Klofningur í röðum lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2015 16:41 Lögreglumenn gengu fylktu liði til mótmæla fyrr á árinu. Vísir/Vilhelm Guðmundur Fylkisson, formaður kjörstjórnar Landssambands lögreglumanna segir að kurr sé í lögreglumönnum vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna LL um nýja kjarasamninga sem birt var í dag. „Ég dáist að stéttinni minni og ég er ánægður með það að svona stór hluti skuli segja sína skoðun. Þeir setja okkur alveg hinsvegar í hrikalega stöðu að þurfa að fást við það að vera alveg svona klofin,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Það dró heldur betur til tíðinda en fleiri félagsmenn LL sögðu nei við samningnum en já. Samningurinn var hinsvegar samþykktur, eða réttara sagt, ekki felldur, vegna þess að meirihluti félagsmanna hafnaði samningunum ekki. „Það þarf meirihluta greiddra atkvæða til þess að fella samninginn. Það voru 672 sem greiddu atkvæði sem þýðir að það hefði vantað fimm eða fleiri atkvæði nei-megin til þess að að fella hann.“Önnur eins kosningaþátta sjaldan sést áður Í raun og veru voru það auðu seðlarnir, ellefu talsins, sem réðu úrslitum en vegna þeirra taldist meirihluti félagsmanna ekki hafa samþykkt samninginn. Kosningarnar voru mikið hitamál og sést það best á kosningaþáttökunni en Guðmundur segir að önnur eins þáttaka hafi ekki sést áður en kosningaþáttaka var 94,35 prósent. „Við eru með þjónustuaðila sem sér um þetta fyrir og okkur og fjölda annarra stéttafélaga. Sá hefur aldrei séð aðra eins þáttöku. Þú sérð það að það eru 38 af allri stéttinni sem taka ekki þátt.“ Athygli vekur að félagsmenn bæði Sjúkraliðafélags Íslands og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu samþykktu sína kjarasamninga með talsverðum meirihluta en þessi félög voru í samfloti við Landssamband lögreglumanna í kjaradeilu sinni við ríkið. Guðmundur segir það ekki segja alla söguna. „Þó að við höfum verið í samfloti með þessum stéttarfélögum þá eru bara sumir hlutir sem voru sameiginlegir og aðrir eru sérkröfuhlutar og það er þá nokkuð ljóst að sérkröfuhlutinn er eitthvað sem hópurinn er ósáttur með. Það eru 315, í það minnsta, skoðanir á því sem hefði getað betur farið í kjarasamningunum.“Lögreglumenn klofnir í afstöðu sinni Það er ljóst að lögreglumenn eru klofnir í afstöðu sinni til kjarasamningana. „Þetta eru tvær fylkingar sem eru ekki sammála og það fer ekkert á milli mála,“ segir Guðmundur. „Stemningin er nákvæmlega í þessum anda. Það eru einhverjir að skoða hvort að það sé hægt að kæra þessa niðurstöðu.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum Samþykkt þrátt fyrir að fleiri sögðu nei en já. 19. nóvember 2015 15:13 Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu Ekki hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins sem lauk í dag. 18. nóvember 2015 15:56 Félagsmenn SFR samþykkja nýja kjarasamninga Kjarasamningarnir samþykktir með yfirgæfandi meirihluta. 16. nóvember 2015 13:30 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Guðmundur Fylkisson, formaður kjörstjórnar Landssambands lögreglumanna segir að kurr sé í lögreglumönnum vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna LL um nýja kjarasamninga sem birt var í dag. „Ég dáist að stéttinni minni og ég er ánægður með það að svona stór hluti skuli segja sína skoðun. Þeir setja okkur alveg hinsvegar í hrikalega stöðu að þurfa að fást við það að vera alveg svona klofin,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Það dró heldur betur til tíðinda en fleiri félagsmenn LL sögðu nei við samningnum en já. Samningurinn var hinsvegar samþykktur, eða réttara sagt, ekki felldur, vegna þess að meirihluti félagsmanna hafnaði samningunum ekki. „Það þarf meirihluta greiddra atkvæða til þess að fella samninginn. Það voru 672 sem greiddu atkvæði sem þýðir að það hefði vantað fimm eða fleiri atkvæði nei-megin til þess að að fella hann.“Önnur eins kosningaþátta sjaldan sést áður Í raun og veru voru það auðu seðlarnir, ellefu talsins, sem réðu úrslitum en vegna þeirra taldist meirihluti félagsmanna ekki hafa samþykkt samninginn. Kosningarnar voru mikið hitamál og sést það best á kosningaþáttökunni en Guðmundur segir að önnur eins þáttaka hafi ekki sést áður en kosningaþáttaka var 94,35 prósent. „Við eru með þjónustuaðila sem sér um þetta fyrir og okkur og fjölda annarra stéttafélaga. Sá hefur aldrei séð aðra eins þáttöku. Þú sérð það að það eru 38 af allri stéttinni sem taka ekki þátt.“ Athygli vekur að félagsmenn bæði Sjúkraliðafélags Íslands og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu samþykktu sína kjarasamninga með talsverðum meirihluta en þessi félög voru í samfloti við Landssamband lögreglumanna í kjaradeilu sinni við ríkið. Guðmundur segir það ekki segja alla söguna. „Þó að við höfum verið í samfloti með þessum stéttarfélögum þá eru bara sumir hlutir sem voru sameiginlegir og aðrir eru sérkröfuhlutar og það er þá nokkuð ljóst að sérkröfuhlutinn er eitthvað sem hópurinn er ósáttur með. Það eru 315, í það minnsta, skoðanir á því sem hefði getað betur farið í kjarasamningunum.“Lögreglumenn klofnir í afstöðu sinni Það er ljóst að lögreglumenn eru klofnir í afstöðu sinni til kjarasamningana. „Þetta eru tvær fylkingar sem eru ekki sammála og það fer ekkert á milli mála,“ segir Guðmundur. „Stemningin er nákvæmlega í þessum anda. Það eru einhverjir að skoða hvort að það sé hægt að kæra þessa niðurstöðu.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum Samþykkt þrátt fyrir að fleiri sögðu nei en já. 19. nóvember 2015 15:13 Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu Ekki hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins sem lauk í dag. 18. nóvember 2015 15:56 Félagsmenn SFR samþykkja nýja kjarasamninga Kjarasamningarnir samþykktir með yfirgæfandi meirihluta. 16. nóvember 2015 13:30 Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11 Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Lögreglumenn samþykkja kjarasamning:Afar mjótt á munum Samþykkt þrátt fyrir að fleiri sögðu nei en já. 19. nóvember 2015 15:13
Lagatæknileg atriði koma í veg fyrir niðurstöðu Ekki hægt að greina frá niðurstöðu atkvæðagreiðslu Landssambands lögreglumanna um kjarasamning félagsins og ríkisins sem lauk í dag. 18. nóvember 2015 15:56
Félagsmenn SFR samþykkja nýja kjarasamninga Kjarasamningarnir samþykktir með yfirgæfandi meirihluta. 16. nóvember 2015 13:30
Skrifuðu undir í nótt - verkfalli aflýst Samningar náðust í kjaradeilu sjúkraliða, SFR og lögreglumanna við ríkið um klukkan fimm í nótt. Samningurinn felur í sér allt að 30 prósenta launahækkun á næstu fjórum árum. 28. október 2015 06:11
Þrjátíu prósenta launahækkun og styttri vinnuvika Félagsmenn SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna munu á næstu þremur árum fá allt að þrjátíu og tveggja prósenta launahækkun. Þá munu félögin taka þátt í tilraunaverkefni sem miðar að því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir. 28. október 2015 12:07