Ásdís: Lofar góðu fyrir framhaldið Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalnum skrifar 2. júní 2015 17:49 Ásdís vann sín fjórðu gullverðlaun á Smáþjóðaleikum. vísir/pjetur Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann nú rétt í þessu til gullverðlauna í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum sem standa nú yfir í Laugardalnum. Ásdís vann öruggan sigur í greininni en besta kast hennar var 58,85 metrar. Inga Stasiulionyte, frá Mónakó, lenti í 2. sæti en besta kast hennar var 46,40 metrar. María Rún Gunnlaugsdóttir lenti svo í 3. sæti en aðeins tvö köst hennar voru gild; 42,30 og 40,58 metrar. Ásdís, sem tryggði sig nýverið inn á HM í Peking í sumar og Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári, var að vonum sátt með sigurinn en þetta voru fjórðu gullverðlaun hennar í spjótkasti á Smáþjóðaleikunum.Leist ekkert á blikuna í upphitun "Veistu, ég er alveg ofboðslega ánægð með daginn. Mér leist ekki á blikuna þegar kom hingað og fór að hita upp. Það var kalt og mikið rok," sagði Ásdís. "En það rættist úr þessu og að kasta rétt tæpa 59 metra í svona aðstæðum, og spjótið fór þversum í því kasti, er mjög gott. Þetta lofar ofboðslega góðu fyrir framhaldið." Ásdís var þó svolítið svekkt að hafa ekki náð að bæta Smáþjóðaleikametið sitt sem er 58,93 metrar. Hún setti það á leikunum á Kýpur 2009. "Það var pínu svekkjandi að vera svona nálægt því. Markmiðið fyrir daginn var að bæta metið. "En ég er ekkert að svekkja mig of mikið á þessu, ég var með tvö köst upp á meira en 58 metra," sagði Ásdís sem hefur ekki lokið leik á Smáþjóðaleikunum því hún keppir í kringlukasti á fimmtudaginn. En hvað tekur við hjá henni eftir leikana?Fimm mót á fjórum vikum "Ég fer heim til Zürich í stutt stopp og svo fer ég á Demantamótið í Osló í næstu viku. Síðan tekur við smá æfingatímabil. Þá er ég búin að taka fimm mót á fjórum vikum sem er rosalega mikið," sagði Ásdís sem fannst ekkert mál að einbeita sér að Smáþjóðaleikunum eftir að hafa tryggt sér sæti á HM og Ólympíuleikunum fyrir nokkrum dögum? "Alls ekki, þetta var góð tímasetning því ég hafði smá tíma þarna á milli. Mér finnst frábært að koma beint heim til Íslands eftir að hafa náð lágmarkinu. Það er gott að finna stuðninginn hérna heima," sagði Ásdís að lokum.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21 Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sjá meira
Ásdís vann með yfirburðum Vann gull í spjótkasti kvenna á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík í dag. 2. júní 2015 17:21
Fyrsti frjálsíþróttadagurinn á Smáþjóðaleikunum: Ásdís og Hafdís náðu í gull Fyrsta frjálsíþróttadegi Smáþjóðaleikanna 2015 er lokið. 2. júní 2015 15:40