Hermann: Dómararnir tóku stigin af okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2016 20:24 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. vísir/hanna Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00