Enski boltinn

Terry áfram hjá Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Terry verður allavega eitt ár í viðbót hjá Chelsea.
Terry verður allavega eitt ár í viðbót hjá Chelsea. vísir/getty
John Terry verður áfram í herbúðum Chelsea en hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Lundúnaliðið.

„Ég er hæstánægður með að skrifað undir nýjan samning við félagið. Það vita allir að ég er gegnheill Chelsea-maður,“ er haft eftir Terry á heimasíðu Chelsea.

Terry gekk í raðir Chelsea þegar hann var 14 ára en hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið 1998. Terry hefur síðan þá leikið 703 leiki fyrir Chelsea og skorað 66 mörk.

Terry hefur verið fyrirliði Chelsea frá tímabilinu 2003-04 og á þeim tíma hefur liðið fjórum sinnum unnið enska meistaratitilinn, fjórum sinnum ensku bikarkeppnina, þrisvar sinnum deildarbikarinn, Meistaradeild Evrópu einu sinni sem og Evrópudeildina.

Antonio Conte tekur við sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir EM í Frakklandi í sumar og Ítalinn getur því nýtt krafta Terry fyrsta árið sitt í starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×