fréttamynd

Upp úr sauð í kosningaþætti í gærkvöldi

Upp úr sauð milli leiðtoga stjórnarflokkanna annars vegar og formanns Framsóknarflokksins hins vegar þegar tekist var á um fullyrðingar formanns Framsóknarflokksins í kosningaþætti Stöðvar tvö í gærkvöldi, um að annað bankahrun væri yfirvofandi.

Innlent
Fréttamynd

Kosningadagurinn fer vel af stað

Tvöhundruð tuttugu og átta þúsund manns eru á kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar í dag. Kjörsókn hefur verið með ágætum það sem af er degi.

Innlent
Fréttamynd

Sigmundur á kjörstað: Eina vitið að kjósa framsókn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mætti á einum af nýju framsóknarbílunum í kjörstað fyrir stundu en hann kýs í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagðist vera búinn að ákveða sig eftir ágætis yfirlegu og ekkert vit væri í öðru en að kjósa Framsóknarflokinn þar sem hann væri eini flokkurinn sem boðaði raunhæfar aðgerðir. Þetta kom fram í máli Sigmundur sem ræddi við strákana á Bylgjunni í Ráðhúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningabíll Sturlu skemmdur

Sturla Jónsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur keyrt um á vörubíl með auglýsingu frá sjálfum sér í aðdraganda kosninganna. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann ætlaði af stað í morgun og búið var að losa gám sem var á vagni aftan á bílnum. Litlu munaði að gámurinn færi af vagninum en það var fyrir snarræði Sturlu að ekki fór verr. Hann segir að einnig hafi verið búið að særa slöngu sem liggur úr bílnum í vagninn.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna á kjörstað: Ákvað sig fyrir þrjátíu árum

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar sagðist hafa ákveðið hvað hún ætlaði að kjósa fyrir þrjátíu árum síðan þegar hún mæti á kjörstað í Hagaskóla fyrir stundu. Hún sagði sumar í lofti og að Samfylkingin ætlaði að vinna kosningarnar.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni á kjörstað: Atvinnan er stærsta velferðarmálið

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins mætti ásamt fjölskyldu sinni á kjörstað í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ fyrir stundu. Með í för var framtíðin eins og hann orðaði það og hann sagði framtíðina bjarta. Hann sagði nokkuð öruggt hvað hann væri að fara að gera í kjörklefanum og vonaði að flokkurinn fengi fleiri atkvæði en kannanir hafa sýnt upp á síðkastið.

Innlent
Fréttamynd

Jóhanna kýs í Hagaskóla

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík ætlar að mæta í Hagaskóla klukkan 10:30 og kjósa. Áætlað var að Jóhanna myndi kjósa klukkan 9:00 en hún mun ekki mæta fyrr en 10:30.

Innlent
Fréttamynd

Búast við sögulegum kosningum

Stjórnmálafræðingar segja kosningarnar um margt sögulegar. Landsmönnum bjóðist að kjósa um stjórn um langa hríð og útlit sé fyrir sögulegt lágmark Sjálfstæðisflokksins. Ýmislegt geti breyst.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast borða kjörseðlana

Hópur fólks hefur tekið sig saman og mun stunda atkvæðaandóf í kosningunum í dag. Það felst í því að taka sér góðan tíma í kjörklefanum til að ákveða hvernig atkvæðisréttinum verður beitt. Annar hópur hyggur á kjörseðlaát þannig að seðlarnir skili sér ekki í kjörkassann.

Innlent
Fréttamynd

Algengast að merkt sé við tvo á kjörseðli

Fjölmargir ógildir kjörseðlar rata í kjörkassana í hverjum kosningum. Sumir eyðileggja kjörseðlana með því að skrifa vísur eða texta á þá. Aðrir merkja við einn lista en strika yfir frambjóðanda á öðrum lista, sem ógildir alltaf atkvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Engin blá kjörklefatjöld í ár

Blá kjörklefatjöld munu ekki skýla kjósendum í Reykjavíkurborg í ár, segir Gunnar Eydal, staðgengill skrifstofustjóra hjá borginni. Þau verði þess í stað gráleit.

Innlent
Fréttamynd

9.398 fá að kjósa í fyrsta sinn

Í takt við fjölgun þjóðarinnar hafa aldrei jafn margir verið á kjörskrárstofni fyrir kosningar og nú. Alls eru 227.896 á kjörskrárstofni en sú tala segir ekki til um endanlegan fjölda kosningabærra manna. Tekið verður tillit til látinna og þeirra sem fengið hafa nýtt ríkisfang að kosningunum afstöðnum. Í kosningunum 2007 voru 221.330 á kjörskrá. Neyttu þá 83,6 prósent atkvæðisréttar síns. Í kosningunum 2003 voru 211.304 á kjörskrá og kosningaþátttakan 87,7%.

Innlent
Fréttamynd

Sumir syrgja á meðan aðrir fagna

Á kosninganótt má búast við heldur meiri ölvun á landinu en venjulega. Það þýðir þó ekki endilega meiri annir hjá lögreglu. Leigubílstjórar mega búast við nægri vinnu, en flestir kjósendur sækja samkvæmi eða halda sig heima fyrri hluta kvölds.

Innlent
Fréttamynd

Kannanir samhljóma um meginlínurnar

Skoðanakannanir Fréttablaðsins og Capacent Gallup voru mjög samhljóma í gær og spá meirihlutafylgi Samfylkingar og Vinstri grænna. Báðar kannanir sýna einnig versta afhroð Sjálfstæðisflokksins frá stofnun flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Rúm 12 þúsund hafa kosið

Fjöldi atkvæða sem greidd höfðu verið utan kjörstaða var 12.359 þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til Bergþóru Sigmundsdóttur kjörstjóra klukkan rúmlega átta í gærkvöld. Þá var aðsóknin heldur að detta niður eftir annasaman dag. „Í þessari viku eru fleiri búnir að kjósa en í vikunni fyrir síðustu kosningar fyrir tveimur árum,“ segir Bergþóra.

Innlent
Fréttamynd

Nýir kjörseðlar sendir til Árósa

Íslendingar sem þurftu frá að hverfa þegar þeir ætluðu að greiða atkvæði í alþingiskosningum á ræðismannsskrifstofu Íslands í Árósum á fimmtudag fengu nýtt tækifæri til að kjósa í gær. Þá höfðu nýir kjörseðlar verið sendir frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn til Árósa. Á vef Íslendingafélagsins í Árósum sagði að gert væri ráð fyrir að kjörseðlarnir bærust um hádegisbil í gær og því ætti fólk að geta nýtt kosningarétt sinn. Fram kom hjá mbl.is að íslenski sendiráðspresturinn myndi síðan sjá um að koma atkvæðaseðlum landa sinna í tæka tíð heim. - gar

Innlent
Fréttamynd

Tíundi hver skili auðu

Tíu til fimmtán prósent kjósenda munu skila auðu ef marka má skoðanakannanir síðustu vikna. Í kosningunum árið 2003 skiluðu 1,01 prósent auðum seðli. Það árið voru 0,19 prósent seðla ógildir.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hugmynd um styrkina

Kjartan Gunnarsson, þáverandi varaformaður bankaráðs Landsbankans, segist ekki hafa hugmynd um hvaða stjórnmálamenn voru styrktir af bankanum árið 2006. Hann segist heldur ekki vita hversu margir frambjóðendur voru styrktir eða hve mikið var veitt í heildina.

Innlent
Fréttamynd

Segja nýtt hrun ekki blasa við

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kveðst algerlega ósammála þeirri niðurstöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, að hrun blasi við íslenska efnahagskerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Kosningaeftirlit ÖSE minna í sniðum en oft áður

Kosningaeftirlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fyrir Alþingiskosningarnar á morgun er minna í sniðum en oft áður. Kosningalöggjöfin íslenska, kjördæmaskipan og aðgangur að fjölmiðlum er það sem helst verður skoðað.

Innlent
Fréttamynd

Kjörstaðir opna klukkan níu í fyrramálið

Landsmenn ganga að kjörborðinu á morgun þegar kosið verður til þings. Kjörstaðir opna víðast hvar klukkan níu í fyrramálið. Alls eru um 228 þúsund manns á kjörskrá að þessu sinni. Undanfarna daga og vikur hafa skoðanakannanir bent til þess að kosningarnar verði sögulegar.

Innlent
Fréttamynd

Skýrsla um verðmat á bönkunum komin í ráðuneytið

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, segir að skýrsla Oliver Wyman um verðmat á bönkunum hafi komið í fjármálaráðuneytið í morgun. Hvorki hann né Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafa séð skýrsluna.

Innlent
Fréttamynd

Endurskipulagning bankakerfisins afar mikilvæg

Formenn Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar telja eitt af mikilvægustu verkefnunum sem tilvonandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir vera að endurreisa bankakerfið. Þetta kom fram í formannaþættinum Hvernig á að bjarga Íslandi á Stöð 2 í kvöld.

Innlent