Umfjöllun: Bandaríkin - Ísland 3-2 | Svekkjandi tap gegn Bandaríkjunum Kristinn Páll Teitsson skrifar 31. janúar 2016 23:00 Leikmenn íslenska liðsins fagna marki Kristins í upphafi leiksins. Vísir/getty Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið þurfti að sætta sig við svekkjandi 3-2 tap gegn Bandaríkjunum í æfingarleik sem lauk rétt í þessu í Los Angeles. Íslenska liðið komst yfir í tvígang en bandaríska liðinu tókst að svara fyrir mörkin og stela sigrinum undir lok venjulegs leiktíma í seinni hálfleik. Fimm íslenskir leikmenn léku fyrstu leiki sína fyrir A-landsliðið í dag og sýndu þeir á köflum góða takta. Var um að ræða þriðja og síðasta landsleik Íslands í janúar en líkt og í fyrri tveimur leikjum liðsins voru margir nýjir og óreyndir leikmenn í hópnum. Kristinn Steindórsson sem kannaðist eflaust við marga leikmenn bandaríska liðsins eftir dvöl sína hjá Columbus Crew kom Íslandi yfir í upphafi leiksins. Fór skot hans fór af varnarmanni og framhjá Luis Robles í bandaríska markinu. Hafði Kristinn reynt fyrirgjöf inn í teiginn og var samviskusamlega mættur til þess að taka seinni boltann, setti boltann á vinstri og skaut á markið. Heimamenn voru hinsvegar ekki lengi að svara og var þar að verki einn besti framherji liðsins, Jozy Altidore eftir gott samspil við Michael Bradley. Mátti sjá að bandaríska liðið var búið að eyða undanförnum vikum saman þegar Bradley galopnaði vörn íslenska liðsins með góðri sendingu og Altidore setti boltann yfir Ögmund í íslenska markinu. Bandaríska liðið var sterkara í fyrri hálfleik án þess að skapa sér færi á meðan íslenska liðið sat aftar á vellinum og beitti skyndisóknum. Fékk Aron Sigurðarson besta færi Íslands stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann kom inn á hægri fótinn eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen en skot hans fór yfir markið. Fóru liðin því inn í hálfleikinn jöfn en Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson gerðu þrjár breytingar í hálfleik. Nýliðarnir Diego Jóhannesson, Aron Elís Þrándarson og Hjörtur Hermannsson komu allir inná og var íslenska liðið ekki lengi að ná forskotinu á ný.Birkir Már reynir hér að stöðva leikmann bandaríska liðsins.Vísir/GettyFékk þá Aron Sigurðarson aftur sendingu við vítateigslínuna, kom inn á hægri fótinn en í þetta skiptið lagði hann boltann í fjærhornið. Snyrtilega gert hjá Aroni sem var einn sprækasti leikmaður liðsins í dag í sínum fyrsta landsleik. Tíu mínútum síðar voru Bandaríkjamenn aftur búnir að jafna metin en þar var að verki varnarmaðurinn Michael Orozco eftir hornspyrnu. Virtist vera brotið á Ögmundi í aðdraganda hornsins en dómarinn dæmdi ekkert og uppskáru heimamenn jöfnunarmarkið þess í stað. Skallaði þá Steve Birnbaum fyrirgjöf Jozy Altidore aftur inn í teiginn og Orozco var mættur á fjærstöng til þess að skalla boltann í netið af stuttu færi. Birkir Már Sævarsson fékk færi til þess að koma Íslandi aftur yfir eftir góðan sprett en skot hans fór beint á Robles í marki bandaríska liðsins. Heimamenn færðu sig framar á vellinum eftir því sem leið á leikinn og fengu færi til þess að bæta við marki en íslenska liðinu tókst vel að loka á allar sóknaraðgerðir bandaríska liðsins. Undir lok venjulegs leiktíma tókst bandaríska liðinu að skora sigurmark leiksins og var þar á ferðinni varamaðurinn Birnbaum. Átti Bradley þá góða aukaspyrnu inn á vítateiginn sem Birnbaum stangaði í netið af stuttu færi og tryggði Bandaríkjunum sigurinn. Það gafst ekki tími til þess að svara markinu og lauk leiknum með 3-2 sigri Bandaríkjanna en það var margt jákvætt til þess að taka úr leiknum. Fimm nýliðar fengu eldskírn sína með landsliðinu í dag og nýtti Aron Sigurðarson tækifærið vel en hann skoraði annað mark Íslands og var einn af sprækustu mönnum leiksins.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fleiri fréttir „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira