Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hrósaði sigri á PGA meistaramótinu í golfi sem lauk nú í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur hins 37 ára gamla Walkers á risamóti.
Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á PGA meistaramótinu í fyrra, sótti hart að Walker á lokasprettinum en Bandaríkjamaðurinn hélt haus og kláraði dæmið.
Walker lék á þremur höggum undir pari í dag og samtals á 14 undir pari, einu höggi á undan Day.
Bandaríkjamaðurinn Daniel Summerhays endaði í 3. sæti eftir góðan endasprett. Hann lék lokahringinn á fjórum undir pari og endaði á 10 undir pari.
Suður-Ameríkumaðurinn Brendan Grace, Japaninn Hideki Matsuyama og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka voru svo jafnir í 4.-6. sæti á níu höggum undir pari.
Jimmy Walker kláraði dæmið og tryggði sér sinn fyrsta risamótstitil
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Laugardalsvöllur tekur lit
Fótbolti

Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu
Íslenski boltinn