Spænskur miðvörður á leið til Fjölnis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 17:05 Fjölnismenn eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar. vísir/vilhelm „Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira
„Þetta er leikmaður á þeim aldri sem við vorum að leita að, til að fá smá reynslu inn í varnarleikinn hjá okkur,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, aðspurður um Jonatan Neftalí sem er á leið til Grafarvogsliðsins. Honum er ætlað að fylla skarð Daniels Ivanovski sem fór frá Fjölni um miðjan síðasta mánuð. Neftalí er þrítugur miðvörður frá Spáni sem hefur undanfarin fimm ár spilað með Vejle í næstefstu deild í Danmörku. „Við vorum bara í sambandi við menn sem eru að leita að leikmönnum fyrir okkur erlendis. Þetta nafn kom upp og ég kíkti á nokkrar myndbandsupptökur af honum og fékk svo líka góð meðmæli frá leikmönnum sem spiluðu með honum í Danmörku. Þetta var áhugaverður kostur.“ Neftalí kemur til landsins á sunnudaginn og gengst undir læknisskoðun á mánudaginn. Að öllu óbreyttu verður hann því orðinn leikmaður Fjölnis þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí. Neftalí mun svo svo að öllum líkindum spila sinn fyrsta leik fyrir Fjölni gegn ÍBV í Pepsi-deildinni 19. júlí. „Hann fær smá tíma til aðlagast liðinu og hópnum. Svo þarf hann líka að sanna sig til að komast í liðið,“ sagði Ágúst en er þetta svipaður leikmaður og áðurnefndur Ivanovski? „Það er erfitt að vera eins og hann. Þessi er sterkari og kannski meiri varnarmaður en Ivanovski sem var líka góður sóknarlega.“ Ágúst segir að ekkert annað sé í hendi en hann vonist til að fá 2-3 erlenda leikmenn á reynslu í næstu viku. Hann segir Fjölnismenn einnig horfa til innlendra leikmanna þótt það fari ekki mikið fyrir þeim í umræðunni um möguleg félagaskipti hér innanlands. „Þótt við séum ekkert að berjast við þessa stærstu klúbba og séum ekki sýnilegir erum við líka að biðja um þessa leikmenn,“ sagði Ágúst og bætti því við að Illugi Þór Gunnarsson sé væntanlegur aftur úr námi í Danmörku og muni hefja æfingar með Fjölni á næstunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Sjá meira