Bandaríkjamaðurinn Andrew Landry er í forystu eftir fyrsta daginn á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, U.S. Open.
Að þessu sinni fer mótið fram á Oakmont Country Club sem er að mörgum talinn erfiðasti golfvöllur í heimi.
Þrumuveður setti strik í reikninginn í dag en hætta þurfti keppni vegna þess. Aðeins níu kylfingar náðu að klára fyrsta hringinn í dag.
Landry lék á þremur höggum undir pari en landi hans, Bubba Watson, og Nýsjálendingurinn Danny Lee koma næstir á tveimur höggum undir pari.
Þrumuveður setti strik í reikninginn á fyrsta degi Opna bandaríska
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn



Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko
Enski boltinn
