Stangveiði

Laxasetur opnar á Blönduós
Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið.

Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR
Almenn sala veiðileyfa á vefnum hefst að morgni dags þriðjudaginn 20 mars næstkomandi. Þangað til hafa eingöngu félagsmenn rétt til kaupa á vefsölunni hjá SVFR.

Kastmyndband með Klaus Frimor
Undanfarin tíu ár hefur Klaus Frimor starfað á Íslandi sem leiðsögumaður og sem kastkennari, en yfir vetrarmánuðina hefur Klaus verið með kastnámskeið víðsvegar í Evrópu.

Hreggnasi endurnýjar samning um Grímsá
Eftir nokkrar samningaumleitanir hefur Hreggnasi framlengt leigusamning sinn á Grímsá og Tunguá í Borgarfirði til næstu 3 ára. Leiguverð hækkar, en upphæðin er trúnaðarmál.

Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011
Árið 2011 jókst laxveiðin á Jöklu svæðinu um 62% frá fyrra ári og endaði laxveiðin í 565. Svæðið var veitt með 4 til 6 stöngum árið 2011. Samtals voru nýttir stangardagar 413 sem skiluðu 565 löxum eða 1,4 lax á hvern stangardag.

Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn
Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum.

Frábær dagskrá fræðslunefndar SVFR
Nú er Fræðslunefnd félagsins farin á fullt og undirbúningur að hnýtingakvöldum þeirra félaga hafinn. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og leiðbeinandi er sem fyrr hinn magnaði Sigurður Pálsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að taka með sér gesti.

Ýmislegt um Sugurnar
Á meðan stangaveiðimenn á Íslandi óttast uppgang sæsteinssugu í sunnlenskum fallvötnum, reyna indjánar að berjast fyrir verndun stofna á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira um það hér og fleira um sugurnar.

Byssusýning 2012 á Stokkseyri
Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars 2012 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik.

Hreindýraveiði á Grænlandi?
Nú er úthlutun lokið vegna hreindýraveiða á Íslandi og líklega um 3.500 veiðimenn sem þurfa að bíta í það súra epli að hafa ekki fengið úthlutað dýri. En þeir veiðimenn sem vilja ekki missa af upplifuninni og jafnvel gera hana betri, ættu að skoða þessa frétt sem við fundum hjá Lax-Á. Það eru víðar hreindýr en á Íslandi sem betur fer.

Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl
Stangaveiði í Varmá og Þorleifslæk mun hefjast þann 1. apríl næstkomandi. Öll veiðileyfi frá og með opnunardegi verða aðgengileg á vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar.

Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar?
Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum er þessa dagana að bóka veiðimenn í árnar sem hann hefur á sínum snærum. Árangurinn sem hann hefur náð í ræktunarátaki í Breiðdalsá hin síðari ár og nú nýlega í Jöklu hefur verið mjög góður og er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem upplifðu ævintýralega veiði í Jöklu á liðnu sumri geti varla beðið eftir dögunum sínum í þessari mögnuðu á. Við kíktum á Þröst og ræddum við hann um horfur sumarsins.

RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars
Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum.

4.320 umsóknir um leyfi á hreindýr
Umhverfisstofnun hefur borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða 1009 dýr. Þegar allar umsóknir verða komnar í hús verður farið yfir þær með tilliti til hvort allir sem sækja um leyfi hafi tilskilin réttindi. Dregið verður úr gildum umsóknum í lok febrúar.

Batnandi útlit í Eyjafjarðará
Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í "gjörgæslu“. En nú virðast tímar vera bjartari.

Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013
Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma.

Nóg að gera í bókunum hjá Lax-Á fyrir sumarið
Það er mikið að gera hjá veiðileyfisölum landsins þessa dagana enda eru menn farnir að bóka sumarið og sumar ár þegar farnar eiga fáa daga lausa. Við tókum hús á Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á til að heyra hvernig bókanir væru að ganga hjá þessum stærsta veiðileyfasala landsins.

Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið
Það eru eflaust margir veiðimenn farnir að kíkja á græjurnar og sjá hvernig vetrardvöl í geymslunni hefur farið með þær. Núna eru rétt rúymar 6 vikur í að veiðin hefjist og eins og venjulega má reikna með fyrstu fréttunum úr Varmá strax um hádegisbil ef veður og veiði er í lagi.

Úthlutun lokið hjá SVFR
Þá er formlegri úthlutun lokið hjá SVFR. Því miður, eins og alltaf, fengu ekki allir félagsmenn úthlutað á A-leyfin sín og þess vegna vill starfsfólk SVFR reyna að finna leyfi fyrir þessa félagsmenn úr þeim leyfum sem eftir eru áður en þau fara í almenna sölu.

Vesturröst með kastnámskeið
Kastnámskeiðin hjá Vesturröst eru að fara í gang og þeir sem ætla að taka vel á veiðinni í sumar en eiga eftir að fullkomna kasttæknina ættu klárlega að kíkja á þetta námskeið.

RISE fluguveiði kvikmyndahátíð
RISE fluguveiði kvikmyndahátíð var haldin í fyrsta sinn á Íslandi í febrúar 2011. Hátíðinni var ótrúlega vel tekið og uppselt var á sýninguna og það í fyrsta sinn sem hún var haldin. Í kjölfar þessara vinsælda verður hátíðin haldin í annað sinn þann 10. mars 2012 í Bíó Paradís Hverfisgötu 54. Sýningin hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:00.

Varmá áfram hjá SVFR
Eftir nokkra óvissu liggur fyrir að Varmá/Þorleifslækur verður áfram í sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Sala veiðileyfa hefst innan tíðar.

Íslensku hrosshárin slógu í gegn
Á dögunum fór fram The Fly Fishing Show í New Jersey. Sýning þessi er ein stærsta sýning um fluguveiði í heiminum og fer fram á ólíkum tíma á sjö stöðum í Bandaríkjunum. Sýningin hefur ferðast um Bandaríkin í meira en 20 ár og þar koma saman framleiðendur fluguveiðivara, söluaðilar veiðileyfa um allan heim og fluguhnýtarar.

Hanahálsfjaðrir að verða illfáanlegar
Allt frá því í fyrra hefur verð á hanafjöðrum til hnýtinga rokið upp úr öllu valdi. Ástæðan er hártíska sem rutt hefur sér til rúms vestanhafs.

Fleiri útboð á döfinni
Um helgina voru auglýst tvö útboð veiðisvæða á komandi vikum. Um er að ræða Skógá undir Eyjafjöllum og Haukadalsá í Dölum.

Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir
Iðuklettar, hið mikla kennileiti á svæði þrjú í Stóru Laxá, hrundi í gær þegar áin ruddi sig en miklar leysingar hafa verið í ánni undanfarið. Það verður að segjast að mikil eftirsjá verður af þess náttúruundri sem allir sem hafa veitt á Iðu muna eftir.

Risableikjur í norður Kanada
Það er alltaf gaman að sjá veiðimyndir frá öðrum löndum og fræðast aðeins um það sem erlendir veiðimenn eru að gera. það skemmir síðan ekkert fyrir að sjá hvað þeir eru að draga á land.

Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári.

Úthlutun gengur vel hjá SVFR
Úthlutun veiðisvæða hjá SVFR gengur ágætlega. Vænta má þess að flestir drættir um veiðisvæði verði yfirstaðnir í lok þessarar viku.

Má skjóta bleikju með haglabyssu?
Það er ekki stefna okkar hér á Veiðivísi að setja okkur í stöðu gagnrýnanda en við ætlum þó að gera undantekningu á því núna. Á Pressunni þann 22. janúar er mynd af manni með bleikju sem á að hafa verið skotin. Enda sést ekki betur en að "veiðimaðurinn" haldi á illa farinni bleikju og skotvopni.