Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - ÍR 32-31 | Fyrsta tap ÍR kom í Vestmannaeyjum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 28. september 2015 21:45 Grétar Þór og Einar skipuleggja hér sókn. Vísir/Vilhelm Eyjamenn unnu hádramatískan sigur á ÍR-ingum úti í Eyjum í kvöld, lokatölur voru 32-31. Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV átti hreint út sagt frábæran leik og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. Eyjamenn virtust slegnir út af laginu á upphafsmínútum leiksins en ÍR-ingar spiluðu allar sóknir sínar með sjö menn. Það virtist vera svo að Eyjamenn hafi ekki verið undirbúnir því. Þrátt fyrir að hafa unnið boltann oft af ÍR-ingum virtust þeir eiga mjög erfitt með að koma boltanum í autt markið, allavega þrjár þannig sóknir í fyrri hálfleik fóru í súginn. Á fyrstu mínútum virtust Eyjamenn vera búnir að finna sitt gamla form, þeir leiddu með fimm mörkum gegn þremur og allt virtist ganga vel. Þá stigu stórskyttur ÍR-inga upp og komu með þrjú mörk ásamt einu marki frá Sigurði Óla Rúnarssyni. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að finna taktinn á ný en án árangurs. ÍR-ingar héldu forystunni vel með sterkri vörn og góðan Arnór Frey Stefánsson en Kári Kristján Kristjánsson sýndi úr hverju hann er gerður á línunni og náði að halda heimamönnum inn í leiknum. Líkt og í fyrri hálfleik hófu Eyjamenn seinni hálfleikinn vel. Þeim tókst að lengja góða kaflann og ætluðu ekki að hleypa gestunum strax inn aftur. Eyjamenn leiddu með þremur mörkum þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en þá er eins og slökkt hefði verið á þeim. Þeir hættu að spila kerfin og styttu sóknirnar og tókst ÍR-ingum frábærlega að nýta sér það og skoruðu 4 mörk í röð. Liðin skiptust þá á að skora en í stöðunni 29-30 fyrir gestunum unnu Eyjamenn boltann og voru fljótir að koma honum fram á Grétar Þór Eyþórsson, hornamann ÍBV, sem var fyrstur fram og ekki í fyrsta skiptið. Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður ÍR, braut á honum í hraðaupphlaupinu og fékk sína þriðju brottvísun en hann var afar ósáttur við dóminn. Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr vítinu og staðan því jöfn fyrir lokamínútuna sem átti heldur betur eftir að bjóða upp á dramatík. Eftir leikhlé ÍR-inga fékk Davíð Georgsson boltann og ruddi Degi Arnarssyni í jörðina, en Dagur gerði gríðarlega vel. Þá tók Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR-inga, boltann upp og hljóp með hann af vettvangi. Á einhvern ótrúlegan hátt gáfu slakir dómarar leiksins Davíð Georgssyni rautt spjald. Ljóst er að blaðamaður annað hvort missti af einhverju rosalegu sem Davíð gerði eða að Bjarni hefur hreinlega skellt sökinni á Davíð. Það var vel við hæfi að Theodór Sigurbjörnsson kláraði leikinn með þrettánda marki sínu þegar fjórar sekúndur. Fékk hann færi í horninu sem hann nýtti frábærlega, grátlegt fyrir ÍR-inga. Það er alveg ljóst að ÍR-ingar áttu ekki skilið að tapa leiknum, þeir settu leikinn vel upp og í raun um algjört rán að ræða. Eyjamenn fagna þó í kvöld en þetta er fyrsti sigur þeirra á heimavelli í deildinni. Theodór átti stórleik í liði ÍBV með 13 mörk úr aðeins 16 skotum en í liði ÍR var það Arnar Birkir Hálfdánarsson sem var atkvæðamestur með 10 mörk. Arnar: Er í skýjunum með karakterinn í liðinu„Já ég er sáttur, mér fannst við ekki beint eiga það skilið. ÍR-ingarnir hljóta að vera í miklum sárum eftir þessi tvö töpuðu stig. Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnast,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir nauman sigur á ÍR-ingum. Arnar var einnig hissa á því að ÍR-ingar skyldu spila með sjö menn í sókn frá upphafi. „Þeir spiluðu með sjö menn allan tímann og komu okkur í opna skjöldu og þó kannski ekki. Við höfum lent í þessu áður en þú breytir ekkert vinnureglunum í okkar vörn en við hleypum Arnari Birki í einhvern súper-leik. Hann raðar á okkur alveg hægri vinstri og við bregðumst illa við því,“ sagði Arnar, en nafni hans átti stórleik í hægri skyttunni hjá ÍR. Arnar var að vonum ánægður með karakter leikmanna sinna í kvöld. „Ég er í skýjunum með þetta, það er karakter í strákunum að virkilega klára þennan leik og gera það sem þeir gerðu. Við þurfum að skoða þetta aðeins og klárlega að bæta okkar leik, við erum að fara á erfiðan útivöll í næstu umferð og við þurfum að gera betur þar.“ Tvö atvik í lokin unnu leikinn fyrir Eyjamenn, fyrst ruðningur sem Dagur, sonur Arnars, fiskaði þegar innan við hálf mínúta var eftir en upp úr því var dæmt rautt spjald á Davíð Georgsson. „Þetta var klárlega ruðningur, ég held að það sé engin spurning og hárréttur dómur. Með rauða spjaldið er ég ekki nógu mikið inni í reglunum, mér skilst að svona leikbrot á síðustu sekúndunum, þegar það er verið að reyna að koma í veg fyrir atvik eins og gerðist þegar við skorum sigurmarkið, sé orðið rautt spjald og jafnvel vítakast þegar menn eru komnir einir fram völlinn.“ Theodór Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmark leiksins hefur átt alveg stórkostlega byrjun á þessari leiktíð en hann hefur skorað 52 mörk í fyrstu fimm leikjunum. „Ég vona að Teddi fari út, bara eftir þetta tímabil. Það er engin spurning, Teddi er frábær leikmaður, ég er búinn að vera með honum í fimm ár núna og hann verður alltaf betri og betri. Ég vona innilega að hann fari út, en hann klárar tímabilið með okkur. Honum verður ekki hleypt neitt fyrr. Einar: Þessi dómur er út í hött„Ég er sérstaklega ósáttur af því að við vorum búnir að vinna okkur aftur inn í seinni hálfleiknum, með mark í forystu og síðan klúðrum við þessu í lokin,“ sagði Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR-inga, eftir grátlegt tap úti í Eyjum. „Síðasta sóknin hjá okkur fer heldur illa, ég geri mistök með því að taka leikhléið aðeins of snemma, það er eitthvað sem ég verð að lifa með.“ Einar var afar ósáttur með dómarapar leiksins eftir að dæmdur var ruðningur á Davíð í síðustu sókn ÍR í leiknum. „Þessi dómur er auðvitað út í hött, ég ætla ekki að gagnrýna dómarann en þessi dómur er út í hött. Við erum búnir að spila í eina sekúndu á miðjum vellinum. Hann hleypur framhjá honum og hann hendir sér niður, það sjá það allir í húsinu.“ Davíð Georgsson fékk rautt spjald undir lok leiksins en Bjarni Fritzson hefði með réttu átt að fá það, fyrir að taka boltann upp og hlaupa með hann í burtu. „Þetta rauða spjald, hann heyrir ekki í flautunni, allt í lagi. Við klúðrum þessu í rauninni sjálfir, sem er mjög sorglegt þegar við vinnum okkur svona vel inn í leikinn og erum komnir yfir. Þetta tap er óverðskuldað finnst mér en ég óska þeim til hamingju með sigurinn.“ ÍR-ingar komu Eyjamönnum í opna skjöldu í byrjun þegar þeir ákváðu að spila með sjö menn í sókn. „Ég verð að hrósa Bjarna fyrir undirbúninginn, hann sat einhverja þrjá daga við tölvuna og var að hugsa hvernig við ætluðum að gera þetta. Við æfðum þetta mjög vel og það heppnaðist í rauninni, en samt ekki því við töpum leiknum.“ Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Eyjamenn unnu hádramatískan sigur á ÍR-ingum úti í Eyjum í kvöld, lokatölur voru 32-31. Theodór Sigurbjörnsson, leikmaður ÍBV átti hreint út sagt frábæran leik og skoraði sigurmarkið þegar fjórar sekúndur voru eftir. Eyjamenn virtust slegnir út af laginu á upphafsmínútum leiksins en ÍR-ingar spiluðu allar sóknir sínar með sjö menn. Það virtist vera svo að Eyjamenn hafi ekki verið undirbúnir því. Þrátt fyrir að hafa unnið boltann oft af ÍR-ingum virtust þeir eiga mjög erfitt með að koma boltanum í autt markið, allavega þrjár þannig sóknir í fyrri hálfleik fóru í súginn. Á fyrstu mínútum virtust Eyjamenn vera búnir að finna sitt gamla form, þeir leiddu með fimm mörkum gegn þremur og allt virtist ganga vel. Þá stigu stórskyttur ÍR-inga upp og komu með þrjú mörk ásamt einu marki frá Sigurði Óla Rúnarssyni. Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu að finna taktinn á ný en án árangurs. ÍR-ingar héldu forystunni vel með sterkri vörn og góðan Arnór Frey Stefánsson en Kári Kristján Kristjánsson sýndi úr hverju hann er gerður á línunni og náði að halda heimamönnum inn í leiknum. Líkt og í fyrri hálfleik hófu Eyjamenn seinni hálfleikinn vel. Þeim tókst að lengja góða kaflann og ætluðu ekki að hleypa gestunum strax inn aftur. Eyjamenn leiddu með þremur mörkum þegar níu mínútur voru eftir af leiknum en þá er eins og slökkt hefði verið á þeim. Þeir hættu að spila kerfin og styttu sóknirnar og tókst ÍR-ingum frábærlega að nýta sér það og skoruðu 4 mörk í röð. Liðin skiptust þá á að skora en í stöðunni 29-30 fyrir gestunum unnu Eyjamenn boltann og voru fljótir að koma honum fram á Grétar Þór Eyþórsson, hornamann ÍBV, sem var fyrstur fram og ekki í fyrsta skiptið. Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður ÍR, braut á honum í hraðaupphlaupinu og fékk sína þriðju brottvísun en hann var afar ósáttur við dóminn. Theodór Sigurbjörnsson skoraði úr vítinu og staðan því jöfn fyrir lokamínútuna sem átti heldur betur eftir að bjóða upp á dramatík. Eftir leikhlé ÍR-inga fékk Davíð Georgsson boltann og ruddi Degi Arnarssyni í jörðina, en Dagur gerði gríðarlega vel. Þá tók Bjarni Fritzson, spilandi þjálfari ÍR-inga, boltann upp og hljóp með hann af vettvangi. Á einhvern ótrúlegan hátt gáfu slakir dómarar leiksins Davíð Georgssyni rautt spjald. Ljóst er að blaðamaður annað hvort missti af einhverju rosalegu sem Davíð gerði eða að Bjarni hefur hreinlega skellt sökinni á Davíð. Það var vel við hæfi að Theodór Sigurbjörnsson kláraði leikinn með þrettánda marki sínu þegar fjórar sekúndur. Fékk hann færi í horninu sem hann nýtti frábærlega, grátlegt fyrir ÍR-inga. Það er alveg ljóst að ÍR-ingar áttu ekki skilið að tapa leiknum, þeir settu leikinn vel upp og í raun um algjört rán að ræða. Eyjamenn fagna þó í kvöld en þetta er fyrsti sigur þeirra á heimavelli í deildinni. Theodór átti stórleik í liði ÍBV með 13 mörk úr aðeins 16 skotum en í liði ÍR var það Arnar Birkir Hálfdánarsson sem var atkvæðamestur með 10 mörk. Arnar: Er í skýjunum með karakterinn í liðinu„Já ég er sáttur, mér fannst við ekki beint eiga það skilið. ÍR-ingarnir hljóta að vera í miklum sárum eftir þessi tvö töpuðu stig. Jafntefli hefði kannski verið sanngjarnast,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir nauman sigur á ÍR-ingum. Arnar var einnig hissa á því að ÍR-ingar skyldu spila með sjö menn í sókn frá upphafi. „Þeir spiluðu með sjö menn allan tímann og komu okkur í opna skjöldu og þó kannski ekki. Við höfum lent í þessu áður en þú breytir ekkert vinnureglunum í okkar vörn en við hleypum Arnari Birki í einhvern súper-leik. Hann raðar á okkur alveg hægri vinstri og við bregðumst illa við því,“ sagði Arnar, en nafni hans átti stórleik í hægri skyttunni hjá ÍR. Arnar var að vonum ánægður með karakter leikmanna sinna í kvöld. „Ég er í skýjunum með þetta, það er karakter í strákunum að virkilega klára þennan leik og gera það sem þeir gerðu. Við þurfum að skoða þetta aðeins og klárlega að bæta okkar leik, við erum að fara á erfiðan útivöll í næstu umferð og við þurfum að gera betur þar.“ Tvö atvik í lokin unnu leikinn fyrir Eyjamenn, fyrst ruðningur sem Dagur, sonur Arnars, fiskaði þegar innan við hálf mínúta var eftir en upp úr því var dæmt rautt spjald á Davíð Georgsson. „Þetta var klárlega ruðningur, ég held að það sé engin spurning og hárréttur dómur. Með rauða spjaldið er ég ekki nógu mikið inni í reglunum, mér skilst að svona leikbrot á síðustu sekúndunum, þegar það er verið að reyna að koma í veg fyrir atvik eins og gerðist þegar við skorum sigurmarkið, sé orðið rautt spjald og jafnvel vítakast þegar menn eru komnir einir fram völlinn.“ Theodór Sigurbjörnsson sem skoraði sigurmark leiksins hefur átt alveg stórkostlega byrjun á þessari leiktíð en hann hefur skorað 52 mörk í fyrstu fimm leikjunum. „Ég vona að Teddi fari út, bara eftir þetta tímabil. Það er engin spurning, Teddi er frábær leikmaður, ég er búinn að vera með honum í fimm ár núna og hann verður alltaf betri og betri. Ég vona innilega að hann fari út, en hann klárar tímabilið með okkur. Honum verður ekki hleypt neitt fyrr. Einar: Þessi dómur er út í hött„Ég er sérstaklega ósáttur af því að við vorum búnir að vinna okkur aftur inn í seinni hálfleiknum, með mark í forystu og síðan klúðrum við þessu í lokin,“ sagði Einar Hólmgeirsson, þjálfari ÍR-inga, eftir grátlegt tap úti í Eyjum. „Síðasta sóknin hjá okkur fer heldur illa, ég geri mistök með því að taka leikhléið aðeins of snemma, það er eitthvað sem ég verð að lifa með.“ Einar var afar ósáttur með dómarapar leiksins eftir að dæmdur var ruðningur á Davíð í síðustu sókn ÍR í leiknum. „Þessi dómur er auðvitað út í hött, ég ætla ekki að gagnrýna dómarann en þessi dómur er út í hött. Við erum búnir að spila í eina sekúndu á miðjum vellinum. Hann hleypur framhjá honum og hann hendir sér niður, það sjá það allir í húsinu.“ Davíð Georgsson fékk rautt spjald undir lok leiksins en Bjarni Fritzson hefði með réttu átt að fá það, fyrir að taka boltann upp og hlaupa með hann í burtu. „Þetta rauða spjald, hann heyrir ekki í flautunni, allt í lagi. Við klúðrum þessu í rauninni sjálfir, sem er mjög sorglegt þegar við vinnum okkur svona vel inn í leikinn og erum komnir yfir. Þetta tap er óverðskuldað finnst mér en ég óska þeim til hamingju með sigurinn.“ ÍR-ingar komu Eyjamönnum í opna skjöldu í byrjun þegar þeir ákváðu að spila með sjö menn í sókn. „Ég verð að hrósa Bjarna fyrir undirbúninginn, hann sat einhverja þrjá daga við tölvuna og var að hugsa hvernig við ætluðum að gera þetta. Við æfðum þetta mjög vel og það heppnaðist í rauninni, en samt ekki því við töpum leiknum.“
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Leik lokið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira