Bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker hrósaði sigri á PGA meistaramótinu í golfi sem lauk nú í kvöld.
Þetta var fyrsti sigur hins 37 ára gamla Walkers á risamóti.
Ástralinn Jason Day, efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á PGA meistaramótinu í fyrra, sótti hart að Walker á lokasprettinum en Bandaríkjamaðurinn hélt haus og kláraði dæmið.
Walker lék á þremur höggum undir pari í dag og samtals á 14 undir pari, einu höggi á undan Day.
Bandaríkjamaðurinn Daniel Summerhays endaði í 3. sæti eftir góðan endasprett. Hann lék lokahringinn á fjórum undir pari og endaði á 10 undir pari.
Suður-Ameríkumaðurinn Brendan Grace, Japaninn Hideki Matsuyama og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka voru svo jafnir í 4.-6. sæti á níu höggum undir pari.
