Áætla að 8000 flóttamenn hafi komið til Þýskalands á síðustu 12 tímum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. september 2015 09:41 Sýrlenskir flóttamenn í gær við landamæri Austurríkis. Vísir/EPA Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir. Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi áætla að um átta þúsund örmagna flóttamenn hafi komi til landsins á síðustu tólf klukkustundum. Um sex þúsund komu til Munchen seint í gær og tvö þúsund til viðbótar fór yfir landamærinn inn í Þýskaland snemma í morgun. Flestir ferðuðust með lest til Munchen en aðrir héldu áfram til Dortmund og Frankfurt þar sem liðsmenn Rauða krossins og fleiri hjálparstofnana tóku við þeim. Fólkið hefur fengið mat og vatn og aðrar nauðsynjar ásamt stað til að gista á. Staða mála er þó enn erfið í Ungverjalandi og er landið á ný að fyllast af flóttamönnum. Þarlend yfirvöld hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi sem hefur lagt landið í rúst á síðustu árum og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. Flestir vilja fara til Þýskalands en ríkisstjórn Angelu Merkel hefur lýst því yfir að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna. Ljóst er að mun fleiri munu freista þess að fara í gegnum Ungverjaland á næstu dögum og vikum. Þýskaland og fleiri lönd hafa sýnt áhuga á að taka á móti ákveðnum fjölda flóttamanna en forsætisráðherra Ungverjalands segir það engu skipta. Hann spyr hvaða lausn felist í því að skipta tvö hundruð þúsund flóttamönnum á milli Evrópuríkja þegar milljónir flóttamanna muni brátt koma að landamærum álfunnar. Fréttastofa 365 miðla mun fjalla ítarlega um þróun mála á landamærum Ungverjalands og Austurríkis næstu daga þar sem okkar maður Höskuldur Kári Schram fréttamaður er staddur þessa stundina. Við heyrum frá honum í hádegisfréttum klukkan tólf á eftir.
Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira