Kólumbía bar sigurorð af Bandaríkjunum með tveimur mörkum gegn engu í opnunarleik Copa América 2016 í nótt. Leikið var í Santa Clara í Kaliforníu.
Kólumbíumenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn var sanngjarn.
Þeir náðu forystunni strax á 8. mínútu þegar miðvörðurinn Christian Zapata skoraði með góðu skoti eftir vel útfærða hornspyrnu.
Staðan var 1-0 fram á 42. mínútu þegar Kólumbíumenn fengu víti eftir að DeAndre Yedlin handlék boltann innan teigs. James Rodríguez fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Fleiri urðu mörkin ekki en Bandaríkjamenn ógnuðu sjaldan í leiknum. Clint Dempsey komst nálægt því að skora þegar David Ospina varði aukaspyrnu hans í seinni hálfleik. Carlos Bacca fékk svo dauðafæri til að skora þriðja mark Kólumbíu undir lok leiksins en skaut í slána.
Góður sigur Kólumbíu staðreynd en lærisveinar Jürgens Klinsmann eru strax komnir í erfið mál í riðlinum.
Kólumbía vann opnunarleikinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið
Íslenski boltinn

„Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
Íslenski boltinn


„Það er æfing á morgun“
Íslenski boltinn

Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“
Enski boltinn

„Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“
Íslenski boltinn


Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum
Enski boltinn
