Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 15:00 ÍA hefur fengið sextán stig í ellefu leikjum síðan Lárus Orri Sigurðsson tók við liðinu fyrir þremur mánuðum. vísir/diego Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fleiri fréttir Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
„Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15