Egyptaland vann þriggja marka sigur á Tékklandi, 27-24, í fyrsta leik dagsins í riðli Íslands á HM í handbolta í Katar. Egyptar voru með frumkvæðið allan leikinn og sigurinn var öruggur.
Egyptar hafa unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum á mótinu en Tékkar hafa aftur á móti tapað þremur fyrstu leikjum sínum og mæta því stigalausir í leikinn á móti Íslandi á fimmtudaginn.
Karim Handawy átti góðan leik í marki Egypta og reyndist Tékkum afar erfiður. Ahmed Elahmar var hinsvegar markahæstur í landsliði Egyptalands með sex mörk.
Filip Jicha lék með Tékkum á ný og var næstmarkahæstur með fjögur mörk en sá markahæsti var Jakub Hrstka með fimm mörk.
Tékkar byrjuðu ágætlega og komust í 3-1 en þá komu fimm mörk í röð frá Egyptalandi og þeir tóku frumkvæðið.
Egyptaland var síðan þremur mörkum yfir í hálfleik, 13-10, og var skrefinu á undan í seinni hálfleiknum þótt að Tékkar hafi náð því að minnka muninn í eitt mark um miðjan hálfleiknum.
Egyptar breyttu stöðunni úr 20-19 í 26-21 á tæpum tíu mínútum og gerðu út um leikinn. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu.
Tékkar mæta stigalausir í Íslandsleikinn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram
Íslenski boltinn

Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn



Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn