Stóru málin

Stóru málin - Kynbundinn launamunur
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra sat fyrir svörum í Stóru málunum. Lóa Pind ræddi líka við fólk í atvinnulífinu, VR og fræðikonur í Háskóla Íslands.

Vill lögbinda jafnlaunastaðalinn
Ella sé hætta á að einungis þau fyrirtæki sem ekki mismuni körlum og konum í launum sæki um Jafnlaunavottun.

Vill flytja jafnréttisstofu
Gyða Margrét Pétursdóttir, lektor í kynjafræði við Háskóla Íslands, segir Jafnréttisstofu fjársvelta og mannsvelta stofnun.

Á að stytta stúdentsprófið?
Nú er slétt vika þar til verkfall framhaldsskólakennara brestur á, nema samið verði á næstu dögum, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur sagt með beinum og óbeinum hætti að ef stúdentsprófið verði stytt úr fjórum árum í þrjú þá skapist svigrúm til að hækka laun kennara umfram aðrar stéttir.

Stóru málin: Á að stytta stúdentsprófið?
Nemendur á öllum aldri voru teknir tali auk þess sem menntamálaráðherra situr fyrir svörum.

Stóru málin: Hver verður besti borgarstjórinn?
Oddvitar allra þeirra sjö flokka sem bjóða sig fram til borgarstjórnar í Reykjavík mætast í fyrsta sinni í sjónvarpssal á Stöð 2 í kvöld.

Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni
Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp.

Stóru málin - Borgarstjóri kosinn af borgarbúum?
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi sem nýverið tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn, er ein fjögurra einstaklinga sem býður sig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hún kveðst vilja skoða kosti þess að borgarbúar fái sjálfir að kjósa sér borgarstjóra í beinni kosningu.

Stóru málin: Ómar og bæjarstjórinn takast á
Ómar Ragnarsson náttúruverndarsinni og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ voru leiddir saman við Gálgahraun þar sem þeir fóru yfir deiluna í Stóru málunum sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Stóru málin: Óttast að kvikmyndafyrirtæki fari á hausinn
Ragnar Bragason, kvikmyndaleikstjóri, segir kvikmyndagerðarmenn gera sér fulla grein fyrir nauðsyn á niðurskurði í ríkisfjármálum en þykir það býsna harkalegt að skerða framlög til Kvikmyndasjóðs um 40%.

Stóru málin – Óraunhæft risagróðurhús?
Framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, Bjarni Jónsson, óttast að áform hollenska félagsins Esbro um að byggja risagróðurhús undir tómatarækt við Grindavík séu ekki reistar á raunhæfum forsendum.

Stóru málin - Landspítalinn fær meira - óþarfi skorinn niður
Er ástandið á Landspítalanum raunverulega jafn slæmt og af er látið, eru læknar á leið í verkfall og er virkilega hægt að rækta grænmeti til útflutnings á Íslandi.

Illugi stefnir að styttingu framhaldsskólanáms
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarráðherra sagðist ætla að stytta framhaldsskólanám í Stóru málunum á Stöð 2 í gærkvöldi. "Mér finnst að röksemdarfærslan þurfi að vera þannig, að þeir sem eru þeirrar skoðunar að við Íslendingar einir eigum að hafa 14 ár þegar allir aðrir hafa 13 og 12, það þarf að rökstyðja það sérstaklega."

Sameining grunnskóla erfiðasta mál Jóns Gnarr
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur sagði í Stóru málunum í gærkvöldi að erfiðasta mál hans í borgarstjórastóli hefðu verið þær sameiningar grunnskóla sem hann stóð fyrir. Jón telur þróunina á skólakerfinu vera góða og það væri alltaf að verða betra en það var.

Illugi tekinn á beinið
Lóa Pind Aldísardóttir fer af stað með nýjan þátt, Stóru málin, í opinni dagskrá á mánudags- kvöldið. Þar verður fjallað um mál er brenna á þjóðinni á beinskeyttan og upplýstan hátt.